Sport

Er ekki næsta Bolt eða Phelps heldur fyrsta Simone Biles

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Simone Biles.
Simone Biles. vísir/getty
Fimleikastúlkan Simone Biles hefur heldur betur slegið í gegn á ÓL í Ríó.

Hún sýndi ótrúleg tilþrif er hún vann fjölþrautina og bætti svo við sig gulli í stökki í gær. Hún tekur svo þátt í úrslitum á jafnvægsslá í dag og er líkleg til afreka.

Henni hefur mikið verið hrósað og talað um í fjölmiðlum að hún sé næsta Usain Bolt eða Michael Phelps. Hún er ekki hrifin af slíku tali.

„Ég er ekki næsta Bolt eða Phelps heldur fyrsta Simone Biles,“ sagði bandaríska stúlkan ákveðin en sumir segja að hún sé besta fimleikakona allra tíma. Stór orð.

Biles á enn möguleika á því að vinna fimm gullverðlaun á leikunum í Ríó.


Tengdar fréttir

Biles tók þriðja gullið | Myndir

Bandaríska fimleikadrottningin Simone Biles náði í dag í sín þriðju gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×