Það gekk allt upp hjá okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. ágúst 2016 06:00 Blikastúlkur stóðu sig frábærlega í Wales. vísir/hanna „Við komum mjög vel undirbúnar fyrir leikinn. Þjálfararnir sögðu við okkur að þetta væri hörkulið þannig að við vorum vel gíraðar og keyrðum yfir þær í fyrri hálfleik,“ segir Blikastúlkan Hallbera Guðný Gísladóttir en Blikar unnu í gær riðil sinn í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þær urðu að vinna lokaleik sinn gegn Cardiff Met og það helst sannfærandi þar sem líklegt var að markatala myndi skera úr um sigurvegara riðilsins. Blikastúlkur svöruðu kalli þjálfara sinna með því að skora sex mörk á fyrsta hálftímanum og vinna leikinn 8-0 að lokum. Þær eru því komnar í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þær spiluðu hörmulegt leikkerfi á móti okkur. Vængirnir voru galopnir og það var veisla fyrir okkur Fanndísi og Svövu á vængjunum. Við áttum annars mjög góðan leik. Það er langt síðan boltinn hefur flotið svona vel hjá okkur og svo kláruðum við færin almennilega. Það hefur aðeins vantað upp á það,“ segir Hallbera. Blikastúlkur gerðu 1-1 jafntefli við Spartak Subotica í fyrsta leik sínum. Voru með mikla yfirburði en fengu á sig jöfnunarmark í lokin. Það gerði riðilinn enn meira spennandi og því réð markatalan á milli þessara liða. Blikar enduðu með tíu fleiri mörk í plús en Spartak. „Í leiknum gegn Spartak vildi boltinn alls ekki inn. Það var sláin, stöngin og rétt fram hjá allan leikinn. Núna var það öfugt sem betur fer. Það var svo gaman hjá okkur á vellinum núna og allt gekk upp. Við slökuðum eðlilega aðeins á klónni í síðari hálfleik en ef við hefðum haldið áfram af sama krafti þá hefðum við vel getað sett fleiri mörk. Það var líka komin þreyta eftir þrjá leiki á einni viku,“ segir Hallbera en þær höfðu ekki hugmynd um stöðuna í hinum leiknum. „Í stöðunni 6-0 vorum við samt frekar slakar og þjálfararnir hefðu örugglega verið æstari ef þetta hefði verið í einhverri hættu.“ Nú er að bíða og sjá hvað kemur upp úr pottinum í 32-liða úrslitunum. Hallbera á sér ekkert óskalið en vill gjarna sleppa við að fara til Rússlands. „Ég er ekki mjög hrifin af því að fljúga til Rússlands. Ég myndi jafnvel fórna mér frekar í lest. Það væri gaman að fá lið í Skandinavíu eða Ítalíu þar sem við eigum möguleika,“ segir Hallbera en hún vill forðast hákarla eins og Lyon þar til síðar í keppninni. „Það væri betra að spila við Lyon bara í Cardiff í úrslitaleiknum,“ segir Hallbera létt. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
„Við komum mjög vel undirbúnar fyrir leikinn. Þjálfararnir sögðu við okkur að þetta væri hörkulið þannig að við vorum vel gíraðar og keyrðum yfir þær í fyrri hálfleik,“ segir Blikastúlkan Hallbera Guðný Gísladóttir en Blikar unnu í gær riðil sinn í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þær urðu að vinna lokaleik sinn gegn Cardiff Met og það helst sannfærandi þar sem líklegt var að markatala myndi skera úr um sigurvegara riðilsins. Blikastúlkur svöruðu kalli þjálfara sinna með því að skora sex mörk á fyrsta hálftímanum og vinna leikinn 8-0 að lokum. Þær eru því komnar í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þær spiluðu hörmulegt leikkerfi á móti okkur. Vængirnir voru galopnir og það var veisla fyrir okkur Fanndísi og Svövu á vængjunum. Við áttum annars mjög góðan leik. Það er langt síðan boltinn hefur flotið svona vel hjá okkur og svo kláruðum við færin almennilega. Það hefur aðeins vantað upp á það,“ segir Hallbera. Blikastúlkur gerðu 1-1 jafntefli við Spartak Subotica í fyrsta leik sínum. Voru með mikla yfirburði en fengu á sig jöfnunarmark í lokin. Það gerði riðilinn enn meira spennandi og því réð markatalan á milli þessara liða. Blikar enduðu með tíu fleiri mörk í plús en Spartak. „Í leiknum gegn Spartak vildi boltinn alls ekki inn. Það var sláin, stöngin og rétt fram hjá allan leikinn. Núna var það öfugt sem betur fer. Það var svo gaman hjá okkur á vellinum núna og allt gekk upp. Við slökuðum eðlilega aðeins á klónni í síðari hálfleik en ef við hefðum haldið áfram af sama krafti þá hefðum við vel getað sett fleiri mörk. Það var líka komin þreyta eftir þrjá leiki á einni viku,“ segir Hallbera en þær höfðu ekki hugmynd um stöðuna í hinum leiknum. „Í stöðunni 6-0 vorum við samt frekar slakar og þjálfararnir hefðu örugglega verið æstari ef þetta hefði verið í einhverri hættu.“ Nú er að bíða og sjá hvað kemur upp úr pottinum í 32-liða úrslitunum. Hallbera á sér ekkert óskalið en vill gjarna sleppa við að fara til Rússlands. „Ég er ekki mjög hrifin af því að fljúga til Rússlands. Ég myndi jafnvel fórna mér frekar í lest. Það væri gaman að fá lið í Skandinavíu eða Ítalíu þar sem við eigum möguleika,“ segir Hallbera en hún vill forðast hákarla eins og Lyon þar til síðar í keppninni. „Það væri betra að spila við Lyon bara í Cardiff í úrslitaleiknum,“ segir Hallbera létt.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira