Mótmæli og samstaða á Austurvelli klukkan 15: Ekki boðlegt að mótmæla gegn fólki Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. ágúst 2016 11:14 Sema Erla Serdar segir flesta telja að ný útlendingalög séu skref í rétta átt. Vísir/Samsett Boðað er til tveggja funda á Austurvelli í dag klukkan 15, þegar Alþingi kemur aftur saman eftir sumarleyfi. Annars vegar boðar Íslenska Þjóðfylkingin til mótmæla gegn nýju útlendingalögunum. Hins vegar boðar hópur fólks til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum undir myllumerkinu #ekkiímínunafni. Sema Erla Serdar segir samstöðufundinn vera svar við mótmælunum. Sigurlaug Oddný Björnsdóttir, ritari Íslensku Þjóðfylkingarinnar, segir ný útlendingalög vera arfavitlaus. „Nánast allar greinar frá 33. til 57. eru meira og minna gallaðar. Á sama tíma og aðrar þjóðir í kringum okkur eru að setja lög til þess að herða landamæraeftirlit erum við að opna landið okkar algjörlega,“ segir Sigurlaug Oddný Björnsdóttir í samtali við Vísi. „Það er enginn innan Íslensku Þjóðfylkingarinnar sem er eitthvað á móti útlendingum. Það er enginn á móti útlendingum. Stór hluti fjölskyldunnar minnar er útlendingar. Það er ekkert það sem málið snýst um. Málið er að við viljum ekki láta islamvæða landið okkar og vera jafnvel borin yfirliði af þeim öflum eins og er að gerast víða í Evrópu.“ Aðspurð segir Sigurlaug telja að töluverðar líkur séu á því að Ísland íslamvæðist. „Já það virðast vera töluverðar líkur á því miðað við það sem hefur gerst í öðrum löndum þar sem moskur hafa fengið að rísa, vegna þess að moskur eru ráðhús múslima. Þær eru ekki bænahús nema að litlum hluta. Þegar þeir eru orðnir visst margir í hverju landi, múslimarnir, þá láta þeir sjaría lög bara taka yfir í sínum ráðhúsum burtséð frá því hvaða lög eru í landinu. Þetta hefur verið reyndin og hefur verið að gerast allt í kringum okkkur,“ segir Sigurlaug.Mótmælt verður á Austurvelli í dag.Vísir/VilhelmEkki í lagi að mótmæla gegn fólki Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingairnnar í Kópavogi, er ein þeirra sem stendur fyrir samstöðufundi sem haldinn verður á sama tíma og mótmæli Íslensku Þjóðfylkingarinnar. „Það er tímabært að halda samstöðufund með flóttafólki og hælisleitendum, jafnt á Íslandi og út um allan heim. Svo er kerfið sem heldur utan um þessi mál bogið og brotið. Að margra mati eru þessi nýju útlendingalög skref í áttina að mannúðlegra og réttlátara kerfi. Og það eru svosem flestir á því,“ segir Sema Erla í samtali við Vísi. „Það er náttúrulega ekki í lagi í íslensku samfélagi að mótmæla gegn fólki, við gerum það ekki. Við getum mótmælt hinu og þessu en ekki fólki, og hvað þá fólki í neyð og minnihlutahópum í samfélaginu. Hugmyndin var semsagt sú að mæta á sama tíma og halda þennan samstöðufund og vera aðeins til hliðar, mæta í smá stund og sýna samstöðu með þessu fólki.“ Sema Erla segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld leggi sitt að mörkum til að takast á við flóttamannavandann sem nú blasi við. „Við horfum náttúrulega upp á fordæmalausa stöðu. Það hafa aldrei verið fleiri á flótta. Ísland og íslensk stjórnvöld eiga náttúrulega að leggja meira að mörkum svo að hægt sé að takast á við þessar áskoranir sem fylgja því. Við eigum að taka vel á móti flóttafólki og hælisleitendum hér eins og annars staðar.“ Tengdar fréttir Samstöðufundur með flóttamönnum og hælisleitendum á Austurvelli Boðað hefur verið til friðsamlegs samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á morgun klukkan 15. Á sama stað og sama tíma hefur Íslenska þjóðfylkingin boðað til þögulla mótmæla 14. ágúst 2016 16:35 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Sjá meira
Boðað er til tveggja funda á Austurvelli í dag klukkan 15, þegar Alþingi kemur aftur saman eftir sumarleyfi. Annars vegar boðar Íslenska Þjóðfylkingin til mótmæla gegn nýju útlendingalögunum. Hins vegar boðar hópur fólks til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum undir myllumerkinu #ekkiímínunafni. Sema Erla Serdar segir samstöðufundinn vera svar við mótmælunum. Sigurlaug Oddný Björnsdóttir, ritari Íslensku Þjóðfylkingarinnar, segir ný útlendingalög vera arfavitlaus. „Nánast allar greinar frá 33. til 57. eru meira og minna gallaðar. Á sama tíma og aðrar þjóðir í kringum okkur eru að setja lög til þess að herða landamæraeftirlit erum við að opna landið okkar algjörlega,“ segir Sigurlaug Oddný Björnsdóttir í samtali við Vísi. „Það er enginn innan Íslensku Þjóðfylkingarinnar sem er eitthvað á móti útlendingum. Það er enginn á móti útlendingum. Stór hluti fjölskyldunnar minnar er útlendingar. Það er ekkert það sem málið snýst um. Málið er að við viljum ekki láta islamvæða landið okkar og vera jafnvel borin yfirliði af þeim öflum eins og er að gerast víða í Evrópu.“ Aðspurð segir Sigurlaug telja að töluverðar líkur séu á því að Ísland íslamvæðist. „Já það virðast vera töluverðar líkur á því miðað við það sem hefur gerst í öðrum löndum þar sem moskur hafa fengið að rísa, vegna þess að moskur eru ráðhús múslima. Þær eru ekki bænahús nema að litlum hluta. Þegar þeir eru orðnir visst margir í hverju landi, múslimarnir, þá láta þeir sjaría lög bara taka yfir í sínum ráðhúsum burtséð frá því hvaða lög eru í landinu. Þetta hefur verið reyndin og hefur verið að gerast allt í kringum okkkur,“ segir Sigurlaug.Mótmælt verður á Austurvelli í dag.Vísir/VilhelmEkki í lagi að mótmæla gegn fólki Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingairnnar í Kópavogi, er ein þeirra sem stendur fyrir samstöðufundi sem haldinn verður á sama tíma og mótmæli Íslensku Þjóðfylkingarinnar. „Það er tímabært að halda samstöðufund með flóttafólki og hælisleitendum, jafnt á Íslandi og út um allan heim. Svo er kerfið sem heldur utan um þessi mál bogið og brotið. Að margra mati eru þessi nýju útlendingalög skref í áttina að mannúðlegra og réttlátara kerfi. Og það eru svosem flestir á því,“ segir Sema Erla í samtali við Vísi. „Það er náttúrulega ekki í lagi í íslensku samfélagi að mótmæla gegn fólki, við gerum það ekki. Við getum mótmælt hinu og þessu en ekki fólki, og hvað þá fólki í neyð og minnihlutahópum í samfélaginu. Hugmyndin var semsagt sú að mæta á sama tíma og halda þennan samstöðufund og vera aðeins til hliðar, mæta í smá stund og sýna samstöðu með þessu fólki.“ Sema Erla segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld leggi sitt að mörkum til að takast á við flóttamannavandann sem nú blasi við. „Við horfum náttúrulega upp á fordæmalausa stöðu. Það hafa aldrei verið fleiri á flótta. Ísland og íslensk stjórnvöld eiga náttúrulega að leggja meira að mörkum svo að hægt sé að takast á við þessar áskoranir sem fylgja því. Við eigum að taka vel á móti flóttafólki og hælisleitendum hér eins og annars staðar.“
Tengdar fréttir Samstöðufundur með flóttamönnum og hælisleitendum á Austurvelli Boðað hefur verið til friðsamlegs samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á morgun klukkan 15. Á sama stað og sama tíma hefur Íslenska þjóðfylkingin boðað til þögulla mótmæla 14. ágúst 2016 16:35 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Sjá meira
Samstöðufundur með flóttamönnum og hælisleitendum á Austurvelli Boðað hefur verið til friðsamlegs samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á morgun klukkan 15. Á sama stað og sama tíma hefur Íslenska þjóðfylkingin boðað til þögulla mótmæla 14. ágúst 2016 16:35