Líklega besti íþróttamaður allra tíma, Michael Phelps, hélt áfram að bæta ótrúlegan árangur sinn á Ólympíuleikunum í nótt.
Þá vann hann tvö gullverðlaun til viðbótar og er því búinn að vinna 21 gullverðlaun á Ólympíuferli sínum.
Þessi 31 árs gamli Bandaríkjamaður vann 200 metra flugsundið og var svo í sveit Bandaríkjanna sem vann gull í 4x200 metra skriðsundi.
„Þetta er ansi mikið af verðlaunum. Þetta er eiginlega algjör sturlun. Ég á ekki til orð,“ sagði Phelps í nótt.
Sigurinn í flugsundinu var sérstaklega sætur fyrir Phelps enda tapaði hann fyrir Bretanum Chad le Clos í þessari grein árið 2012.
„Ég vildi fá þessi verðlaun til baka. Ég átti mér stórt markmið í lauginni í nótt og náði mínu markmiði.“
Phelps bætti við tveimur gullverðlaunum

Tengdar fréttir

Phelps með betri árangur en 170 þjóðir á ÓL
Sigursælasti Ólympíufari allra tíma, Michael Phelps, vann sín nítjándu gullverðlaun síðustu nótt og hélt áfram að bæta við sinn ótrúlega Ólympíuferil.

Michael Phelps vann sitt nítjánda Ólympíugull í nótt
Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps vann í nótt sitt nítjánda gull á Ólympíuleikum þegar hann hjálpaði boðssundssveit Bandaríkjanna að vinna 4 x 100 metra skriðsund.