Ásdís eftir klúðrið á ÓL í Ríó: Þetta er bara mót eins og hvert annað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2016 06:00 Ásdís Hjálmsdóttir endaði í 30. og næstsíðasta sæti í undankeppninni í spjótkasti á Ólympíuleikunum í Ríó og olli árangur hennar miklum vonbrigðum. Það var vitað að það yrði erfitt fyrir Ásdísi að komast í úrslit eins og í London fyrir fjórum árum en svo slök frammistaða ætti að vera mikið áfall fyrir þessa reynslumiklu íþróttakonu. Ásdís gerði tvö algjörlega misheppnuð köst ógild og kastaði síðan lengst bara 54,92 metra sem er það stysta sem hún hefur kastað á stórmóti í sex ár eða síðan á EM í Barcelona 2010. Ásdís mætti yfirveguð í viðtöl eftir keppni og það var ekki að sjá að þar færi íþróttakona í sínu allra besta formi sem hafði klúðrað frábæru tækifæri til að gera mjög flotta hluti á Ólympíuleikum. „Auðvitað eru þetta Ólympíuleikar og þeir eru bara fjórða hvert ár. Það breytir engu að svekkja sig á þessu. Þetta er bara mót eins og hvert annað. Það kemur mót eftir þetta mót,“ segir Ásdís. Hún kenndi atrennu sinni um það hvernig fór því henni leið vel og upphitunin gekk mjög vel. „Ég er með mælda atrennu en það var bara eitthvað. Um leið og adrenalínið var komið og keppnin þá flaut ég á brautinni og var alltof hröð,“ segir Ásdís og ekki var taugspennan að trufla hana ef marka má hana sjálfa. „Ég var ekkert stressuð og var einmitt svo afslöppuð að ég flaut áfram. Það var það mikill kraftur í mér og ég var fersk og hröð. Atrennan sem ég hef verið að keppa með í sumar og sú sem ég hef verið að æfa með var bara alltof stutt fyrir mig í dag,“ segir Ásdís. „Ég reyndi að bregðast við þessu, reyndi að lengja atrennuna fáránlega mikið, en það var bara ekki nóg. Því miður, eins ótrúlega sorglegt og það er,“ segir Ásdís. Hún kennir heldur ekki andlega hlutanum um hvernig fór. „Þetta er ekki bara spurning um að kasta, æfa og lyfta því þú þarft líka að æfa hausinn. Ég er búin að gera það og undirbúa mig fyrir þetta allt saman. Ég veit nákvæmlega á hverju ég á von hérna og er ekki að gera þetta í fyrsta skiptið. Ég var búin að undirbúa mig fyrir allt sem gat komið upp á.“ En hvað með næstu skref? „Ég veit ekki hvort ég fái annað mót það sem eftir er af sumrinu en ég vona það. Ég vona að ég geti endað á einhverju betra en þetta, vegna þess að ég á svo miklu, miklu, miklu meira inni. Sumarið er búið að vera frábært, áttunda sætið á EM og 61 og hálfur næstum því. Þetta breytir því ekkert,“ segir hún. Ásdís er ekki búin að loka á neitt, ekki einu sinni næstu Ólympíuleika eftir fjögur ár þegar hún verður á 35. aldursári. „Ég er ekki að segja að ég verði ekki í Tókýó en ég ætla ekki að lofa því heldur. Þetta er allavega ekki mitt síðasta stórmót.“ Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir endaði í 30. og næstsíðasta sæti í undankeppninni í spjótkasti á Ólympíuleikunum í Ríó og olli árangur hennar miklum vonbrigðum. Það var vitað að það yrði erfitt fyrir Ásdísi að komast í úrslit eins og í London fyrir fjórum árum en svo slök frammistaða ætti að vera mikið áfall fyrir þessa reynslumiklu íþróttakonu. Ásdís gerði tvö algjörlega misheppnuð köst ógild og kastaði síðan lengst bara 54,92 metra sem er það stysta sem hún hefur kastað á stórmóti í sex ár eða síðan á EM í Barcelona 2010. Ásdís mætti yfirveguð í viðtöl eftir keppni og það var ekki að sjá að þar færi íþróttakona í sínu allra besta formi sem hafði klúðrað frábæru tækifæri til að gera mjög flotta hluti á Ólympíuleikum. „Auðvitað eru þetta Ólympíuleikar og þeir eru bara fjórða hvert ár. Það breytir engu að svekkja sig á þessu. Þetta er bara mót eins og hvert annað. Það kemur mót eftir þetta mót,“ segir Ásdís. Hún kenndi atrennu sinni um það hvernig fór því henni leið vel og upphitunin gekk mjög vel. „Ég er með mælda atrennu en það var bara eitthvað. Um leið og adrenalínið var komið og keppnin þá flaut ég á brautinni og var alltof hröð,“ segir Ásdís og ekki var taugspennan að trufla hana ef marka má hana sjálfa. „Ég var ekkert stressuð og var einmitt svo afslöppuð að ég flaut áfram. Það var það mikill kraftur í mér og ég var fersk og hröð. Atrennan sem ég hef verið að keppa með í sumar og sú sem ég hef verið að æfa með var bara alltof stutt fyrir mig í dag,“ segir Ásdís. „Ég reyndi að bregðast við þessu, reyndi að lengja atrennuna fáránlega mikið, en það var bara ekki nóg. Því miður, eins ótrúlega sorglegt og það er,“ segir Ásdís. Hún kennir heldur ekki andlega hlutanum um hvernig fór. „Þetta er ekki bara spurning um að kasta, æfa og lyfta því þú þarft líka að æfa hausinn. Ég er búin að gera það og undirbúa mig fyrir þetta allt saman. Ég veit nákvæmlega á hverju ég á von hérna og er ekki að gera þetta í fyrsta skiptið. Ég var búin að undirbúa mig fyrir allt sem gat komið upp á.“ En hvað með næstu skref? „Ég veit ekki hvort ég fái annað mót það sem eftir er af sumrinu en ég vona það. Ég vona að ég geti endað á einhverju betra en þetta, vegna þess að ég á svo miklu, miklu, miklu meira inni. Sumarið er búið að vera frábært, áttunda sætið á EM og 61 og hálfur næstum því. Þetta breytir því ekkert,“ segir hún. Ásdís er ekki búin að loka á neitt, ekki einu sinni næstu Ólympíuleika eftir fjögur ár þegar hún verður á 35. aldursári. „Ég er ekki að segja að ég verði ekki í Tókýó en ég ætla ekki að lofa því heldur. Þetta er allavega ekki mitt síðasta stórmót.“
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira