Lochte og Feigen skipað að halda kyrru fyrir í Ríó Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2016 17:38 Ryan Lochte og James Feigen. Vísir/Getty Dómari í Brasilíu hefur setta bandarísku sundmennina Ryan Lochte og James Feigen í farbann. Leitarheimild hefur verið gefin út fyrir herbergi þeirra og vill lögreglan rannsaka farsíma Feigen. Þeir segjast hafa, auk tveggja annarra sundmanna frá Bandaríkjunum, verið rændir af vopnuðum mönnum í leigubíl í Ríó en lögreglan segist ekki finna vísbendingar sem styðji sögu þeirra. Þá gefi myndbandsupptökur upp aðra mynd en þeir segja. Lochte virðist hafa verið farinn frá Brasilíu áður en farbannið var sett á, samkvæmt frétt BBC. Bæði Lochte og Feigen unnu til gullverðlauna á ólympíuleikunum. Frásagnir þeirra af hinu meinta ráni hafa þótt ruglingslegar. Lochte sagði fjölmiðlum fyrst frá þessu í viðtali við NBC en talsmaður ólympínefndarinnar sagði strax að umrætt rán hefði ekki átt sér stað.Sjá einnig: Heimsfrægur sundkappi rændur af hóp vopnaðra manna í Ríó Þegar Lochte ræddi við lögreglu sagðist hann hafa verið í samkvæmi með þeim Feigen, Gunnar Bentz og Jack Conger, en samkvæmið var á vegum franska ólympíuliðsins. Hann sagði að þeir hefðu verið í leigubíl á leið til ólympíuþorpsins þegar menn sem þóttust vera lögregluþjónar stöðvuðu leigubílinn. Lochte sagði ennfremur að einn mannanna hefði beint byssu að höfði hans og tekið alla peninga sem hann var með sér og persónulegar eigur.Sjá einnig: Lochte neitaði að hlýða ræningjunum Lögreglan hefur ekki fundið neinar vísbendingar og segir ósamræmi í sögum þeirra Lochte og Feigen. Til dæmis segist þeir hafa komið í þorpið um klukkan fjögur að nóttu til, en myndbandsupptökur sýni að þeir hafi komið í þorpið um klukkan sjö. Þá hafi þeir verið rólegir við öryggishliðið að þorpinu og farið í gegnum það. Þar að auki hafi þeir sagt að mismargir menn hafi staðið að ráninu. Þá hefur lögreglunni ekki tekist að finna leigubílstjórann sem keyrði þá fjóra heim í þorpið. Ólympíunefnd Bandaríkjanna segir að hún muni starfa með lögreglunni í Brasilíu. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Dómari í Brasilíu hefur setta bandarísku sundmennina Ryan Lochte og James Feigen í farbann. Leitarheimild hefur verið gefin út fyrir herbergi þeirra og vill lögreglan rannsaka farsíma Feigen. Þeir segjast hafa, auk tveggja annarra sundmanna frá Bandaríkjunum, verið rændir af vopnuðum mönnum í leigubíl í Ríó en lögreglan segist ekki finna vísbendingar sem styðji sögu þeirra. Þá gefi myndbandsupptökur upp aðra mynd en þeir segja. Lochte virðist hafa verið farinn frá Brasilíu áður en farbannið var sett á, samkvæmt frétt BBC. Bæði Lochte og Feigen unnu til gullverðlauna á ólympíuleikunum. Frásagnir þeirra af hinu meinta ráni hafa þótt ruglingslegar. Lochte sagði fjölmiðlum fyrst frá þessu í viðtali við NBC en talsmaður ólympínefndarinnar sagði strax að umrætt rán hefði ekki átt sér stað.Sjá einnig: Heimsfrægur sundkappi rændur af hóp vopnaðra manna í Ríó Þegar Lochte ræddi við lögreglu sagðist hann hafa verið í samkvæmi með þeim Feigen, Gunnar Bentz og Jack Conger, en samkvæmið var á vegum franska ólympíuliðsins. Hann sagði að þeir hefðu verið í leigubíl á leið til ólympíuþorpsins þegar menn sem þóttust vera lögregluþjónar stöðvuðu leigubílinn. Lochte sagði ennfremur að einn mannanna hefði beint byssu að höfði hans og tekið alla peninga sem hann var með sér og persónulegar eigur.Sjá einnig: Lochte neitaði að hlýða ræningjunum Lögreglan hefur ekki fundið neinar vísbendingar og segir ósamræmi í sögum þeirra Lochte og Feigen. Til dæmis segist þeir hafa komið í þorpið um klukkan fjögur að nóttu til, en myndbandsupptökur sýni að þeir hafi komið í þorpið um klukkan sjö. Þá hafi þeir verið rólegir við öryggishliðið að þorpinu og farið í gegnum það. Þar að auki hafi þeir sagt að mismargir menn hafi staðið að ráninu. Þá hefur lögreglunni ekki tekist að finna leigubílstjórann sem keyrði þá fjóra heim í þorpið. Ólympíunefnd Bandaríkjanna segir að hún muni starfa með lögreglunni í Brasilíu.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira