Segir framboð Þorgerðar styrkja Viðreisn mikið Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. ágúst 2016 18:45 Forystumenn í Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn hafa hvatt Þorgerði Katrínu að gefa kost á sér á ný í stjórnmálum. Hún er ekki á leið í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir að framboð hennar myndi styrkja Viðreisn mikið. Fréttastofan hefur upplýsingar um að þungavigtarfólk í Sjálfstæðisflokknum hafi skorað á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrrverandi varaformann flokksins að gefa kost á sér á ný í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Þeirra á meðal er Bjarni Benediktsson formaður flokksins og fólk í kringum hann. Mun Þorgerður Katrín hafa gefið flokknum afsvar og er ekki á leið í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þá hefur líka verið skorað á hana að gefa kost á sér fyrir Viðreisn en að mati margra ríma stjórnmálaskoðanir hennar betur með áherslum þess flokks. Þá hafa áhrifamenn innan Viðreisnar hvatt Þorstein Pálsson fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins um að gefa kost á sér fyrir flokkinn samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn hefur um langt árabil talað þvert gegn stefnu forystu Sjálfstæðisflokksins og gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn og báða ríkisstjórnarflokkanna fyrir að slíta endanlega aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonTalið er að framboð bæði Þorsteins og Þorgerðar Katrínar myndi styrkja Viðreisn mikið. Einhverjir innan Sjálfstæðisflokksins virðast líta svo á að það væru svik af hálfu þeirra að ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk þar sem um er að ræða fyrrverandi formann og varaformann Sjálfstæðisflokksins. Stjórnmálaflokkar eru hins vegar bara félög utan um hugmynda- og hugsjónabaráttu og sagan kennir okkur að þeir koma og fara eins og allt annað í lífinu. Röng nálgun að tala um svik Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir það ranga nálgun að tala um svik í þessu sambandi. „Ég held að menn eigi ekkert að tala sviksemi í sambandi við það hvort menn séu í einum flokki eða öðrum. Ég get vel skilið ef menn telja sig geta náð betri árangri í sinni málefnabaráttu að þeir fara á aðrar vígstöðvar.“ Styrmir segir að það myndi styrkja Viðreisn mikið ef Þorgerður Katrín færi fram. „Ef það eru réttar fréttir að Þorgerður Katrín ætli sér að fara í framboð fyrir Viðreisn þá er það auðvitað mikill styrkur fyrir þann flokk. Hún er mjög öflugur stjórnmálamaður. Ég sá oft á vettvangi Sjálfstæðisflokksins að hún hefur mikil áhrif á fólk með sínum málflutningi. Þannig að ef að það verður þá finnst mér það liggja í augum uppi að það mun efla Viðreisn mjög og þá er spurning hvernig Sjálfstæðisflokkurinn bregst við.“ Kosningar 2016 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Forystumenn í Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn hafa hvatt Þorgerði Katrínu að gefa kost á sér á ný í stjórnmálum. Hún er ekki á leið í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir að framboð hennar myndi styrkja Viðreisn mikið. Fréttastofan hefur upplýsingar um að þungavigtarfólk í Sjálfstæðisflokknum hafi skorað á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrrverandi varaformann flokksins að gefa kost á sér á ný í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Þeirra á meðal er Bjarni Benediktsson formaður flokksins og fólk í kringum hann. Mun Þorgerður Katrín hafa gefið flokknum afsvar og er ekki á leið í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þá hefur líka verið skorað á hana að gefa kost á sér fyrir Viðreisn en að mati margra ríma stjórnmálaskoðanir hennar betur með áherslum þess flokks. Þá hafa áhrifamenn innan Viðreisnar hvatt Þorstein Pálsson fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins um að gefa kost á sér fyrir flokkinn samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn hefur um langt árabil talað þvert gegn stefnu forystu Sjálfstæðisflokksins og gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn og báða ríkisstjórnarflokkanna fyrir að slíta endanlega aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonTalið er að framboð bæði Þorsteins og Þorgerðar Katrínar myndi styrkja Viðreisn mikið. Einhverjir innan Sjálfstæðisflokksins virðast líta svo á að það væru svik af hálfu þeirra að ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk þar sem um er að ræða fyrrverandi formann og varaformann Sjálfstæðisflokksins. Stjórnmálaflokkar eru hins vegar bara félög utan um hugmynda- og hugsjónabaráttu og sagan kennir okkur að þeir koma og fara eins og allt annað í lífinu. Röng nálgun að tala um svik Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir það ranga nálgun að tala um svik í þessu sambandi. „Ég held að menn eigi ekkert að tala sviksemi í sambandi við það hvort menn séu í einum flokki eða öðrum. Ég get vel skilið ef menn telja sig geta náð betri árangri í sinni málefnabaráttu að þeir fara á aðrar vígstöðvar.“ Styrmir segir að það myndi styrkja Viðreisn mikið ef Þorgerður Katrín færi fram. „Ef það eru réttar fréttir að Þorgerður Katrín ætli sér að fara í framboð fyrir Viðreisn þá er það auðvitað mikill styrkur fyrir þann flokk. Hún er mjög öflugur stjórnmálamaður. Ég sá oft á vettvangi Sjálfstæðisflokksins að hún hefur mikil áhrif á fólk með sínum málflutningi. Þannig að ef að það verður þá finnst mér það liggja í augum uppi að það mun efla Viðreisn mjög og þá er spurning hvernig Sjálfstæðisflokkurinn bregst við.“
Kosningar 2016 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira