Króatía kom körfuboltaheiminum á óvart í gær með mögnuðum sigri á næstbesta liði heims, Spáni.
Króatar klóruðu sig til baka eftir að hafa lent fjórtán stigum undir í leiknum og lönduðu sigri á dramatískasta hátt.
Dario Saric kom Króötum yfir, 72-70, er 12 sekúndur voru eftir. Pau Gasol tók lokaskot Spánverjana undir lokin en þá kom Saric á flugi og varði skotið hans með stæl.
Óvænt úrslit í frábærum leik sem lofar góðu fyrir framhaldið.
Lokakaflann magnaða í leiknum í lýsingu Kjartans Atla Kjartanssonar má sjá hér að ofan. Stefán Snær Geirmundsson tók saman.
Úrslit:
Króatía-Spánn 72-70
Nígería-Argentína 66-94
Brasilía-Litháen 76-82
Lygilegur sigur hjá Króatíu gegn Spáni
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið




„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn

„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti





Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn