Jamaískur sigur í 100 metra hlaupi kvenna | Farah datt en vann samt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2016 12:41 Thompson vann öruggan sigur í 100 metra hlaupinu. vísir/getty Elaine Thompson frá Jamaíku vann í nótt til gullverðlauna í 100 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó. Landa hennar Shelly-Ann Fraser-Pryce þótti mjög sigurstrangleg en hún stefndi að því að vinna gull á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Fraser-Pryce náði hins vegar aðeins 3. sæti en Thompson sýndi mikinn styrk og kom fyrst í mark á 10,71 sekúndu sem er aðeins einu sekúndubroti frá hennar besta tíma. Tori Bowie frá Bandaríkjunum varð í 2. sæti á 10,83 sekúndum.Mo Farah hrósaði sigri í 10.000 metra hlaupi og varð þar með fyrsti breski frjálsíþróttamaðurinn sem vinnur til þrennra gullverðlauna á Ólympíuleikum. Farah missti fótana í miðju hlaupi eftir að Bandaríkjamaðurinn Galen Rupp rakst á hann. Farah lét það ekki á sig fá og kom fyrstur í mark á 27:05,17 mínútum, 47 sekúndubrotum á undan Paul Tanui frá Kenýa. Tamirat Tola frá Eþíópíu tók bronsið á 27:06,26. Bandaríkjamaðurinn Jeff Henderson vann til gullverðlauna í langstökki karla með stökki upp á 8,38 metra. Luvo Manyonga frá Suður-Afríku kom næstur, aðeins 0,01 metra á eftir Henderson. Bretinn Greg Rutherford endaði í 3. sæti en hann stökk 8,29 metra.Hin belgíska Nafi Thiam hafði betur gegn hinni bresku Jessicu Ennis-Hill í sjöþraut kvenna. Thiam fékk alls 6810 stig, 35 stigum á undan Ennis-Hill sem vann gull á heimavelli fyrir fjórum árum. Thiam endaði aðeins í 19. sæti í 800 metra hlaupinu, lokagreininni, en hún hafði komið sér í góða stöðu með því að vinna langstökkið og lenda í 3. sæti í spjótkastinu. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira
Elaine Thompson frá Jamaíku vann í nótt til gullverðlauna í 100 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó. Landa hennar Shelly-Ann Fraser-Pryce þótti mjög sigurstrangleg en hún stefndi að því að vinna gull á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Fraser-Pryce náði hins vegar aðeins 3. sæti en Thompson sýndi mikinn styrk og kom fyrst í mark á 10,71 sekúndu sem er aðeins einu sekúndubroti frá hennar besta tíma. Tori Bowie frá Bandaríkjunum varð í 2. sæti á 10,83 sekúndum.Mo Farah hrósaði sigri í 10.000 metra hlaupi og varð þar með fyrsti breski frjálsíþróttamaðurinn sem vinnur til þrennra gullverðlauna á Ólympíuleikum. Farah missti fótana í miðju hlaupi eftir að Bandaríkjamaðurinn Galen Rupp rakst á hann. Farah lét það ekki á sig fá og kom fyrstur í mark á 27:05,17 mínútum, 47 sekúndubrotum á undan Paul Tanui frá Kenýa. Tamirat Tola frá Eþíópíu tók bronsið á 27:06,26. Bandaríkjamaðurinn Jeff Henderson vann til gullverðlauna í langstökki karla með stökki upp á 8,38 metra. Luvo Manyonga frá Suður-Afríku kom næstur, aðeins 0,01 metra á eftir Henderson. Bretinn Greg Rutherford endaði í 3. sæti en hann stökk 8,29 metra.Hin belgíska Nafi Thiam hafði betur gegn hinni bresku Jessicu Ennis-Hill í sjöþraut kvenna. Thiam fékk alls 6810 stig, 35 stigum á undan Ennis-Hill sem vann gull á heimavelli fyrir fjórum árum. Thiam endaði aðeins í 19. sæti í 800 metra hlaupinu, lokagreininni, en hún hafði komið sér í góða stöðu með því að vinna langstökkið og lenda í 3. sæti í spjótkastinu.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira