Ekkert Íslandsmet en gríðarlegar framfarir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 07:00 Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. vísir/anton Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, er á því að hún hafi bætt sig mikið á síðustu þremur árum þrátt fyrir að hún hafi ekki náð að bæta Íslandsmetið sitt á þessum tíma. „Hún náði súper, súper árangri þegar hún setti Íslandsmetið. Mörgum finnst að hún hafi átt að bæta það á þessum þremur árum en hún fer þarna svona ung inn á topp 30 í heiminum með þeim árangri,“ segir Gunnar Páll. Aníta setti Íslandsmet sitt á móti í Mannheim 30. júní 2013 en hún hljóp þá á 2:00,49 mínútum. „Ef þú skoðar þær sem voru stjörnurnar á þessum tíma eins og Mary Cain – hún var forsíðustúlka í Bandaríkjunum og aðeins betri en Aníta – og Jessicu Judd í Bretlandi þá komust þær báðar á HM 2013 en hvorug á HM 2015 og þær eru ekki hér. Að halda sig á þessu stigi er meira en að segja það eftir að hafa slegið svona rosalega í gegn í unglingaflokki. Það er meira en að segja það að halda svona súperárangri,“ segir Gunnar Páll. Aníta náði mjög góðu hlaupi á minningarmóti um Josef Odlozil i Prag í byrjun júní en þá var hún aðeins sex hundraðshlutum frá Íslandsmetinu. „Ég veit það að það sem hún hljóp í Prag er stutt frá metinu og þá voru fyrstu 200 metrarnir alltof hraðir. Ég veit að hún er í formi upp á met en maður veit aldrei um taktík og annað svona. Ég get hins vegar fullyrt það að hún er í formi upp á met,“ segi Gunnar Páll. „Þó að þú viljir setja met í svona hlaupi þá snýst þetta allt um að komast upp úr riðlinum og á næsta stig. Það er númer er eitt en það er ekki nokkur spurning að hún er í formi upp á met,“ endurtekur Gunnar Páll. Hann er mjög ánægður með á hvaða róli Aníta er og þó að tíminn hafi staðist áhlaup hennar þessi þrjú ár þá er hún betri hlaupari í dag. „Hún er núna búin að hlaupa miklu meira á móti topphlaupurum í alls konar taktík. Hún var svolítið með spretthlaupurunum í styrktarþjálfun í vetur. Það sem hefur gerst í þeim styrktaræfingum er að hlaupastaðan á henni er mun betri. Þó að metið hafi ekki fallið þá er hún búin að sýna gríðarlegar framfarir,“ segir Gunnar Páll. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aníta fann andann í Ölpunum Aníta Hinriksdóttir verður í dag síðasti Íslendingurinn til að hefja keppni á ÓL í Ríó en þá verða hlaupnir undanriðlar í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta er yngst Íslendinganna en samt með reynslu af stórmótum. 17. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira
Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, er á því að hún hafi bætt sig mikið á síðustu þremur árum þrátt fyrir að hún hafi ekki náð að bæta Íslandsmetið sitt á þessum tíma. „Hún náði súper, súper árangri þegar hún setti Íslandsmetið. Mörgum finnst að hún hafi átt að bæta það á þessum þremur árum en hún fer þarna svona ung inn á topp 30 í heiminum með þeim árangri,“ segir Gunnar Páll. Aníta setti Íslandsmet sitt á móti í Mannheim 30. júní 2013 en hún hljóp þá á 2:00,49 mínútum. „Ef þú skoðar þær sem voru stjörnurnar á þessum tíma eins og Mary Cain – hún var forsíðustúlka í Bandaríkjunum og aðeins betri en Aníta – og Jessicu Judd í Bretlandi þá komust þær báðar á HM 2013 en hvorug á HM 2015 og þær eru ekki hér. Að halda sig á þessu stigi er meira en að segja það eftir að hafa slegið svona rosalega í gegn í unglingaflokki. Það er meira en að segja það að halda svona súperárangri,“ segir Gunnar Páll. Aníta náði mjög góðu hlaupi á minningarmóti um Josef Odlozil i Prag í byrjun júní en þá var hún aðeins sex hundraðshlutum frá Íslandsmetinu. „Ég veit það að það sem hún hljóp í Prag er stutt frá metinu og þá voru fyrstu 200 metrarnir alltof hraðir. Ég veit að hún er í formi upp á met en maður veit aldrei um taktík og annað svona. Ég get hins vegar fullyrt það að hún er í formi upp á met,“ segi Gunnar Páll. „Þó að þú viljir setja met í svona hlaupi þá snýst þetta allt um að komast upp úr riðlinum og á næsta stig. Það er númer er eitt en það er ekki nokkur spurning að hún er í formi upp á met,“ endurtekur Gunnar Páll. Hann er mjög ánægður með á hvaða róli Aníta er og þó að tíminn hafi staðist áhlaup hennar þessi þrjú ár þá er hún betri hlaupari í dag. „Hún er núna búin að hlaupa miklu meira á móti topphlaupurum í alls konar taktík. Hún var svolítið með spretthlaupurunum í styrktarþjálfun í vetur. Það sem hefur gerst í þeim styrktaræfingum er að hlaupastaðan á henni er mun betri. Þó að metið hafi ekki fallið þá er hún búin að sýna gríðarlegar framfarir,“ segir Gunnar Páll.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aníta fann andann í Ölpunum Aníta Hinriksdóttir verður í dag síðasti Íslendingurinn til að hefja keppni á ÓL í Ríó en þá verða hlaupnir undanriðlar í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta er yngst Íslendinganna en samt með reynslu af stórmótum. 17. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira
Aníta fann andann í Ölpunum Aníta Hinriksdóttir verður í dag síðasti Íslendingurinn til að hefja keppni á ÓL í Ríó en þá verða hlaupnir undanriðlar í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta er yngst Íslendinganna en samt með reynslu af stórmótum. 17. ágúst 2016 06:00