Í kvöld mætast Breiðablik og ÍBV í bikarúrslitaleik kvenna.
Blikar stefna að því að vinna sinn tíunda bikarmeistaratitil en liðið vann titilinn síðast fyrir þremur árum. ÍBV hefur aðeins einu sinni orðið bikarmeistari, árið 2004.
Hjá körlunum mætast Valur og ÍBV. Valsmenn eru ríkjandi bikarmeistarar en þeir unnu KR 2-0 í bikarúrslitaleiknum í fyrra.
Valur hefur tíu sinnum orðið bikarmeistari en ÍBV fjórum sinnum.
KSÍ hefur gefið út sérstakar leikskrár fyrir bikarúrslitaleikina tvo en þær má nálgast hér að neðan.
Leikirnir verða báðir sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Kvennaleikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld og karlaleikurinn klukkan 16:00 á morgun.