Innlent

Sigríður Andersen vill leiða annað Reykjavíkurkjördæmið

jón hákon halldórsson skrifar
Sigríður Á Andersen  gefur kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.
Sigríður Á Andersen gefur kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.

„Ég tel mikil tækifæri fyrir okkur sjálfstæðismenn í Reykjavík og ég hef náð ágætum árangri í mínum störfum á Alþingi í þeim málum sem ég hef látið mig varða og ég er tilbúin til, og tel mig geta gert það áfram,“ segir Sigríður

Aðspurð segist Sigríður telja að þetta sé í fyrsta sinn sem konum gefist færi á að leiða bæði kjördæmin í Reykjavík, en Ólöf Nordal, varaformaður flokksins, sækist einnig eftir að leiða annan hvorn listann. „En sjálf hef ég aldrei óskað eftir stuðningi við mig í nokkurt sæti af því að ég er kona,“ segir Sigríður.

Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í gær að gæfi kost á sér í annað sæti í prófkjörinu og sækist þannig einnig eftir því að leiða annan hvorn listann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×