Lífið

Keppti ekki á Ólympíuleikunum vegna aðskilnaðarstefnunnar en sonur hennar vann svo gull

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mæðginin Odessa og Wayde á Ólympíuleikunum í Ríó.
Mæðginin Odessa og Wayde á Ólympíuleikunum í Ríó.
Suður-afríska hlaupakonan Odessa Swartz gat ekki að keppa á Ólympíuleikunum fyrir þjóð sína á hátindi ferils síns vegna aðskilnaðarstefnu suður-afrískra yfirvalda sem leið ekki undir lok fyrr en árið 1994.

Sonur hennar Wayde van Niekerk fékk hins vegar að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó í ár og hann sló svo sannarlega í gegn; hann vann ekki aðeins gullverðlaun í 400 metra hlaupi karla heldur bætti hann 17 ára gamalt heimsmet Bandaríkjamannsins Michael Johnson en van Niekerk hljóp á 43,03 sekúndum. Þetta ótrúlega hlaup má sjá í spilaranum hér neðst í fréttinni.

Í umfjöllun Huffington Post um málið kemur fram að Swartz hafi verið meðlimur í suður-afrískum íþróttasamtökunum Sacos sem börðust gegn aðskilnaðarstefnunni en í samtökunum voru bæði hvítir og svartir íþróttamenn.

Ef íþróttamaður var í Sacos var hann yfirlýstur andstæðingur kúgunar og aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku og þá virtu íþróttamennirnir sniðgöngu alþjóðaíþróttaheimsins gagnvart suður-afrískum íþróttamönnum sem tilkomin var vegna aðskilnaðarstefnunnar. Swartz keppti því aldrei á Ólympíuleikunum.






Tengdar fréttir

Bætti sautján ára heimsmet Michael Johnson

Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk tryggði sér í nótt sigur í 400 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Ríó en hann vann úrslitahlaupið með sannfærandi hætti og á nýju heimsmeti.

Sjáðu ótrúlegt heimsmetshlaup Van Niekerk

Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk átti óvæntasta afrek Ólympíuleikanna til þessa er hann sló 17 ára gamalt heimsmet Michael Johnson í 400 metra hlaupi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×