Fólk vill eðlilega heyra eitthvað kunnuglegt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 09:45 "Ég hef trú á þessu prógrammi, að það muni engum þykja leiðinlegt,“ segir Kári. Vísir/Anton Kári Allansson, organisti við Háteigskirkju, leikur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju í dag. „Það þýðir ekkert að spila eitthvað tyrfið á svona hálftíma tónleikum þar sem meirihluti áheyrenda er túristar,“ segir hann og kveðst ætla að spila Tokkötu og fúgu í d-moll eftir Bach, tónlist sem allir þekki. „Svo smygla ég inn smá Magnúsi Blöndal þótt hann sé ekki eins þekktur á alþjóðavísu og ætla að spila afskaplega fallegt og innhverft Adagio eftir hann. Það er hálfgerð hugleiðslutónlist, mjög aðgengilegt stykki. Mamma var mjög hrifin þegar ég spilaði það fyrir hana. Enda svo á tilbrigðum við hinn hressa og skemmtilega sálm Danke für diesen guten Morgen – eða Þakkir fyrir þennan góða morgun eftir Susanne Kugelmeier. Það er eitthvað sem Þjóðverjar tengja vel við. Í þeirri músík bregður líka fyrir stefjum sem allir kannast við, þar eru Mozart, Bach og endurreisnardansar. Ég hef trú á þessu prógrammi og að engum muni þykja það leiðinlegt. Orgelið er líka glæsilegt og stendur alltaf fyrir sínu.“ Kári hefur haldið einleikstónleika hérlendis og í Svíþjóð en hann leikur einnig annars konar tónlist en kirkjulega með ýmsum hljómsveitum. Hann kveðst áður hafa spilað á hádegistónleikum og verið ánægður með eigið framlag, þar sem hann hafi spilað fuglasöng, hvað þá annað. Stykkið hafi hins vegar verið of framandi fyrir fólkið í salnum og því hafi ánægjan ekki verið nógu almenn. „Fólk vill eðlilega heyra eitthvað kunnuglegt.“ Kári er síðastur í röð íslenskra organista sem leika á fimmtudagstónleikaröð Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju í sumar. Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og það kostar 2.000 krónur inn. Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Kári Allansson, organisti við Háteigskirkju, leikur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju í dag. „Það þýðir ekkert að spila eitthvað tyrfið á svona hálftíma tónleikum þar sem meirihluti áheyrenda er túristar,“ segir hann og kveðst ætla að spila Tokkötu og fúgu í d-moll eftir Bach, tónlist sem allir þekki. „Svo smygla ég inn smá Magnúsi Blöndal þótt hann sé ekki eins þekktur á alþjóðavísu og ætla að spila afskaplega fallegt og innhverft Adagio eftir hann. Það er hálfgerð hugleiðslutónlist, mjög aðgengilegt stykki. Mamma var mjög hrifin þegar ég spilaði það fyrir hana. Enda svo á tilbrigðum við hinn hressa og skemmtilega sálm Danke für diesen guten Morgen – eða Þakkir fyrir þennan góða morgun eftir Susanne Kugelmeier. Það er eitthvað sem Þjóðverjar tengja vel við. Í þeirri músík bregður líka fyrir stefjum sem allir kannast við, þar eru Mozart, Bach og endurreisnardansar. Ég hef trú á þessu prógrammi og að engum muni þykja það leiðinlegt. Orgelið er líka glæsilegt og stendur alltaf fyrir sínu.“ Kári hefur haldið einleikstónleika hérlendis og í Svíþjóð en hann leikur einnig annars konar tónlist en kirkjulega með ýmsum hljómsveitum. Hann kveðst áður hafa spilað á hádegistónleikum og verið ánægður með eigið framlag, þar sem hann hafi spilað fuglasöng, hvað þá annað. Stykkið hafi hins vegar verið of framandi fyrir fólkið í salnum og því hafi ánægjan ekki verið nógu almenn. „Fólk vill eðlilega heyra eitthvað kunnuglegt.“ Kári er síðastur í röð íslenskra organista sem leika á fimmtudagstónleikaröð Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju í sumar. Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og það kostar 2.000 krónur inn.
Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“