Náðu að sannfæra breska reggíunnendur Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 09:30 Hljómsveitin AmabAdamA lagði land undir fót nýverið og kom fram á tónlistarhátíðinni Boomtown Fair sem fer fram í grennd við Winchester í Bretlandi. Auk þess að koma fram á hátíðinni kom sveitin fram á tónleikum í Bristol. „Þetta festival er tryllt og mikið lagt í alla hönnun og uppsetningu. Ég hef aldrei séð önnur eins svið,“ segir Steinunn Jónsdóttir, ein af meðlimum hljómsveitarinnar. „Hátíðin er haldin á risastóru landsvæði, eiginlega bóndabæ, og það er skógur og akrar sem skilja svæðin að. Þannig að maður er kannski að labba inni í miðjum skógi og þar er eitthvert sound-system að spila eða rave-partí í gangi með öllu tilheyrandi.“ Steinunn segir tónleikana hafa gengið vonum framar, bæði á hátíðinni sem og í Bristol. Og þótt það séu kannski ekki allir sem þekkja íslenskt reggí vel og öll tónlist hljómsveitarinnar sé flutt á íslensku þá virðist það ekki hafa komið að sök. Í Bristol spiluðu þau á tónleikastað og voru eina sveitin sem kom fram það kvöld. „Það kom fullt af fólki og það virtist ekki skipta máli þótt við værum að syngja á íslensku, það voru allir með okkur,“ segir Steinunn og heldur áfram: „Fólk var alveg skeptískt áður en við byrjuðum og eitthvað að velta því fyrir sér hvað íslenskt reggí væri eiginlega og setti upp einhvern svip en svo held ég að við höfum náð að sannfæra það.“ Landsmenn þekkja langflestir lög á borð við Hossa hossa en líkt og gefur að skilja þekktu Englendingar og hátíðargestir hvorki lag né texta og segir Steinunn það hafa verið skemmtilega tilbreytingu að öllum lögunum hafi verið tekið á sama hátt þótt hennar þyki auðvitað alltaf jafn gaman þegar fólk tekur undir í þekktari lögunum. „Það var gaman að prófa þetta. Reggísenan á Íslandi er náttúrulega frekar lítil og við erum búin að vera heppin með að það eru alveg frekar margir sem hlusta á okkur þótt þeir séu kannski ekki að hlusta mikið á annað reggí.“ Annars er nóg um að vera hjá Steinunni þessa dagana því auk þess að vera meðlimur í AmabAdamA er hún einnig í Reykjavíkurdætrum sem efna til útgáfutónleika næstkomandi þriðjudag. Hún segir að öllu sem til er verði tjaldað á tónleikunum þótt þeir séu á helst til óhefðbundnum tónleikadegi. „Þeir eru á þriðjudegi af því að þá komust allar Reykjavíkurdæturnar og það gerist mjög sjaldan,“ segir hún og bætir við að einhverjar mannabreytingar séu að eiga sér stað innan hópsins og því sé um einstakt tækifæri að ræða til að berja allar dæturnar augum. Miða á tónleikana má nálgast á vefsíðunni Enter.is en miðaverð í forsölu er 2.000 krónur og miðaverð við hurð er 2.900 krónur. AmabAdamA stígur næst á svið í Gamla bíói á Menningarnótt strax eftir flugeldasýninguna. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst. Tónlist Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hljómsveitin AmabAdamA lagði land undir fót nýverið og kom fram á tónlistarhátíðinni Boomtown Fair sem fer fram í grennd við Winchester í Bretlandi. Auk þess að koma fram á hátíðinni kom sveitin fram á tónleikum í Bristol. „Þetta festival er tryllt og mikið lagt í alla hönnun og uppsetningu. Ég hef aldrei séð önnur eins svið,“ segir Steinunn Jónsdóttir, ein af meðlimum hljómsveitarinnar. „Hátíðin er haldin á risastóru landsvæði, eiginlega bóndabæ, og það er skógur og akrar sem skilja svæðin að. Þannig að maður er kannski að labba inni í miðjum skógi og þar er eitthvert sound-system að spila eða rave-partí í gangi með öllu tilheyrandi.“ Steinunn segir tónleikana hafa gengið vonum framar, bæði á hátíðinni sem og í Bristol. Og þótt það séu kannski ekki allir sem þekkja íslenskt reggí vel og öll tónlist hljómsveitarinnar sé flutt á íslensku þá virðist það ekki hafa komið að sök. Í Bristol spiluðu þau á tónleikastað og voru eina sveitin sem kom fram það kvöld. „Það kom fullt af fólki og það virtist ekki skipta máli þótt við værum að syngja á íslensku, það voru allir með okkur,“ segir Steinunn og heldur áfram: „Fólk var alveg skeptískt áður en við byrjuðum og eitthvað að velta því fyrir sér hvað íslenskt reggí væri eiginlega og setti upp einhvern svip en svo held ég að við höfum náð að sannfæra það.“ Landsmenn þekkja langflestir lög á borð við Hossa hossa en líkt og gefur að skilja þekktu Englendingar og hátíðargestir hvorki lag né texta og segir Steinunn það hafa verið skemmtilega tilbreytingu að öllum lögunum hafi verið tekið á sama hátt þótt hennar þyki auðvitað alltaf jafn gaman þegar fólk tekur undir í þekktari lögunum. „Það var gaman að prófa þetta. Reggísenan á Íslandi er náttúrulega frekar lítil og við erum búin að vera heppin með að það eru alveg frekar margir sem hlusta á okkur þótt þeir séu kannski ekki að hlusta mikið á annað reggí.“ Annars er nóg um að vera hjá Steinunni þessa dagana því auk þess að vera meðlimur í AmabAdamA er hún einnig í Reykjavíkurdætrum sem efna til útgáfutónleika næstkomandi þriðjudag. Hún segir að öllu sem til er verði tjaldað á tónleikunum þótt þeir séu á helst til óhefðbundnum tónleikadegi. „Þeir eru á þriðjudegi af því að þá komust allar Reykjavíkurdæturnar og það gerist mjög sjaldan,“ segir hún og bætir við að einhverjar mannabreytingar séu að eiga sér stað innan hópsins og því sé um einstakt tækifæri að ræða til að berja allar dæturnar augum. Miða á tónleikana má nálgast á vefsíðunni Enter.is en miðaverð í forsölu er 2.000 krónur og miðaverð við hurð er 2.900 krónur. AmabAdamA stígur næst á svið í Gamla bíói á Menningarnótt strax eftir flugeldasýninguna. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst.
Tónlist Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira