Sport

Dýfingarlaugin í Ríó varð græn | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá litamuninn á laugunum. Grínast var með hvort Shrek hefði baðað sig í dýfingarlauginni.
Hér má sjá litamuninn á laugunum. Grínast var með hvort Shrek hefði baðað sig í dýfingarlauginni. vísir/getty
„Ég hef aldrei dýft mér í neitt þessu líkt,“ sagði dýfingarkonan Tonia Couch eftir að dýfingarlaugin í Ríó varð einhverra hluta vegna græn.

Fyrir leikana var talað um að allt vatn í Ríó væri það mengað að það væri hreinlega hættulegt heilsunni að fara í sturtu.

Eftir því hefur verið tekið hversu hreint vatnið í sundlaugum leikanna hefur verið en það breyttist í gær. Þá varð dýfingarlaugin allt í einu græn. Ekkert sérstaklega aðlaðandi en laugin var eðlileg degi áður.

Laugin við hliðina var aftur á móti mjög eðlileg eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

Skipuleggjendur leikanna áttu engin svör við því af hverju vatnið væri grænt en sögðu að verið væri að rannsaka málið. Þeir sögðu þó að vatnið væri ekki hættulegt.

Þessi þurfti ekki að bjarga neinum úr græna vatninu.vísir/getty
Huggulegt.vísir/getty
Má bjóða einhverjum að dýfa sér ofan í? Grænt en hættulaust segja Brassarnir.vísir/getty
vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×