Innlent

Bjarni segist hafa verulegar efasemdir um Pírata

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bjarni Benediktsson og Birgitta Jónsdóttir
Bjarni Benediktsson og Birgitta Jónsdóttir vísir
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segist hafa verulegar efasemdir um að starfa með Pírötum í ríkistjórn eftir kosningar. Hann útilokar þó ekki samstarf við Pírata.

Þetta kemur fram á vef Bloomberg þar sem hann segir Pírata hafa hrist upp í hinu pólitíska landslagi og telur Bjarni að koma þeiri hafi haft jákvæð áhrif á lýðræðislega umræðu hér á landi. Hann hafi þó verulegar efasemdir um að starfa með Pírötum.

„Ég hef verulegar efasemdir um að Píratar geti talist traustverður samstarfsaðili og þá sérstaklega sem leiðandi aðili í ríkistjórn,“ sagði Bjarni en bætti því við að hann myndi ekki útiloka neitt fyrirfram.

Bjarni segist vera reiðubúinn til þess að verða forsætisráðherra fái hann umboð til þess og að Sjálfstæðisflokkurinn sé reiðubúinn til þess að mynda ríkistjórn með þeim sem fái til þess stuðning í kosningum, svo lengi sem hægt sé að mynda starfhæfa ríkistjórn.

Skoðanakannannir benda til þess að Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn séu einu tvær flokkarnir sem myndað geta tveggja flokka ríkistjórn. Píratar hafa þó útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum. Gengið verður til kosninga 29. október næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×