Sport

Búlgörsk hlaupakona féll á lyfjaprófi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Danekova komst ekki í úrslit á Ólympíuleikunum í London.
Danekova komst ekki í úrslit á Ólympíuleikunum í London. vísir/getty
Búlgarska hlaupakonan Silvia Danekova féll á lyfjaprófi skömmu eftir komuna til Ríó þar sem Ólympíuleikarnir 2016 fara fram.

Efnið EPO fannst í sýni Danekovu sem hefur verið sett í ótímabundið bann á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr B-sýni hennar.

Danekova átti að keppa í 3000 metra hindrunarhlaupi á morgun en nú er ljóst að ekkert verður af þátttöku hennar.

Hin 33 ára gamla Danekova keppti í 3000 metra hindrunarhlaupi á Ólympíuleikunum í London en komst ekki í úrslit.

Þetta er ekki fyrsta lyfjamálið sem kemur upp hjá búlgörskum íþróttamönnum í tengslum við Ólympíuleikana í Ríó.

Áður var búið að banna öllu kraftlyftingaliði Búlgaríu að keppa á Ólympíuleikunum eftir að þeir féllu á lyfjaprófi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×