Spánverjar enn án sigurs | Litháen og Argentína byrja vel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2016 09:39 Marquinhos tryggði Brasilíu sigur á Spáni. vísir/getty Evrópumeistarar Spánar eru enn án sigurs eftir fyrstu tvo leikina á Ólympíuleikunum í Ríó.Spánverjar töpuðu fyrir Króatíu á ævintýralegan hátt í 1. umferð riðlakeppninnar og í gær tapaði Spánn með einu stigi, 66-65, fyrir heimaliðinu, Brasilíu. Marcus Vinicius Marquinhos tryggði Brasilíumönnum sigurinn þegar hann blakaði boltanum ofan í körfuna þegar 5,5 sekúndur voru eftir af leiknum. Brassar eru nú með tvö stig í B-riðli. Skömmu áður hafði Pau Gasol, skærasta stjarna Spánverja, klikkað á tveimur vítaskotum. Gasol var í vandræðum á vítalínunni í leiknum en hann hitti aðeins úr fimm af 12 vítum sínum. Gasol var þó stigahæstur í liði Spánar með 13 stig, auk þess sem hann tók 10 fráköst og varði fjögur skot. Stigaskorið dreifðist vel hjá Brössum en allir leikmenn liðsins nema einn komust á blað í leiknum. Marcelinho Huertas var þeirra stigahæstur með 11 stig.Mantas Kalnietis átti frábæran leik fyrir Litháa gegn Nígeríumönnum.vísir/gettyLitháar og Argentínumenn eru með fullt hús stiga í B-riðli. Litháen vann Nígeríu þökk sé góðum 3. leikhluta. Nígeríumenn voru fimm stigum yfir í hálfleik, 36-41, en Litháar, sem lentu í 2. sæti á EM í fyrra, tóku völdin í 3. leikhluta sem þeir unnu 29-13. Lokatölur 89-80. Jonas Maciulis og Mantas Kalnietis voru stigahæstir í liði Litháa með 21 stig hvor. Sá síðarnefndi gaf einnig 12 stoðsendingar. Ike Diogu var atkvæðamestur hjá Nígeríu með 19 stig og sjö fráköst. Nígeríumenn eiga enn eftir að vinna leik á ÓL en þeir mæta Spánverjum í næstu umferð.Argentínumenn þakka áhorfendum fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Króatíu.vísir/gettyLuis Scola átti frábæran leik þegar Argentína bar sigurorð af Króatíu, 90-82. Scola skoraði 23 stig og tók níu fráköst fyrir lið Argentínu sem stóðst áhlaup Króata á lokamínútunum. Argentínumenn, sem urðu Ólympíumeistarar fyrir 12 árum, leiddu með 17 stigum, 71-54, eftir fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða vöknuðu Króatar til lífsins. Þeir minnkuðu muninn í fjögur stig, 85-81, þegar rúm mínúta var eftir en Argentínumenn voru svalir á vítalínunni undir lokin og tryggðu sér átta stiga sigur. Dario Saric, leikmaður Philadelphia 76ers, var atkvæðamestur í liði Króatíu með 19 stig, 10 fráköst og sjö stoðsendingar. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Evrópumeistarar Spánar eru enn án sigurs eftir fyrstu tvo leikina á Ólympíuleikunum í Ríó.Spánverjar töpuðu fyrir Króatíu á ævintýralegan hátt í 1. umferð riðlakeppninnar og í gær tapaði Spánn með einu stigi, 66-65, fyrir heimaliðinu, Brasilíu. Marcus Vinicius Marquinhos tryggði Brasilíumönnum sigurinn þegar hann blakaði boltanum ofan í körfuna þegar 5,5 sekúndur voru eftir af leiknum. Brassar eru nú með tvö stig í B-riðli. Skömmu áður hafði Pau Gasol, skærasta stjarna Spánverja, klikkað á tveimur vítaskotum. Gasol var í vandræðum á vítalínunni í leiknum en hann hitti aðeins úr fimm af 12 vítum sínum. Gasol var þó stigahæstur í liði Spánar með 13 stig, auk þess sem hann tók 10 fráköst og varði fjögur skot. Stigaskorið dreifðist vel hjá Brössum en allir leikmenn liðsins nema einn komust á blað í leiknum. Marcelinho Huertas var þeirra stigahæstur með 11 stig.Mantas Kalnietis átti frábæran leik fyrir Litháa gegn Nígeríumönnum.vísir/gettyLitháar og Argentínumenn eru með fullt hús stiga í B-riðli. Litháen vann Nígeríu þökk sé góðum 3. leikhluta. Nígeríumenn voru fimm stigum yfir í hálfleik, 36-41, en Litháar, sem lentu í 2. sæti á EM í fyrra, tóku völdin í 3. leikhluta sem þeir unnu 29-13. Lokatölur 89-80. Jonas Maciulis og Mantas Kalnietis voru stigahæstir í liði Litháa með 21 stig hvor. Sá síðarnefndi gaf einnig 12 stoðsendingar. Ike Diogu var atkvæðamestur hjá Nígeríu með 19 stig og sjö fráköst. Nígeríumenn eiga enn eftir að vinna leik á ÓL en þeir mæta Spánverjum í næstu umferð.Argentínumenn þakka áhorfendum fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Króatíu.vísir/gettyLuis Scola átti frábæran leik þegar Argentína bar sigurorð af Króatíu, 90-82. Scola skoraði 23 stig og tók níu fráköst fyrir lið Argentínu sem stóðst áhlaup Króata á lokamínútunum. Argentínumenn, sem urðu Ólympíumeistarar fyrir 12 árum, leiddu með 17 stigum, 71-54, eftir fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða vöknuðu Króatar til lífsins. Þeir minnkuðu muninn í fjögur stig, 85-81, þegar rúm mínúta var eftir en Argentínumenn voru svalir á vítalínunni undir lokin og tryggðu sér átta stiga sigur. Dario Saric, leikmaður Philadelphia 76ers, var atkvæðamestur í liði Króatíu með 19 stig, 10 fráköst og sjö stoðsendingar.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira