Sjáðu ótrúlegt heimsmetshlaup Van Niekerk Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. ágúst 2016 14:45 Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk átti óvæntasta afrek Ólympíuleikanna til þessa er hann sló 17 ára gamalt heimsmet Michael Johnson í 400 metra hlaupi. Þessi 24 ára gamli drengur hljóp metrana 400 á 43,03 sekúndum. Gamla metið var 43,18 sekúndur. Þetta ótrúlega hlaup kom mörgum í opna skjöldu. Van Niekerk var á áttundu braut og ekkert of margir að gefa honum auga fyrir hlaupið. Hann hljóp þó eins og vindurinn og lokaspretturinn var eiginlega lyginni líkastur. „Þetta var slátrun,“ sagði Johnson en hann var á vellinum og varð vitni að því er heimsmetið hans var slegið. „Van Niekerk er svo ungur. Hann gæti hlaupið undir 43 sekúndum. Ég hélt að ég gæti gert það en náði því aldrei. Usain Bolt fer að hætta og þetta gæti orðið næsta stórstjarnan í íþróttinni.“ Van Niekerk fagnaði ekkert allt of mikið eftir hlaupið. Líklega var hann í losti. „Mig hefur dreymt um þetta síðan ég var barn. Ég trúði því að þetta væri mögulegt. Ég vil þakka Michael Johnson fyrir að vera frábær fyrirmynd fyrir okkur alla. Ég lagði mig allan í þetta og þetta gekk upp,“ sagði Suður-Afríkumaðurinn. Þetta sögulega hlaup má sjá hér að ofan. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Bætti sautján ára heimsmet Michael Johnson Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk tryggði sér í nótt sigur í 400 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Ríó en hann vann úrslitahlaupið með sannfærandi hætti og á nýju heimsmeti. 15. ágúst 2016 01:59 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk átti óvæntasta afrek Ólympíuleikanna til þessa er hann sló 17 ára gamalt heimsmet Michael Johnson í 400 metra hlaupi. Þessi 24 ára gamli drengur hljóp metrana 400 á 43,03 sekúndum. Gamla metið var 43,18 sekúndur. Þetta ótrúlega hlaup kom mörgum í opna skjöldu. Van Niekerk var á áttundu braut og ekkert of margir að gefa honum auga fyrir hlaupið. Hann hljóp þó eins og vindurinn og lokaspretturinn var eiginlega lyginni líkastur. „Þetta var slátrun,“ sagði Johnson en hann var á vellinum og varð vitni að því er heimsmetið hans var slegið. „Van Niekerk er svo ungur. Hann gæti hlaupið undir 43 sekúndum. Ég hélt að ég gæti gert það en náði því aldrei. Usain Bolt fer að hætta og þetta gæti orðið næsta stórstjarnan í íþróttinni.“ Van Niekerk fagnaði ekkert allt of mikið eftir hlaupið. Líklega var hann í losti. „Mig hefur dreymt um þetta síðan ég var barn. Ég trúði því að þetta væri mögulegt. Ég vil þakka Michael Johnson fyrir að vera frábær fyrirmynd fyrir okkur alla. Ég lagði mig allan í þetta og þetta gekk upp,“ sagði Suður-Afríkumaðurinn. Þetta sögulega hlaup má sjá hér að ofan.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Bætti sautján ára heimsmet Michael Johnson Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk tryggði sér í nótt sigur í 400 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Ríó en hann vann úrslitahlaupið með sannfærandi hætti og á nýju heimsmeti. 15. ágúst 2016 01:59 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Sjá meira
Bætti sautján ára heimsmet Michael Johnson Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk tryggði sér í nótt sigur í 400 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Ríó en hann vann úrslitahlaupið með sannfærandi hætti og á nýju heimsmeti. 15. ágúst 2016 01:59