Lífið

Johnny Depp hrósar örlæti Amber og tryggir að peningarnir rati á réttan stað

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Johnny Depp hrósaði örlæti Amber Heard í nýrri fréttatilkynningu.
Johnny Depp hrósaði örlæti Amber Heard í nýrri fréttatilkynningu. Vísir/Getty

Johnny Depp segist ætla að virða óskir Amber Heard um að þær sjö milljónir sem eiga að renna til hennar við skilnað þeirra renni beint til góðgerðamála. Depp segist það hrærður yfir ákvörðun hennar að hann ætli að sjá til þess persónulega að peningarnir rati á þann stað sem Amber nefndi í blaðaviðtölum. Hann hefur nú þegar lagt inn fyrstu innborgun í hennar nafni og tryggir þannig að peningarnir hafi enga milligöngu hjá leikkonunni.

Amber sagðist í viðtali að hún ætlaði sér að gefa hverja einustu krónu til Barnaspítala Los Angeles og samtaka sem styðja við bakið á konum sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi.

Talsmenn Johnny Depp sendu frá sér tilkynningu þar sem örlæti leikkonunnar er hrósað og því komið á framfæri að leikarinn ætli sér að greiða alla upphæðina, sem er um 817 milljónir króna, í nokkrum þrepum. Fullyrt er að hann hafi þegar greitt fyrstu innborgun í nafni leikkonunnar.

Fréttastofa TMZ greindi frá.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.