Útflutningur frá Kína dregst saman á ný Sæunn Gísladóttir skrifar 10. ágúst 2016 07:00 Xi Jinping, forseti Kína, hefur ástæðu til að vera áhyggjufullur yfir efnahagsástandinu í landinu, en útflutningur frá Kína dregst enn saman. Nordicphotos/AFP Útflutningur frá Kína dróst saman um 4,4 prósent í júlímánuði, samanborið við árið áður. Útflutningur hefur dregist saman á tólf af síðustu þrettán mánuðum. Samdrátturinn var minni en í júní þegar hann mældist 4,8 prósent, en var samt sem áður meiri en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Innflutningur til Kína var einnig minni en búist var við og dróst saman um 12,5 prósent milli ára. Þessar tölur valda greiningaraðilum áhyggjum í ljósi þess að Kína er einn stærsti viðskiptamarkaður heims. Talið er að óvissa sem ríki um allan heim, vegna lágs hrávöruverðs, skuldakreppunnar í Evrópu og útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, hafi lamandi áhrif á alþjóðahagkerfi. Sérfræðingar búast við daufum viðskiptum næstkomandi mánuði, nýjustu tölur gefa í skyn að aðgerðir í Peking til að ýta undir vöxt í hagkerfinu hafi ekki skilað sér. Verg landsframleiðsla í Kína jókst um einungis 6,7 prósent á öðrum ársfjórðungi 2016, sem er minna en áður hefur tíðkast í landinu. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Útflutningur frá Kína dróst saman um 4,4 prósent í júlímánuði, samanborið við árið áður. Útflutningur hefur dregist saman á tólf af síðustu þrettán mánuðum. Samdrátturinn var minni en í júní þegar hann mældist 4,8 prósent, en var samt sem áður meiri en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Innflutningur til Kína var einnig minni en búist var við og dróst saman um 12,5 prósent milli ára. Þessar tölur valda greiningaraðilum áhyggjum í ljósi þess að Kína er einn stærsti viðskiptamarkaður heims. Talið er að óvissa sem ríki um allan heim, vegna lágs hrávöruverðs, skuldakreppunnar í Evrópu og útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, hafi lamandi áhrif á alþjóðahagkerfi. Sérfræðingar búast við daufum viðskiptum næstkomandi mánuði, nýjustu tölur gefa í skyn að aðgerðir í Peking til að ýta undir vöxt í hagkerfinu hafi ekki skilað sér. Verg landsframleiðsla í Kína jókst um einungis 6,7 prósent á öðrum ársfjórðungi 2016, sem er minna en áður hefur tíðkast í landinu. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira