Snerting að hætti Dimitars Berbatov Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. ágúst 2016 06:00 Sigurður Egill nýbúinn að leika á Derby Carillo og býr sig undir að renna boltanum í autt markið. mynd/hafliði breiðfjörð Sigurður Egill Lárusson gleymir bikarúrslitaleiknum 2016 eflaust ekki í bráð en hann skoraði bæði mörk Vals í öruggum 2-0 sigri. Valsmenn, sem áttu titil að verja, mættu Eyjamönnum í úrslitaleiknum á laugardaginn og kláruðu leikinn á fyrstu 20 mínútunum. Eyjamenn réðu ekkert við vel útfærða pressu Valsmanna og vörn ÍBV átti í stökustu vandræðum með hreyfanlega sóknarmenn Vals. „Við byrjuðum leikinn mjög vel og það var gott að fá markið svona snemma. Það minnkaði skrekkinn í liðinu og svo höfðum við kannski reynsluna fram yfir ÍBV,“ sagði Sigurður í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann kom Val yfir strax á 8. mínútu þegar hann tók boltann skemmtilega með sér fram hjá Jonathan Barden, hægri bakverði ÍBV, lék á markvörðinn Derby Carillo og renndi svo boltanum í autt markið. „Þetta var svolítið skemmtileg snerting,“ sagði Sigurður sem hefur verið duglegur að æfa hreyfingar sem þessar. „Við förum alltaf fyrir æfingar og sendum langar sendingar og æfum svona „Berbatov touch“, að drepa boltann. Það er greinilega að skila sér,“ sagði Sigurður og bætti því við að hann væri nú sennilega aðeins sneggri en Búlgarinn eitursvali.Sigurður Egill kyssir bikarinn.mynd/hafliði breiðfjörðSeinna mark Sigurðar kom eftir 20 mínútna leik og var sömuleiðis í laglegri kantinum. Sigurður rak þá smiðshöggið á góða sókn Valsmanna sem voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. „Þetta var ótrúlega flott sókn og það eru fá lið sem eiga möguleika gegn okkur þegar við eigum góðan dag,“ sagði Sigurður. Hann kvaðst ánægður með að Valsmönnum hefði tekist að klára leikinn, nokkuð sem hefur stundum vantað í sumar. „Við höfum nokkrum sinnum verið 2-1 yfir í sumar en fengið á okkur jöfnunarmark, þannig að við ætluðum bara að vera þéttir til baka. Þetta var kannski ekki skemmtilegasti seinni hálfleikurinn en við vorum agaðir og ætluðum að halda þetta út,“ sagði Sigurður. Valur varð sem áður sagði bikarmeistari í fyrra eftir 2-0 sigur á KR í úrslitaleik. Þá gáfu Valsmenn hins vegar hressilega eftir og náðu aðeins í níu stig í síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni. Sigurður segir að Valsmenn ætli ekki að láta það koma fyrir aftur. „Það er alveg klárt. Við ætlum klárlega að gera betur og enda eins ofarlega og hægt er,“ sagði Sigurður en Valur situr í 6. sæti Pepsi-deildarinnar. Næsti leikur Valsmanna er gegn Víkingi R., uppeldisfélagi Sigurðar. Sigurður verður samningslaus eftir tímabilið og það er því óhætt að segja að hann hafi styrkt samningsstöðu sína með mörkunum tveimur í bikarúrslitaleiknum. Hann ætlar að halda öllum möguleikum opnum og segir að draumurinn sé að komast í atvinnumennsku. „Ég skoða bara allt eftir tímabilið og hvað er í boði,“ sagði Sigurður. „Mig langar og ég hef metnað til að komast út. Ég vinn að því og hef lagt aukalega á mig, sérstaklega síðustu tvö ár, og mér finnst það vera að skila sér.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Sigurður Egill Lárusson gleymir bikarúrslitaleiknum 2016 eflaust ekki í bráð en hann skoraði bæði mörk Vals í öruggum 2-0 sigri. Valsmenn, sem áttu titil að verja, mættu Eyjamönnum í úrslitaleiknum á laugardaginn og kláruðu leikinn á fyrstu 20 mínútunum. Eyjamenn réðu ekkert við vel útfærða pressu Valsmanna og vörn ÍBV átti í stökustu vandræðum með hreyfanlega sóknarmenn Vals. „Við byrjuðum leikinn mjög vel og það var gott að fá markið svona snemma. Það minnkaði skrekkinn í liðinu og svo höfðum við kannski reynsluna fram yfir ÍBV,“ sagði Sigurður í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann kom Val yfir strax á 8. mínútu þegar hann tók boltann skemmtilega með sér fram hjá Jonathan Barden, hægri bakverði ÍBV, lék á markvörðinn Derby Carillo og renndi svo boltanum í autt markið. „Þetta var svolítið skemmtileg snerting,“ sagði Sigurður sem hefur verið duglegur að æfa hreyfingar sem þessar. „Við förum alltaf fyrir æfingar og sendum langar sendingar og æfum svona „Berbatov touch“, að drepa boltann. Það er greinilega að skila sér,“ sagði Sigurður og bætti því við að hann væri nú sennilega aðeins sneggri en Búlgarinn eitursvali.Sigurður Egill kyssir bikarinn.mynd/hafliði breiðfjörðSeinna mark Sigurðar kom eftir 20 mínútna leik og var sömuleiðis í laglegri kantinum. Sigurður rak þá smiðshöggið á góða sókn Valsmanna sem voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. „Þetta var ótrúlega flott sókn og það eru fá lið sem eiga möguleika gegn okkur þegar við eigum góðan dag,“ sagði Sigurður. Hann kvaðst ánægður með að Valsmönnum hefði tekist að klára leikinn, nokkuð sem hefur stundum vantað í sumar. „Við höfum nokkrum sinnum verið 2-1 yfir í sumar en fengið á okkur jöfnunarmark, þannig að við ætluðum bara að vera þéttir til baka. Þetta var kannski ekki skemmtilegasti seinni hálfleikurinn en við vorum agaðir og ætluðum að halda þetta út,“ sagði Sigurður. Valur varð sem áður sagði bikarmeistari í fyrra eftir 2-0 sigur á KR í úrslitaleik. Þá gáfu Valsmenn hins vegar hressilega eftir og náðu aðeins í níu stig í síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni. Sigurður segir að Valsmenn ætli ekki að láta það koma fyrir aftur. „Það er alveg klárt. Við ætlum klárlega að gera betur og enda eins ofarlega og hægt er,“ sagði Sigurður en Valur situr í 6. sæti Pepsi-deildarinnar. Næsti leikur Valsmanna er gegn Víkingi R., uppeldisfélagi Sigurðar. Sigurður verður samningslaus eftir tímabilið og það er því óhætt að segja að hann hafi styrkt samningsstöðu sína með mörkunum tveimur í bikarúrslitaleiknum. Hann ætlar að halda öllum möguleikum opnum og segir að draumurinn sé að komast í atvinnumennsku. „Ég skoða bara allt eftir tímabilið og hvað er í boði,“ sagði Sigurður. „Mig langar og ég hef metnað til að komast út. Ég vinn að því og hef lagt aukalega á mig, sérstaklega síðustu tvö ár, og mér finnst það vera að skila sér.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira