Allir geta sameinast í tónlistinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 10:00 "Ég er með saxófón frá 1958 í djassinum en nýrra og fullkomnara hljóðfæri í klassíkinni,“ segir Sölvi. Vísir/GVA Saxófónleikarinn Sölvi Kolbeinsson er í sumarfríi frá tónlistarskóla í Berlín. Situr samt ekki auðum höndum heldur notar tímann í að spila djass með félögum sínum, Rögnvaldi Borgþórssyni á gítar, Birgi Steini Theodórssyni á bassa og Óskari Kjartanssyni á trommur. Saman mynda þeir Camus kvartett sem kemur fram í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20.30 í tónleikaröðinni Arctic Concerts. „Við félagarnir kynntumst í FÍH fyrir fimm árum og spilum alltaf saman þegar við erum allir á landinu. Þetta eru þriðju tónleikarnir á einu ári,“ segir Sölvi. „Við erum eiginlega að spila uppáhaldsdjasslögin okkar eftir uppáhaldssnillingana Miles Davis, Wayne Shorter, John Coltrane og fleiri, allt þekkta standarda. Þessi grúppa er mest í því.“ Sölvi er sonur Kolbeins Bjarnasonar flautuleikara og Guðrúnar Óskarsdóttur semballeikara. Hann hefur unnið til fjölda viðurkenninga, meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016, og stundar nú framhaldsnám í Jazz Institude Berlin, búinn þar með eitt ár af fjórum og kann mjög vel við sig. „Þetta er frábær skóli og bara 90 manns í BA-námi, allir mjög nánir og smá fjölskyldustemning í hópnum. Við erum með aðgang að skólanum allan sólarhringinn alla vikuna, og getum næstum búið þar. Erum með eldhús og það eru sófar inni í nokkrum herbergjum þar sem hægt er að fleygja sér stöku nætur.“ Hann leigir þó úti í bæ í Berlín með tveimur öðrum strákum og spilar oft með öðrum þeirra. „Svo er bassaleikarinn í Camus kvartett, Birgir Steinn, líka í skólanum og við erum búnir að spila hrikalega mikið saman í alls konar verkefnum. Rögnvaldur gítaristi bjó líka í Berlín í hálft ár og þá vorum við þrír oft saman í tríói.“ Sölvi var átta ára þegar hann byrjaði að læra á saxófón og var fyrstu sjö árin í klassík, bæði í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónlistarskólanum í Reykjavík. Færði sig svo í skóla FÍH og var bæði í klassík og djassi í fjögur ár en leggur nú áherslu á djassinn. „Ég get vel hugsað mér að fara í klassíkina einhvern tíma seinna. Þetta eru tveir ólíkir heimar, ólík hljóðfæri og það getur verið smá kúnst að halda sér í formi í báðum stílunum. Ég er með saxófón frá 1958 í djassinum en nýrra og fullkomnara hljóðfæri í klassíkinni.“ Hann er tvítugur núna, lauk stúdentsprófi frá MH 18 ára og fékk tónlistina metna. „Það er kostur að vera ungur þegar maður sækir um skóla erlendis, þá á maður möguleika á að þroskast enn meira. Annars er fólk á öllum aldri í skólanum, yngsti nemandinn 18 ára og elsti rúmlega þrítugur. Aldursbilið í FÍH var þó enn breiðara. Það geta allir sameinast í tónlistinni.“ Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Saxófónleikarinn Sölvi Kolbeinsson er í sumarfríi frá tónlistarskóla í Berlín. Situr samt ekki auðum höndum heldur notar tímann í að spila djass með félögum sínum, Rögnvaldi Borgþórssyni á gítar, Birgi Steini Theodórssyni á bassa og Óskari Kjartanssyni á trommur. Saman mynda þeir Camus kvartett sem kemur fram í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20.30 í tónleikaröðinni Arctic Concerts. „Við félagarnir kynntumst í FÍH fyrir fimm árum og spilum alltaf saman þegar við erum allir á landinu. Þetta eru þriðju tónleikarnir á einu ári,“ segir Sölvi. „Við erum eiginlega að spila uppáhaldsdjasslögin okkar eftir uppáhaldssnillingana Miles Davis, Wayne Shorter, John Coltrane og fleiri, allt þekkta standarda. Þessi grúppa er mest í því.“ Sölvi er sonur Kolbeins Bjarnasonar flautuleikara og Guðrúnar Óskarsdóttur semballeikara. Hann hefur unnið til fjölda viðurkenninga, meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016, og stundar nú framhaldsnám í Jazz Institude Berlin, búinn þar með eitt ár af fjórum og kann mjög vel við sig. „Þetta er frábær skóli og bara 90 manns í BA-námi, allir mjög nánir og smá fjölskyldustemning í hópnum. Við erum með aðgang að skólanum allan sólarhringinn alla vikuna, og getum næstum búið þar. Erum með eldhús og það eru sófar inni í nokkrum herbergjum þar sem hægt er að fleygja sér stöku nætur.“ Hann leigir þó úti í bæ í Berlín með tveimur öðrum strákum og spilar oft með öðrum þeirra. „Svo er bassaleikarinn í Camus kvartett, Birgir Steinn, líka í skólanum og við erum búnir að spila hrikalega mikið saman í alls konar verkefnum. Rögnvaldur gítaristi bjó líka í Berlín í hálft ár og þá vorum við þrír oft saman í tríói.“ Sölvi var átta ára þegar hann byrjaði að læra á saxófón og var fyrstu sjö árin í klassík, bæði í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónlistarskólanum í Reykjavík. Færði sig svo í skóla FÍH og var bæði í klassík og djassi í fjögur ár en leggur nú áherslu á djassinn. „Ég get vel hugsað mér að fara í klassíkina einhvern tíma seinna. Þetta eru tveir ólíkir heimar, ólík hljóðfæri og það getur verið smá kúnst að halda sér í formi í báðum stílunum. Ég er með saxófón frá 1958 í djassinum en nýrra og fullkomnara hljóðfæri í klassíkinni.“ Hann er tvítugur núna, lauk stúdentsprófi frá MH 18 ára og fékk tónlistina metna. „Það er kostur að vera ungur þegar maður sækir um skóla erlendis, þá á maður möguleika á að þroskast enn meira. Annars er fólk á öllum aldri í skólanum, yngsti nemandinn 18 ára og elsti rúmlega þrítugur. Aldursbilið í FÍH var þó enn breiðara. Það geta allir sameinast í tónlistinni.“
Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira