Efimova svarar fyrir sig: Lygar í blöðunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. ágúst 2016 22:30 Efimova með silfurverðlaunin sem margir segja að hún hafi aldrei átt að fá. vísir/getty Rússneska sundkonan Yulia Efimova er orðinn ákveðinn holdgervingur rússneska lyfjasvindlsins. Efimova hefur fallið tvisvar á lyfjaprófi en seinna banninu var aflétt án útskýringa svo hún gæti tekið þátt á ÓL. Þar hefur verið baulað á hana og aðrar sundkonur ekki viljað tala við hana. Hún varð síðan í öðru sæti í 100 metra bringusundinu. Mörgum til mikillar gleði. Átök hennar og Ólympíumeistarans voru í fjölmiðlum um allan heim. „Ég skil fólkið sem óskar mér ekki til hamingju með árangurinn því blöðin eru full af lygasögum um mig,“ sagði Efimova sem hefur ekki viljað tjá sig til þessa.Sjá einnig: Það er hægt að vinna án þess að svindla „Allir íþróttamenn ættu ekki að taka þátt í pólitík. Þeir horfa sama bara á sjónvarpið og lesa blöðin. Trúa svo öllu sem þar stendur. Ég hélt að kalda stríðinu væri löngu lokið. Af hverju að byrja það aftur með því að nota íþróttir?“ Efimova var dæmd í 16 mánaða bann árið 2013 og féll svo á lyfjaprófi fyrr á þessu ári. Þá hafði hún notað meldóníum. Sama lyf og tenniskonan Maria Sharapova var dæmd í bann fyrir. „Ég gerði einu sinni mistök og fékk 16 mánaða bann. Seinna skiptið var ekki mér að kenna. Ef Alþjóða lyfjaeftirlitið segir á morgun að það sé bannað að borða jógúrt eða nota dýraprótein hvað gerist þá næst? Það tekur sex mánuði að koma þessum efnum úr líkamanum og ef lyfjaeftirlitið kemur tveim mánuðum eftir bannið þá er það eðlilega enn í likamanum. Er það manni sjálfum að kenna?“ spurði Efimova og var nánast í tárum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
Rússneska sundkonan Yulia Efimova er orðinn ákveðinn holdgervingur rússneska lyfjasvindlsins. Efimova hefur fallið tvisvar á lyfjaprófi en seinna banninu var aflétt án útskýringa svo hún gæti tekið þátt á ÓL. Þar hefur verið baulað á hana og aðrar sundkonur ekki viljað tala við hana. Hún varð síðan í öðru sæti í 100 metra bringusundinu. Mörgum til mikillar gleði. Átök hennar og Ólympíumeistarans voru í fjölmiðlum um allan heim. „Ég skil fólkið sem óskar mér ekki til hamingju með árangurinn því blöðin eru full af lygasögum um mig,“ sagði Efimova sem hefur ekki viljað tjá sig til þessa.Sjá einnig: Það er hægt að vinna án þess að svindla „Allir íþróttamenn ættu ekki að taka þátt í pólitík. Þeir horfa sama bara á sjónvarpið og lesa blöðin. Trúa svo öllu sem þar stendur. Ég hélt að kalda stríðinu væri löngu lokið. Af hverju að byrja það aftur með því að nota íþróttir?“ Efimova var dæmd í 16 mánaða bann árið 2013 og féll svo á lyfjaprófi fyrr á þessu ári. Þá hafði hún notað meldóníum. Sama lyf og tenniskonan Maria Sharapova var dæmd í bann fyrir. „Ég gerði einu sinni mistök og fékk 16 mánaða bann. Seinna skiptið var ekki mér að kenna. Ef Alþjóða lyfjaeftirlitið segir á morgun að það sé bannað að borða jógúrt eða nota dýraprótein hvað gerist þá næst? Það tekur sex mánuði að koma þessum efnum úr líkamanum og ef lyfjaeftirlitið kemur tveim mánuðum eftir bannið þá er það eðlilega enn í likamanum. Er það manni sjálfum að kenna?“ spurði Efimova og var nánast í tárum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum