Eiginkona Weiner komin með nóg eftir að hann var gripinn í bólinu í þriðja sinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2016 20:53 Abedin og Weiner meðan allt lék í lyndi. Vísir/EPA Einn helsti ráðgjafi Hillary Clinton, Huma Abedin, hefur tilkynnt að hún muni segja skilið við eiginmann sinn, hinn umdeilda fyrrum þingmann og borgarstjóraefni Anthony Weiner, eftir að upp komst um þriðja kynlífshneykslið sem hann á þátt í. Í gær birti New York Post ítarlega umfjöllun þar sem birtar voru myndir og skilaboð sem Weiner og önnur kona sendu sín á milli og þættu ekki vænlegar til þess að byggja upp stöðugt hjónaband. Á einni myndinni sem Weinder sendi er hann ber að ofan og sést í sofandi son hans og Abedin sem þau eignuðust árið 2011. Weiner var mikið í fréttunum árið 2011 þegar hann neyddist til þess að segja af sér þingmennsku eftir að hafa, að eigin sögn, óvart sent djarfa myndir á aðrar konur en eiginkonu sína. Þá reyndi hann að snúa aftur í stjórnálin árið 2013 en aftur vildi svo til að djarfar myndir sem hann sendi til annarra kvenna fóru í umferð. Í bæði skiptin stóð Abedin með honum en nú hefur hún fengið nóg og sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í dag. Abedin er einn af lykilstarfsmönnum kosningabaráttu Hillary Clinton í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og þykir líklegt að hlutverk hennar í Hvíta húsinu verði mikilvægt takist Clinton að sigra í kosningunum í haust. Fyrr á árinu kom út heimildarmynd um Weiner og þótti hún bera þess merki að hann stefndi á endurkomu í stjórnmálin. Ljóst þykir að sú endurkoma, hafi hún verið á döfinni, sé endanlega úr sögunni nú. Tengdar fréttir Graði þingmaðurinn búinn að segja af sér Anthony Weiner, þingmaður demókrata í Bandaríkjunum, hefur sagt af sér þingmennsku eftir að upp komst um kynlífshneyksli hans fyrir nokkrum vikum. 16. júní 2011 14:35 Klámhundurinn Weiner enn í veseni Borgarstjóraefnið í New York, Anthony Weiner, virðist ekki geta stillt sig þegar netið er annars vegar; enn hefur hann verið gripinn við þá iðju að senda konum kámfengin skilaboð og myndir á netinu. 24. júlí 2013 07:46 Trump ræðst á „kvenréttindatal“ Clinton-hjóna í nýju myndbandi Auðkýfingurinn Donald Trump skýtur föstum skotum á Hillary Clinton og eiginmann hennar í nýju myndbandi. 7. janúar 2016 19:56 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira
Einn helsti ráðgjafi Hillary Clinton, Huma Abedin, hefur tilkynnt að hún muni segja skilið við eiginmann sinn, hinn umdeilda fyrrum þingmann og borgarstjóraefni Anthony Weiner, eftir að upp komst um þriðja kynlífshneykslið sem hann á þátt í. Í gær birti New York Post ítarlega umfjöllun þar sem birtar voru myndir og skilaboð sem Weiner og önnur kona sendu sín á milli og þættu ekki vænlegar til þess að byggja upp stöðugt hjónaband. Á einni myndinni sem Weinder sendi er hann ber að ofan og sést í sofandi son hans og Abedin sem þau eignuðust árið 2011. Weiner var mikið í fréttunum árið 2011 þegar hann neyddist til þess að segja af sér þingmennsku eftir að hafa, að eigin sögn, óvart sent djarfa myndir á aðrar konur en eiginkonu sína. Þá reyndi hann að snúa aftur í stjórnálin árið 2013 en aftur vildi svo til að djarfar myndir sem hann sendi til annarra kvenna fóru í umferð. Í bæði skiptin stóð Abedin með honum en nú hefur hún fengið nóg og sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í dag. Abedin er einn af lykilstarfsmönnum kosningabaráttu Hillary Clinton í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og þykir líklegt að hlutverk hennar í Hvíta húsinu verði mikilvægt takist Clinton að sigra í kosningunum í haust. Fyrr á árinu kom út heimildarmynd um Weiner og þótti hún bera þess merki að hann stefndi á endurkomu í stjórnmálin. Ljóst þykir að sú endurkoma, hafi hún verið á döfinni, sé endanlega úr sögunni nú.
Tengdar fréttir Graði þingmaðurinn búinn að segja af sér Anthony Weiner, þingmaður demókrata í Bandaríkjunum, hefur sagt af sér þingmennsku eftir að upp komst um kynlífshneyksli hans fyrir nokkrum vikum. 16. júní 2011 14:35 Klámhundurinn Weiner enn í veseni Borgarstjóraefnið í New York, Anthony Weiner, virðist ekki geta stillt sig þegar netið er annars vegar; enn hefur hann verið gripinn við þá iðju að senda konum kámfengin skilaboð og myndir á netinu. 24. júlí 2013 07:46 Trump ræðst á „kvenréttindatal“ Clinton-hjóna í nýju myndbandi Auðkýfingurinn Donald Trump skýtur föstum skotum á Hillary Clinton og eiginmann hennar í nýju myndbandi. 7. janúar 2016 19:56 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira
Graði þingmaðurinn búinn að segja af sér Anthony Weiner, þingmaður demókrata í Bandaríkjunum, hefur sagt af sér þingmennsku eftir að upp komst um kynlífshneyksli hans fyrir nokkrum vikum. 16. júní 2011 14:35
Klámhundurinn Weiner enn í veseni Borgarstjóraefnið í New York, Anthony Weiner, virðist ekki geta stillt sig þegar netið er annars vegar; enn hefur hann verið gripinn við þá iðju að senda konum kámfengin skilaboð og myndir á netinu. 24. júlí 2013 07:46
Trump ræðst á „kvenréttindatal“ Clinton-hjóna í nýju myndbandi Auðkýfingurinn Donald Trump skýtur föstum skotum á Hillary Clinton og eiginmann hennar í nýju myndbandi. 7. janúar 2016 19:56