KA-menn tóku risaskref í áttina að Pepsi-deildinni þegar liðið vann góðan útisigur á HK, 3-2, í Kórnum í dag.
Hákon Ingi Jónsson kom HK yfir eftir um korters leik og var staðan 1-0 í hálfleik.
Elfar Árni Aðalsteinsson jafnaði metin fyrir KA í upphafi síðari hálfleiksins og það var síðan Aleksandar Trninic sem kom liðinu yfir á 65. mínútu. Tíu mínútum síðar var staðan orðin 3-1 fyrir KA þegar Juraj Grizelj skoraði þriðja mark leiksins.
Ágúst Freyr Hallsson náði að minnka muninn fyrir HK á 81. mínútu en lengra komust HK-ingar ekki. KA-menn eru með 39 stig í efsta sæti deildarinnar, einu stigi meira en Grindavík og tíu stigum meira en Keflvíkingar sem eru í þriðja sætinu. KA er svo gott komið í Pepsi-deildina.
KA svo gott sem komið upp í Pepsi-deildina
Stefán Árni Pálsson skrifar
