Hér er dýrt að skulda Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. ágúst 2016 07:00 Allt tal um nauðsyn þess að afnema verðtryggingu á fasteignalánum er froðusnakk sett fram til þess að blekkja og afvegaleiða umræðuna. Verðtrygging lána er ekki vandamálið, heldur verðbólga og öfgafullar hagsveiflur sem hér eru landlægar. Verðtrygging er bara tól til að milda höggin sem óstjórn í efnahagsmálum og pínulítill gjaldmiðill leiða reglulega yfir landsmenn. Vandanum smurt á 25 til 40 ár. Í frétt blaðsins í gær kom enda fram að nær helmingur allra nýrra lána bankanna til íbúðakaupa eru svokölluð Íslandslán, verðtryggð lán til 40 ára. Þá sást vel í hruninu hvernig farið var með óverðtryggð lán þegar fólk réð ekki lengur við mánaðarlegar afborganir þeirra, afborganir voru stilltar af en mismuninum bætt við höfuðstól lánsins. Og hvað er það annað en form verðtryggingar? Ef til vill væri ráð, næst þegar einhver opnar munninn um nauðsyn þess að afnema verðtryggingu, að velta fyrir sér hverra hagsmuna sá hinn sami er að gæta. Tilfellið er nefnilega að á meðan allur almenningur ber byrðarnar sem fylgja krónunni og verðbólgu þá þurfa þeir sem eiga peninga á sama tíma minna að hafa fyrir lífinu. Núna er verðbólga í lágmarki og því spáð að hún fari undir neðri vikmörk þau sem Seðlabankinn setur í verðbólgumarkmiði sínu. Þessi staða er til komin vegna efnahagsþróunar úti í hinum stóra heimi, lágs olíuverðs og gjaldeyrishafta sem hér hafa tryggt stöðugleika gjaldmiðilsins. Fyrir dyrum er hins vegar afnám hafta og ljóst að aðstæður ytra eiga eftir að breytast. Þótt olía lækki um tíma er vitað mál að hún á eftir að hækka síðar, enda takmörkuð auðlind. Á meðan hér er búið við krónu og fyrirséð að sveiflugangur íslenska hagkerfisins haldi áfram, væri glapræði að koma í veg fyrir að fólk geti tekið verðtryggð lán. Hvort verðtryggð lán þurfa endilega að vera til 40 ára er hins vegar önnur saga. Slík tímalengd fasteignalána er náttúrlega bara til þess gerð að fita bankakerfið. Tilfellið er að samkvæmt lánareikni Landsbankans (og þá miðað við þriggja prósenta verðbólgu, en ekki lágmarksverðbólgu eins og sjálfgefið er í reiknivélinni) þá eru mánaðarlegar afborganir 25 milljóna króna láns til 40 ára í byrjun ekki nema tæpum 24 þúsund krónum lægri en af 25 ára láni. Mismunur á afborguninni er reyndar kominn í rúmar 49 þúsund krónur eftir 25 ár, í þrjú hundruðustu afborguninni, en munurinn er sá, að sá sem tók skemmra lánið hefur greitt það upp að fullu, en hinn skuldar bankanum sínum enn 24,2 milljónir króna af 25 milljón króna láni sínu og á eftir að borga af því í 15 ár í viðbót. Þó að fólk kunni að muna um 25 þúsund kallinn í byrjun, þá er það andrými ansi dýru verði keypt.Birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. ágúst 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Allt tal um nauðsyn þess að afnema verðtryggingu á fasteignalánum er froðusnakk sett fram til þess að blekkja og afvegaleiða umræðuna. Verðtrygging lána er ekki vandamálið, heldur verðbólga og öfgafullar hagsveiflur sem hér eru landlægar. Verðtrygging er bara tól til að milda höggin sem óstjórn í efnahagsmálum og pínulítill gjaldmiðill leiða reglulega yfir landsmenn. Vandanum smurt á 25 til 40 ár. Í frétt blaðsins í gær kom enda fram að nær helmingur allra nýrra lána bankanna til íbúðakaupa eru svokölluð Íslandslán, verðtryggð lán til 40 ára. Þá sást vel í hruninu hvernig farið var með óverðtryggð lán þegar fólk réð ekki lengur við mánaðarlegar afborganir þeirra, afborganir voru stilltar af en mismuninum bætt við höfuðstól lánsins. Og hvað er það annað en form verðtryggingar? Ef til vill væri ráð, næst þegar einhver opnar munninn um nauðsyn þess að afnema verðtryggingu, að velta fyrir sér hverra hagsmuna sá hinn sami er að gæta. Tilfellið er nefnilega að á meðan allur almenningur ber byrðarnar sem fylgja krónunni og verðbólgu þá þurfa þeir sem eiga peninga á sama tíma minna að hafa fyrir lífinu. Núna er verðbólga í lágmarki og því spáð að hún fari undir neðri vikmörk þau sem Seðlabankinn setur í verðbólgumarkmiði sínu. Þessi staða er til komin vegna efnahagsþróunar úti í hinum stóra heimi, lágs olíuverðs og gjaldeyrishafta sem hér hafa tryggt stöðugleika gjaldmiðilsins. Fyrir dyrum er hins vegar afnám hafta og ljóst að aðstæður ytra eiga eftir að breytast. Þótt olía lækki um tíma er vitað mál að hún á eftir að hækka síðar, enda takmörkuð auðlind. Á meðan hér er búið við krónu og fyrirséð að sveiflugangur íslenska hagkerfisins haldi áfram, væri glapræði að koma í veg fyrir að fólk geti tekið verðtryggð lán. Hvort verðtryggð lán þurfa endilega að vera til 40 ára er hins vegar önnur saga. Slík tímalengd fasteignalána er náttúrlega bara til þess gerð að fita bankakerfið. Tilfellið er að samkvæmt lánareikni Landsbankans (og þá miðað við þriggja prósenta verðbólgu, en ekki lágmarksverðbólgu eins og sjálfgefið er í reiknivélinni) þá eru mánaðarlegar afborganir 25 milljóna króna láns til 40 ára í byrjun ekki nema tæpum 24 þúsund krónum lægri en af 25 ára láni. Mismunur á afborguninni er reyndar kominn í rúmar 49 þúsund krónur eftir 25 ár, í þrjú hundruðustu afborguninni, en munurinn er sá, að sá sem tók skemmra lánið hefur greitt það upp að fullu, en hinn skuldar bankanum sínum enn 24,2 milljónir króna af 25 milljón króna láni sínu og á eftir að borga af því í 15 ár í viðbót. Þó að fólk kunni að muna um 25 þúsund kallinn í byrjun, þá er það andrými ansi dýru verði keypt.Birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. ágúst 2016
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun