Sport

Aníta stóð sig með prýði | Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Anton
Aníta Hinriksdóttir komst ekki áfram í undanúrslit í 800 m hlaupi kvenna en náði engu að síðum frábærum árangri í undanúrslitunum í morgun.

Aníta hljóp á 2:00,14 mínútum sem er nýtt Íslandsmet og náði 20. besta tímanum í undanrásunum.

Hún var hins vegar ekki meðal tveggja efstu í sínum riðli, sem var mjög hraður, og þurfti því að vera í hópi átta bestu sem ekki voru í efstu tveimur sætunum í sínum riðli. Þar var hún tíunda og sat því eftir.

Sjá einnig: Glæsilegt Íslandsmet Anítu dugði ekki til

Árangurinn engu að síður frábær og veit á gott fyrir hina tvítugu Anítu sem á vonandi langan feril fyrir höndum.

Anton Brink, ljósmyndari 365, er á Ólympíuleikvanginum í Ríó og tók meðfylgjandi myndir.

Vísir/Anton
Vísir/Anton
Vísir/Anton
Vísir/Anton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×