Í frétt kvöldfrétta Stöðvar 2 laugardaginn 13. ágúst síðastliðinn, um þá einstaklinga sem gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, var birt röng mynd af Bryndísi Einarsdóttur en hún sækist eftir 4. sæti á lista flokksins.
Rétt mynd af Bryndísi fylgir fréttinni. Fréttastofan biðst velvirðingar á þessum leiðu mistökum.
