Bónusgreiðslur Kaupþings jafnháar launum allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 19:12 Höfuðstöðvar Kaupþings í Borgartúni þar sem nú eru höfuðstöðvar Arion banka. Vísir/GVA Ásgeir Haraldsson yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins og prófessor í barnalækningum gagnrýnir bónusgreiðslur til nokkurra lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings en ýmsir stjórnmálamenn hafa í vikunni gagnrýnt greiðslurnar eftir að DV greindi frá þeim á þriðjudag. Bónusgreiðslurnar geta numið allt að einum og hálfum milljarði í heildina, sem gerir milli 50 til 100 milljónir á mann. Ásgeir gagnrýnir þetta í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni, sem báðar hafa vakið mikla athygli, og tengir við fréttir af málinu. Í þeirri fyrri segir hann: „Eignarhaldsfélagið Barnaspítala Hringsins stefnir einnig að því að því að greiða lykilstarfsmönnum allt að 100 milljónir króna í bónusa. Félagið fellur ekki undir lög og getur bara gert það sem því sýnist !“Þarna vísar Ásgeir í það að Kaupþing, sem er langstærsti hluthafi Arion banka, er ekki eftirlitskyldur aðili samkvæmt Fjármálaeftirlitinu. Því falla bónusgreiðslur bankans utan hefðbundins lagaramma um kaupaukagreiðslur fjármálafyrirtækja, en þær mega ekki vera hærri en 25% af árslaunum þess sem hlýtur greiðslurnar. Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag setur Ásgeir upphæð bónusgreiðslnanna í samhengi við laun allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins: „ALLIR starfsmenn Barnaspítala Hringsins (rúmlega 200, 164 stöðugildi) hafa sameiginlega í laun á ári (án launatengdra gjalda) um 1,6 milljarða. NOKKRIR lykilstarfsmenn skilanefndar Kaupþings þurfa 1,5 milljarða í bónusgreiðslur – enda bera þeir svo mikla ábyrgð og starfið svo krefjandi.“ Á meðal þeirra stjórnmálamanna sem gagnrýnt hafa bónusgreiðslurnar eru Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og þær Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, og Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég fordæmi þetta, sérstaklega í ljósi þess að ég hef gögn í höndunum sem ég kem til með að birta á næstu dögum hvað varðar einkavæðingu bankanna hinna seinni. Þetta er einstaklega svívirðilegt,“ sagði Vigdís í samtali við Vísi í dag. Tengdar fréttir Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Ásgeir Haraldsson yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins og prófessor í barnalækningum gagnrýnir bónusgreiðslur til nokkurra lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings en ýmsir stjórnmálamenn hafa í vikunni gagnrýnt greiðslurnar eftir að DV greindi frá þeim á þriðjudag. Bónusgreiðslurnar geta numið allt að einum og hálfum milljarði í heildina, sem gerir milli 50 til 100 milljónir á mann. Ásgeir gagnrýnir þetta í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni, sem báðar hafa vakið mikla athygli, og tengir við fréttir af málinu. Í þeirri fyrri segir hann: „Eignarhaldsfélagið Barnaspítala Hringsins stefnir einnig að því að því að greiða lykilstarfsmönnum allt að 100 milljónir króna í bónusa. Félagið fellur ekki undir lög og getur bara gert það sem því sýnist !“Þarna vísar Ásgeir í það að Kaupþing, sem er langstærsti hluthafi Arion banka, er ekki eftirlitskyldur aðili samkvæmt Fjármálaeftirlitinu. Því falla bónusgreiðslur bankans utan hefðbundins lagaramma um kaupaukagreiðslur fjármálafyrirtækja, en þær mega ekki vera hærri en 25% af árslaunum þess sem hlýtur greiðslurnar. Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag setur Ásgeir upphæð bónusgreiðslnanna í samhengi við laun allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins: „ALLIR starfsmenn Barnaspítala Hringsins (rúmlega 200, 164 stöðugildi) hafa sameiginlega í laun á ári (án launatengdra gjalda) um 1,6 milljarða. NOKKRIR lykilstarfsmenn skilanefndar Kaupþings þurfa 1,5 milljarða í bónusgreiðslur – enda bera þeir svo mikla ábyrgð og starfið svo krefjandi.“ Á meðal þeirra stjórnmálamanna sem gagnrýnt hafa bónusgreiðslurnar eru Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og þær Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, og Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég fordæmi þetta, sérstaklega í ljósi þess að ég hef gögn í höndunum sem ég kem til með að birta á næstu dögum hvað varðar einkavæðingu bankanna hinna seinni. Þetta er einstaklega svívirðilegt,“ sagði Vigdís í samtali við Vísi í dag.
Tengdar fréttir Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent