Spánverjar enn án sigurs | Litháen og Argentína byrja vel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2016 09:39 Marquinhos tryggði Brasilíu sigur á Spáni. vísir/getty Evrópumeistarar Spánar eru enn án sigurs eftir fyrstu tvo leikina á Ólympíuleikunum í Ríó.Spánverjar töpuðu fyrir Króatíu á ævintýralegan hátt í 1. umferð riðlakeppninnar og í gær tapaði Spánn með einu stigi, 66-65, fyrir heimaliðinu, Brasilíu. Marcus Vinicius Marquinhos tryggði Brasilíumönnum sigurinn þegar hann blakaði boltanum ofan í körfuna þegar 5,5 sekúndur voru eftir af leiknum. Brassar eru nú með tvö stig í B-riðli. Skömmu áður hafði Pau Gasol, skærasta stjarna Spánverja, klikkað á tveimur vítaskotum. Gasol var í vandræðum á vítalínunni í leiknum en hann hitti aðeins úr fimm af 12 vítum sínum. Gasol var þó stigahæstur í liði Spánar með 13 stig, auk þess sem hann tók 10 fráköst og varði fjögur skot. Stigaskorið dreifðist vel hjá Brössum en allir leikmenn liðsins nema einn komust á blað í leiknum. Marcelinho Huertas var þeirra stigahæstur með 11 stig.Mantas Kalnietis átti frábæran leik fyrir Litháa gegn Nígeríumönnum.vísir/gettyLitháar og Argentínumenn eru með fullt hús stiga í B-riðli. Litháen vann Nígeríu þökk sé góðum 3. leikhluta. Nígeríumenn voru fimm stigum yfir í hálfleik, 36-41, en Litháar, sem lentu í 2. sæti á EM í fyrra, tóku völdin í 3. leikhluta sem þeir unnu 29-13. Lokatölur 89-80. Jonas Maciulis og Mantas Kalnietis voru stigahæstir í liði Litháa með 21 stig hvor. Sá síðarnefndi gaf einnig 12 stoðsendingar. Ike Diogu var atkvæðamestur hjá Nígeríu með 19 stig og sjö fráköst. Nígeríumenn eiga enn eftir að vinna leik á ÓL en þeir mæta Spánverjum í næstu umferð.Argentínumenn þakka áhorfendum fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Króatíu.vísir/gettyLuis Scola átti frábæran leik þegar Argentína bar sigurorð af Króatíu, 90-82. Scola skoraði 23 stig og tók níu fráköst fyrir lið Argentínu sem stóðst áhlaup Króata á lokamínútunum. Argentínumenn, sem urðu Ólympíumeistarar fyrir 12 árum, leiddu með 17 stigum, 71-54, eftir fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða vöknuðu Króatar til lífsins. Þeir minnkuðu muninn í fjögur stig, 85-81, þegar rúm mínúta var eftir en Argentínumenn voru svalir á vítalínunni undir lokin og tryggðu sér átta stiga sigur. Dario Saric, leikmaður Philadelphia 76ers, var atkvæðamestur í liði Króatíu með 19 stig, 10 fráköst og sjö stoðsendingar. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Sjá meira
Evrópumeistarar Spánar eru enn án sigurs eftir fyrstu tvo leikina á Ólympíuleikunum í Ríó.Spánverjar töpuðu fyrir Króatíu á ævintýralegan hátt í 1. umferð riðlakeppninnar og í gær tapaði Spánn með einu stigi, 66-65, fyrir heimaliðinu, Brasilíu. Marcus Vinicius Marquinhos tryggði Brasilíumönnum sigurinn þegar hann blakaði boltanum ofan í körfuna þegar 5,5 sekúndur voru eftir af leiknum. Brassar eru nú með tvö stig í B-riðli. Skömmu áður hafði Pau Gasol, skærasta stjarna Spánverja, klikkað á tveimur vítaskotum. Gasol var í vandræðum á vítalínunni í leiknum en hann hitti aðeins úr fimm af 12 vítum sínum. Gasol var þó stigahæstur í liði Spánar með 13 stig, auk þess sem hann tók 10 fráköst og varði fjögur skot. Stigaskorið dreifðist vel hjá Brössum en allir leikmenn liðsins nema einn komust á blað í leiknum. Marcelinho Huertas var þeirra stigahæstur með 11 stig.Mantas Kalnietis átti frábæran leik fyrir Litháa gegn Nígeríumönnum.vísir/gettyLitháar og Argentínumenn eru með fullt hús stiga í B-riðli. Litháen vann Nígeríu þökk sé góðum 3. leikhluta. Nígeríumenn voru fimm stigum yfir í hálfleik, 36-41, en Litháar, sem lentu í 2. sæti á EM í fyrra, tóku völdin í 3. leikhluta sem þeir unnu 29-13. Lokatölur 89-80. Jonas Maciulis og Mantas Kalnietis voru stigahæstir í liði Litháa með 21 stig hvor. Sá síðarnefndi gaf einnig 12 stoðsendingar. Ike Diogu var atkvæðamestur hjá Nígeríu með 19 stig og sjö fráköst. Nígeríumenn eiga enn eftir að vinna leik á ÓL en þeir mæta Spánverjum í næstu umferð.Argentínumenn þakka áhorfendum fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Króatíu.vísir/gettyLuis Scola átti frábæran leik þegar Argentína bar sigurorð af Króatíu, 90-82. Scola skoraði 23 stig og tók níu fráköst fyrir lið Argentínu sem stóðst áhlaup Króata á lokamínútunum. Argentínumenn, sem urðu Ólympíumeistarar fyrir 12 árum, leiddu með 17 stigum, 71-54, eftir fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða vöknuðu Króatar til lífsins. Þeir minnkuðu muninn í fjögur stig, 85-81, þegar rúm mínúta var eftir en Argentínumenn voru svalir á vítalínunni undir lokin og tryggðu sér átta stiga sigur. Dario Saric, leikmaður Philadelphia 76ers, var atkvæðamestur í liði Króatíu með 19 stig, 10 fráköst og sjö stoðsendingar.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum