Ragnheiður Elín vill halda í 1. sætið í Suðurkjördæmi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 15:14 Ragnheiður Elín Árnadóttir. visir/anton Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer laugardaginn 10. september næstkomandi. Ragnheiður greinir frá framboðinu á sérstakri Facebook-síðu þess þar sem segir meðal annars: „Ég hef verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í sjö ár og leitt flokkinn í kjördæminu í gegnum tvennar kosningar. Á þeim tíma hefur Suðurkjördæmi orðið eitt sterkasta vígi flokksins á landsvísu. Það hafa verið sannkölluð forréttindi að vinna með öllu því kröftuga og öfluga fólki sem í kjördæminu býr að fjölmörgum viðfangsefnum, stórum og smáum. Ég býð mig fram til áframhaldandi forystu í kjördæminu og óska eftir stuðningi í 1. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í prófkjöri flokksins 10. september.“ Þá rekur Ragnheiður árangur sinn á kjörtímabilinu sem iðnaðar-og viðskiptaráðherra. Segist hún hafa lagt áherslu á að stuðla að aukinni atvinnuuppbyggingu með því að bæta umgjörð atvinnulífsins, til að mynda með því að einfalda regluverk og efla nýsköpun. Ferðaþjónustan og síaukinn ferðamannastraumur hafa mjög verið í brennidepli í ráðherratíð Ragnheiðar. Hún lagði fram frumvarp um náttúrupassa á vorþingi 2015 en það mætti mikilli andstöðu, ekki aðeins á Alþingi heldur einnig hjá hagsmunaaðilum í ferðaþjónustunni. Það varð því ekkert úr því að frumvarpið yrði að lögum en framboðssíðunni segir Ragnheiður þetta um málefni ferðaþjónustunnar: „Málefni ferðaþjónustunnar eru komin í skýran farveg með stefnu til framtíðar - Vegvísi í ferðaþjónustu - og Stjórnstöð ferðamála og aldrei hefur meiri fjármunum verið veitt til uppbyggingar á fjölsóttum ferðamannastöðum eins og á þessu kjörtímabili, eða 2,3 milljörðum króna.“ Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Ásmundur mátar sig við 1. sæti í Suður-kjördæmi Ásmundur Friðriksson sér tækifæri eftir niðurstöðu nýrrar könnunar. 28. júlí 2016 13:23 Lögreglustjórinn í Eyjum fer fyrir stuðningsmönnum Elliða Nýleg könnun sýnir yfirburði Elliða Vignissonar í Suðurkjördæmi. 18. júlí 2016 15:12 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar-og viðskiptaráðherra sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer laugardaginn 10. september næstkomandi. Ragnheiður greinir frá framboðinu á sérstakri Facebook-síðu þess þar sem segir meðal annars: „Ég hef verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í sjö ár og leitt flokkinn í kjördæminu í gegnum tvennar kosningar. Á þeim tíma hefur Suðurkjördæmi orðið eitt sterkasta vígi flokksins á landsvísu. Það hafa verið sannkölluð forréttindi að vinna með öllu því kröftuga og öfluga fólki sem í kjördæminu býr að fjölmörgum viðfangsefnum, stórum og smáum. Ég býð mig fram til áframhaldandi forystu í kjördæminu og óska eftir stuðningi í 1. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í prófkjöri flokksins 10. september.“ Þá rekur Ragnheiður árangur sinn á kjörtímabilinu sem iðnaðar-og viðskiptaráðherra. Segist hún hafa lagt áherslu á að stuðla að aukinni atvinnuuppbyggingu með því að bæta umgjörð atvinnulífsins, til að mynda með því að einfalda regluverk og efla nýsköpun. Ferðaþjónustan og síaukinn ferðamannastraumur hafa mjög verið í brennidepli í ráðherratíð Ragnheiðar. Hún lagði fram frumvarp um náttúrupassa á vorþingi 2015 en það mætti mikilli andstöðu, ekki aðeins á Alþingi heldur einnig hjá hagsmunaaðilum í ferðaþjónustunni. Það varð því ekkert úr því að frumvarpið yrði að lögum en framboðssíðunni segir Ragnheiður þetta um málefni ferðaþjónustunnar: „Málefni ferðaþjónustunnar eru komin í skýran farveg með stefnu til framtíðar - Vegvísi í ferðaþjónustu - og Stjórnstöð ferðamála og aldrei hefur meiri fjármunum verið veitt til uppbyggingar á fjölsóttum ferðamannastöðum eins og á þessu kjörtímabili, eða 2,3 milljörðum króna.“
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Ásmundur mátar sig við 1. sæti í Suður-kjördæmi Ásmundur Friðriksson sér tækifæri eftir niðurstöðu nýrrar könnunar. 28. júlí 2016 13:23 Lögreglustjórinn í Eyjum fer fyrir stuðningsmönnum Elliða Nýleg könnun sýnir yfirburði Elliða Vignissonar í Suðurkjördæmi. 18. júlí 2016 15:12 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Ásmundur mátar sig við 1. sæti í Suður-kjördæmi Ásmundur Friðriksson sér tækifæri eftir niðurstöðu nýrrar könnunar. 28. júlí 2016 13:23
Lögreglustjórinn í Eyjum fer fyrir stuðningsmönnum Elliða Nýleg könnun sýnir yfirburði Elliða Vignissonar í Suðurkjördæmi. 18. júlí 2016 15:12