Toppslagur í Grafarvoginum | Stórleikur í Garðabænum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. ágúst 2016 08:00 Úr fyrri leik FH og Fjölnis sem Fimleikafélagið vann 2-0. vísir/anton Fimmtánda umferð Pepsi-deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Í Grafarvoginum mætast Fjölnir og topplið FH. Fjölnismenn eru í 3. sæti deildarinnar með 26 stig og geta með sigri farið á toppinn, að því gefnu að Stjarnan vinni ekki KR. Fjölnismenn fengu tækifæri til að komast á toppinn fyrir nokkrum umferðum en féllu á prófinu. Það verður því áhugavert að sjá hvernig þeim gengur gegn Íslandsmeisturunum sem töpuðu fyrir KR í síðustu umferð. FH vann fyrri leik liðanna í Kaplakrika með tveimur mörkum gegn engu. Eftir hann fóru Fjölnismenn á mikið flug og unnu fjóra af næstu fimm leikjum sínum. Leikur Fjölnis og FH hefst klukkan 18:00 en á sama tíma hefjast tveir aðrir leikir. ÍA og Víkingur Ó. mætast í Vesturlandsslag og Breiðablik tekur á móti botnliði Þróttar. ÍA og Víkingur Ó. hafa mæst þrisvar sinnum í efstu deild og tölfræðin er Víkingum í vil. Þeir hafa unnið alla þessa þrjá leiki með markatölunni 9-0. Síðast þegar þessi lið mættust á Akranesi, 18. september 2013, unnu Ólsarar 0-5. Það er eitt af þremur stærstu töpum ÍA í efstu deild frá upphafi. Víkingur vann svo fyrri leik liðanna í ár með þremur mörkum gegn engu. Einar Hjörleifsson, markvörður Ólsara, átti stórleik í þeim leik og varði m.a. vítaspyrnu frá Garðari Gunnlaugssyni. Liðin eru í 8. og 9. sæti deildarinnar og aðeins einu stigi munar á þeim. Blikar hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu tveimur leikjum sínum og þurfa nauðsynlega á sigri að halda gegn Þrótti. Þróttarar sitja á botni deildarinnar með átta stig, níu stigum frá öruggu sæti. Þeir hafa aðeins unnið tvo sigra í sumar en annar þeirra kom gegn Blikum í 4. umferð. Dion Acoff og Vilhjálmur Pálmason skoruðu í 2-0 sigri Þróttara sem voru einum fleiri í rúman hálfleik eftir að Arnór Sveinn Aðalsteinsson, fyrirliði Breiðabliks, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok fyrri hálfleik. Í síðasta leik kvöldsins fá Stjörnumenn KR-inga í heimsókn. Bæði lið koma á góðri siglingu inn í leikinn. Stjörnumenn hafa fengið 13 stig í síðustu fimm leikjum sínum á meðan KR-ingar hafa unnið þrjá af síðustu fjórum. Stjörnumenn gætu farið á toppinn með sigri en það veltur einnig á úrslitunum í leik Fjölnis og FH.Leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Toppslagur Fjölnis og FH verður einnig í beinni á Stöð 2 Sport HD. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Fimmtánda umferð Pepsi-deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Í Grafarvoginum mætast Fjölnir og topplið FH. Fjölnismenn eru í 3. sæti deildarinnar með 26 stig og geta með sigri farið á toppinn, að því gefnu að Stjarnan vinni ekki KR. Fjölnismenn fengu tækifæri til að komast á toppinn fyrir nokkrum umferðum en féllu á prófinu. Það verður því áhugavert að sjá hvernig þeim gengur gegn Íslandsmeisturunum sem töpuðu fyrir KR í síðustu umferð. FH vann fyrri leik liðanna í Kaplakrika með tveimur mörkum gegn engu. Eftir hann fóru Fjölnismenn á mikið flug og unnu fjóra af næstu fimm leikjum sínum. Leikur Fjölnis og FH hefst klukkan 18:00 en á sama tíma hefjast tveir aðrir leikir. ÍA og Víkingur Ó. mætast í Vesturlandsslag og Breiðablik tekur á móti botnliði Þróttar. ÍA og Víkingur Ó. hafa mæst þrisvar sinnum í efstu deild og tölfræðin er Víkingum í vil. Þeir hafa unnið alla þessa þrjá leiki með markatölunni 9-0. Síðast þegar þessi lið mættust á Akranesi, 18. september 2013, unnu Ólsarar 0-5. Það er eitt af þremur stærstu töpum ÍA í efstu deild frá upphafi. Víkingur vann svo fyrri leik liðanna í ár með þremur mörkum gegn engu. Einar Hjörleifsson, markvörður Ólsara, átti stórleik í þeim leik og varði m.a. vítaspyrnu frá Garðari Gunnlaugssyni. Liðin eru í 8. og 9. sæti deildarinnar og aðeins einu stigi munar á þeim. Blikar hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu tveimur leikjum sínum og þurfa nauðsynlega á sigri að halda gegn Þrótti. Þróttarar sitja á botni deildarinnar með átta stig, níu stigum frá öruggu sæti. Þeir hafa aðeins unnið tvo sigra í sumar en annar þeirra kom gegn Blikum í 4. umferð. Dion Acoff og Vilhjálmur Pálmason skoruðu í 2-0 sigri Þróttara sem voru einum fleiri í rúman hálfleik eftir að Arnór Sveinn Aðalsteinsson, fyrirliði Breiðabliks, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok fyrri hálfleik. Í síðasta leik kvöldsins fá Stjörnumenn KR-inga í heimsókn. Bæði lið koma á góðri siglingu inn í leikinn. Stjörnumenn hafa fengið 13 stig í síðustu fimm leikjum sínum á meðan KR-ingar hafa unnið þrjá af síðustu fjórum. Stjörnumenn gætu farið á toppinn með sigri en það veltur einnig á úrslitunum í leik Fjölnis og FH.Leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Toppslagur Fjölnis og FH verður einnig í beinni á Stöð 2 Sport HD.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira