Íslensk list prýðir hótel í Ríó Vera Einarsdóttir skrifar 15. ágúst 2016 13:45 Fiðrildi eftir Kristjönu í fánalitum þátttökulandanna á Ólympíuleikunum flögra um framhlið hótelsins í tíu mínútur á dag. Verk íslensku listakonunnar Kristjönu S. Williams prýða Hótel Belmond Copacabana í Ríó í tilefni af Ólympíuleikunum. Þetta eru myndbandsverk sem varpað er á framhlið hússins, gluggalistaverk á bakhliðinni og vegglistaverk innandyra. Myndbandsverk Kristjönu var frumsýnt á framhlið Hótel Belmond Copacabana í Ríó í Brasilíu 31. júlí en í því er flögrandi fiðrildum í fánalitum þátttökulandanna á Ólympíuleikunum varpað á húsið.Kristjana er fædd og uppalin á Íslandi. Hún hefur starfað í London um árabil.Síðan hefur verkið verið sýnt á hverjum degi klukkan sjö að staðartíma í tíu mínútur í senn og flögra þá fiðrildi í fánalitum þeirra landa sem hafa náð á verðlaunapall þann dag um hótelið. Fánafiðrildin eru táknræn fyrir allar þær þjóðir sem koma saman á leikunum og er ætlað að fagna fjölbreytileikanum. Mikill fjöldi fólks var viðstaddur frumsýninguna en síðan hefur fólk safnast saman á ströndinni fyrir framan hótelið til að virða fyrir sér verk dagsins. Þá hafa yfir tvær milljónir manna skoðað myndband af verkinu sem Kristjana deildi á Facebook-síðu sinni í upphafi mánaðar. Belmond Copacabana hótelið í Ríó er hluti af Belmond-hótelkeðjunni sem rekur lúxushótel um allan heim. Hótelið er þekkt kennileiti í Ríó og ein mest myndaða bygging borgarinnar. Gluggaverkin á bakhlið hótelsins sýna hinar ýmsu stórborgir víðsvegar um heim sem hafa haldið Ólympíuleikana hingað til með augum Kristjönu. Má þar nefna London, Aþenu, Ríó og Tókýó, þar sem leikarnir verða haldnir 2020. Innandyra hanga svo verk eftir hana í móttökunni og víðar.Stórt verk eftir Kristjönu prýðir móttöku hótelsins.Kristjana er fædd og uppalin á Íslandi. Hún nam teikningu og grafíska hönnun í Central St. Martins í London og gegndi í kjölfarið starfi listræns stjórnanda Beyond the Valley í átta ár, en það er vettvangur fyrir unga og upprennandi hönnuði í Bretlandi til að koma sér á framfæri. Í dag rekur hún eigið stúdíó í London og selur myndir, ýmiss konar textíl og myndskreytt húsgögn auk þess sem von er á fatalínu í haust. Verk Kristjönu hafa víða vakið athygli og hefur hún þegar unnið til fjölda verðlauna. Má þar nefna D&AD, Clio og Grand Prix verðlaunin. Sumar af vörum Kristjönu fást í Kiosk á Laugarvegi og Kraumi i Bankastræti. Sjá nánar hér.Gluggarnir á bakhlið hótelsins eru prýddir verkum eftir Kristjönu. Þau sýna hinar ýmsu stórborgir sem hafa haldið Ólympíuleikana hingað til með hennar augum. Menning Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Brúðarbílinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Verk íslensku listakonunnar Kristjönu S. Williams prýða Hótel Belmond Copacabana í Ríó í tilefni af Ólympíuleikunum. Þetta eru myndbandsverk sem varpað er á framhlið hússins, gluggalistaverk á bakhliðinni og vegglistaverk innandyra. Myndbandsverk Kristjönu var frumsýnt á framhlið Hótel Belmond Copacabana í Ríó í Brasilíu 31. júlí en í því er flögrandi fiðrildum í fánalitum þátttökulandanna á Ólympíuleikunum varpað á húsið.Kristjana er fædd og uppalin á Íslandi. Hún hefur starfað í London um árabil.Síðan hefur verkið verið sýnt á hverjum degi klukkan sjö að staðartíma í tíu mínútur í senn og flögra þá fiðrildi í fánalitum þeirra landa sem hafa náð á verðlaunapall þann dag um hótelið. Fánafiðrildin eru táknræn fyrir allar þær þjóðir sem koma saman á leikunum og er ætlað að fagna fjölbreytileikanum. Mikill fjöldi fólks var viðstaddur frumsýninguna en síðan hefur fólk safnast saman á ströndinni fyrir framan hótelið til að virða fyrir sér verk dagsins. Þá hafa yfir tvær milljónir manna skoðað myndband af verkinu sem Kristjana deildi á Facebook-síðu sinni í upphafi mánaðar. Belmond Copacabana hótelið í Ríó er hluti af Belmond-hótelkeðjunni sem rekur lúxushótel um allan heim. Hótelið er þekkt kennileiti í Ríó og ein mest myndaða bygging borgarinnar. Gluggaverkin á bakhlið hótelsins sýna hinar ýmsu stórborgir víðsvegar um heim sem hafa haldið Ólympíuleikana hingað til með augum Kristjönu. Má þar nefna London, Aþenu, Ríó og Tókýó, þar sem leikarnir verða haldnir 2020. Innandyra hanga svo verk eftir hana í móttökunni og víðar.Stórt verk eftir Kristjönu prýðir móttöku hótelsins.Kristjana er fædd og uppalin á Íslandi. Hún nam teikningu og grafíska hönnun í Central St. Martins í London og gegndi í kjölfarið starfi listræns stjórnanda Beyond the Valley í átta ár, en það er vettvangur fyrir unga og upprennandi hönnuði í Bretlandi til að koma sér á framfæri. Í dag rekur hún eigið stúdíó í London og selur myndir, ýmiss konar textíl og myndskreytt húsgögn auk þess sem von er á fatalínu í haust. Verk Kristjönu hafa víða vakið athygli og hefur hún þegar unnið til fjölda verðlauna. Má þar nefna D&AD, Clio og Grand Prix verðlaunin. Sumar af vörum Kristjönu fást í Kiosk á Laugarvegi og Kraumi i Bankastræti. Sjá nánar hér.Gluggarnir á bakhlið hótelsins eru prýddir verkum eftir Kristjönu. Þau sýna hinar ýmsu stórborgir sem hafa haldið Ólympíuleikana hingað til með hennar augum.
Menning Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Brúðarbílinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira