Aníta fann andann í Ölpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 06:00 Aníta er mætt á sínu fyrstu Ólympíuleika. vísir/anton Aníta Hinriksdóttir er aðeins tvítug en samt sem áður komin inn á sína fyrstu Ólympíuleika. Hún hefur þegar tekið þátt á HM og EM, bæði inni og úti, en núna er hún mætt á stærsta svið frjálsra íþrótta. „Já, ég er orðin spennt. Þetta er stórt skref fyrir mig,“ viðurkennir Aníta Hinriksdóttir þegar hún hitti undirritaðan í Ólympíuþorpinu. „Þetta eru skref sem okkur langaði að taka. Þetta hefur gengið nokkuð vel og það er mjög stórt takmark að vera komin hingað,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu.Heimilislegt „Ég er mjög ánægð með undirbúninginn og það er gaman að fólk í millivegalengdum er að æfa mikið á svipuðum stöðum. Ég hef hitt þau nokkrum sinnum í ár og svo aftur hér. Það er gaman að hafa svona tengsl. Þetta er svo heimilislegt þegar maður kemur hingað,“ segir Aníta brosandi. „Mér finnst það mjög gaman og ég fæ heilmikið út úr því að vera í kringum þær,“ segir Aníta. Hún fór bæði til Suður-Afríku og Sviss til að undirbúa sig sem best fyrir leikana. „Við höfum verið í þeirri stöðu að geta farið í æfingabúðir á þeim stöðum sem við vorum búin að setja í planið, fyrir tveimur til þremur árum, að okkur langaði til að fara á. Við fórum til Suður-Afríku í kringum jól og áramót og síðan til St. Moritz í sumar,“ segir Gunnar Páll. „Hvort tveggja eru staðir þar sem fremstu millivegalengdahlaupararnir í Evrópu eru að fara til. Við erum því ekki bara að tala um æfingaaðstöðuna heldur einnig um andrúmsloftið. Okkur finnst mjög gaman að vera í þessu andrúmslofti og Aníta þrífst vel í því. Það heppnaðist mjög vel,“ segir Gunnar Páll.Aníta endaði í 8. sæti á EM fyrr á árinu.vísir/epaSátt við áttunda sætið á EM „Við vorum í töluverðri hæð. Það var andi í fjöllunum og ég var með góðan félagsskap,“ segir Aníta en fann hún vel fyrir að æfa í svona mikilli hæð? „Ég fann minna fyrir því en fólk vill meina að sé venjan. Maður fann aðeins fyrir þessu fyrstu dagana,“ segir Aníta. Aníta hefur þegar keppt á fimm heims- og Evrópumeistaramótum og er því ekki algjör nýliði á stórmótum þó að þetta séu fyrstu Ólympíuleikarnir. „Ég er komin með svolitla reynslu. Ég held að það hljóti að sogast inn í undirmeðvitundina að hafa verið áður á stórmótum,“ segir Aníta. Hún náði sínum besta árangri í fullorðinsflokki utanhúss þegar hún komst í úrslit á EM fyrr í sumar. „Ég var mjög sátt við að ná áttunda sætinu á EM. Það er enn þá meiri reynsla fyrir mig að hafa fengið að hlaupa úrslitahlaup á móti utanhúss því þau eru oftast sterkari,“ segir Aníta.Komin lengra Aníta er enn ung og ætti að geta farið á tvenna til þrenna Ólympíuleika til viðbótar gangi allt upp. „Það er stefnan núna að þetta verði bara fyrstu leikarnir af mörgum,“ segir Aníta. „Aníta er bara tvítug og í frjálsum á fólk að vera að ná fram sínu besta á aldrinum 24-30 ára. Á næstu Ólympíuleikum ætti hún að vera komin á besta aldurinn. Hún er tvítug í dag og maður gæti haldið að þetta væri bara ævintýri og það að upplifa að vera hér. Hún er hins vegar komin aðeins lengra af því að hún hefur keppt á það mörgum stórum mótum,“ segir Gunnar Páll. „Út af aðstæðum á Íslandi keppir hún mikið innanhúss og hún er búin að vera fimmta bæði á HM og EM inni. Það gefur henni líka sjálfstraust að vera búin að berjast við þessar elítukonur og standa sig,“ segir Gunnar Páll. „Ég held að það verði mjög erfitt að komast áfram. Það verður mjög krefjandi verkefni en það væri mjög gaman að ná því. Það eru nokkrar sem eru í allra besta klassanum en svo er opið fyrir nokkuð margar. Það væri klárlega mjög stórt fyrir mig að komast áfram,“ segir Aníta. Þjálfari hennar vill vera bjartsýnn á það að hún komist í undanúrslitin. „Miðað við styrkleikaröðun keppenda þá lítur þetta út fyrir að vera mjög erfitt en miðað við árangurinn á EM þá á hún allavega helmingsmöguleika. Ég vil vera hinum megin við strikið og segja að það séu jafnvel meiri möguleikar en minni á að komast upp úr riðlinum. Ég er þá að byggja það á árangrinum á EM miklu frekar en styrkleikaröðun mótshaldara,“ segir Gunnar Páll. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir er aðeins tvítug en samt sem áður komin inn á sína fyrstu Ólympíuleika. Hún hefur þegar tekið þátt á HM og EM, bæði inni og úti, en núna er hún mætt á stærsta svið frjálsra íþrótta. „Já, ég er orðin spennt. Þetta er stórt skref fyrir mig,“ viðurkennir Aníta Hinriksdóttir þegar hún hitti undirritaðan í Ólympíuþorpinu. „Þetta eru skref sem okkur langaði að taka. Þetta hefur gengið nokkuð vel og það er mjög stórt takmark að vera komin hingað,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu.Heimilislegt „Ég er mjög ánægð með undirbúninginn og það er gaman að fólk í millivegalengdum er að æfa mikið á svipuðum stöðum. Ég hef hitt þau nokkrum sinnum í ár og svo aftur hér. Það er gaman að hafa svona tengsl. Þetta er svo heimilislegt þegar maður kemur hingað,“ segir Aníta brosandi. „Mér finnst það mjög gaman og ég fæ heilmikið út úr því að vera í kringum þær,“ segir Aníta. Hún fór bæði til Suður-Afríku og Sviss til að undirbúa sig sem best fyrir leikana. „Við höfum verið í þeirri stöðu að geta farið í æfingabúðir á þeim stöðum sem við vorum búin að setja í planið, fyrir tveimur til þremur árum, að okkur langaði til að fara á. Við fórum til Suður-Afríku í kringum jól og áramót og síðan til St. Moritz í sumar,“ segir Gunnar Páll. „Hvort tveggja eru staðir þar sem fremstu millivegalengdahlaupararnir í Evrópu eru að fara til. Við erum því ekki bara að tala um æfingaaðstöðuna heldur einnig um andrúmsloftið. Okkur finnst mjög gaman að vera í þessu andrúmslofti og Aníta þrífst vel í því. Það heppnaðist mjög vel,“ segir Gunnar Páll.Aníta endaði í 8. sæti á EM fyrr á árinu.vísir/epaSátt við áttunda sætið á EM „Við vorum í töluverðri hæð. Það var andi í fjöllunum og ég var með góðan félagsskap,“ segir Aníta en fann hún vel fyrir að æfa í svona mikilli hæð? „Ég fann minna fyrir því en fólk vill meina að sé venjan. Maður fann aðeins fyrir þessu fyrstu dagana,“ segir Aníta. Aníta hefur þegar keppt á fimm heims- og Evrópumeistaramótum og er því ekki algjör nýliði á stórmótum þó að þetta séu fyrstu Ólympíuleikarnir. „Ég er komin með svolitla reynslu. Ég held að það hljóti að sogast inn í undirmeðvitundina að hafa verið áður á stórmótum,“ segir Aníta. Hún náði sínum besta árangri í fullorðinsflokki utanhúss þegar hún komst í úrslit á EM fyrr í sumar. „Ég var mjög sátt við að ná áttunda sætinu á EM. Það er enn þá meiri reynsla fyrir mig að hafa fengið að hlaupa úrslitahlaup á móti utanhúss því þau eru oftast sterkari,“ segir Aníta.Komin lengra Aníta er enn ung og ætti að geta farið á tvenna til þrenna Ólympíuleika til viðbótar gangi allt upp. „Það er stefnan núna að þetta verði bara fyrstu leikarnir af mörgum,“ segir Aníta. „Aníta er bara tvítug og í frjálsum á fólk að vera að ná fram sínu besta á aldrinum 24-30 ára. Á næstu Ólympíuleikum ætti hún að vera komin á besta aldurinn. Hún er tvítug í dag og maður gæti haldið að þetta væri bara ævintýri og það að upplifa að vera hér. Hún er hins vegar komin aðeins lengra af því að hún hefur keppt á það mörgum stórum mótum,“ segir Gunnar Páll. „Út af aðstæðum á Íslandi keppir hún mikið innanhúss og hún er búin að vera fimmta bæði á HM og EM inni. Það gefur henni líka sjálfstraust að vera búin að berjast við þessar elítukonur og standa sig,“ segir Gunnar Páll. „Ég held að það verði mjög erfitt að komast áfram. Það verður mjög krefjandi verkefni en það væri mjög gaman að ná því. Það eru nokkrar sem eru í allra besta klassanum en svo er opið fyrir nokkuð margar. Það væri klárlega mjög stórt fyrir mig að komast áfram,“ segir Aníta. Þjálfari hennar vill vera bjartsýnn á það að hún komist í undanúrslitin. „Miðað við styrkleikaröðun keppenda þá lítur þetta út fyrir að vera mjög erfitt en miðað við árangurinn á EM þá á hún allavega helmingsmöguleika. Ég vil vera hinum megin við strikið og segja að það séu jafnvel meiri möguleikar en minni á að komast upp úr riðlinum. Ég er þá að byggja það á árangrinum á EM miklu frekar en styrkleikaröðun mótshaldara,“ segir Gunnar Páll.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira