Ekki til einskis Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Hvaða afleiðingar hefur það í samfélaginu þegar ungt fólk í blóma lífsins deyr vegna óþvingaðrar fíknefnaneyslu? Er dauði þessara barna og ungmenna til einskis og halda meðborgarar þeirra áfram eins og ekkert hafi í skorist? Tilvistarspurningar hafa leitað á manninn í mörg þúsund ár. Til hvers erum við hér? Hvað er mælikvarði á gott líf? Svörin við þessum spurningum eru undirorpin gildismati hvers og eins. Flest viljum við þó að á dánarstundinni sé einhver vissa til staðar um tilgang. Þetta getur verið í formi góðra vina og fjölskyldu, barna, merkilegrar afleifðar, auðs eða í einhverju öðru formi. Það er einhvern veginn betra að deyja með þá tilfinningu í brjóstinu að lífið hafi haft merkingu og maður hafi lifað til góðs. Að maður hafi fullnýtt hæfileika sína og gert eitthvað sem skiptir máli. Á mánudagskvöld fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra sögu Ingibjargar Melkorku Ásgeirsdóttur. Hún lést aðeins 17 ára gömul eftir að hafa tekið inn eina og hálfa ecstasy-töflu. Aldrei áður hefur einstaklingur hér á landi látist eftir að hafa innbyrt jafn lítinn skammt af þessu efni. Venjulega þurfa menn að taka inn nokkrar e-töflur til þess að taka of stóran skammt. Þannig er dauði stúlkunnar í raun ótrúleg óheppni. Hins vegar er sú staðreynd að hún tók þá ákvörðun að neyta eiturlyfja engin óheppni heldur mannlegur harmleikur sem hefði mátt afstýra. Ingibjörgu Melkorku var lýst sem góðhjartaðri og kröftugri stúlku með sterka réttlætiskennd en hún glímdi við ofvirkni og athyglisbrest og varð snemma utanveltu. Það þekkja allir svona krakka úr sínu nærumhverfi. Hvatvísa krakka sem hegða sér á skjön við skólasystkini sín. Nýjar rannsóknir sýna að 5-10 prósent barna og unglinga glíma við ofvirkni sem þýðir að 2-3 börn með þessa röskun gætu verið í hverjum bekk að meðaltali. Samfélagið hefur sem betur fer úrræði til að bregðast við vanda þeirra. Vísbendingar eru hins vegar um að lyfseðilskyld lyf eins og rítalín hafi verið notuð í of ríkum mæli. Mál Ingibjargar Melkorku þarf að vera vegvísir einhverra lærdóma. Svartur markaður með fíkniefni hefur margar hliðarverkanir. Ísland getur ekki tekið forystuskref eitt vestrænna þjóða í átt til aukins frjálslyndis þegar kemur að breytingum á lögum um ávana- og fíkniefni með það fyrir augum að aftengja lífæð sölumanna dauðans. Það þarf að vera liður í alþjóðlegri stefnumörkun í málaflokknum og í samstarfi við aðrar þjóðir. Við getum hins vegar staðið okkur betur í einstaklingsmiðuðum forvörnum. Forvarnarstarfið á ekki bara að miða að því að upplýsa um skaðsemi efnanna heldur á það að snúa að hagsmunum þeirra sem tilheyra áhættuhópnum. Inni í skólakerfinu þurfa að vera til skýrir verkferlar þegar kemur að einstaklingum sem eru líklegri en aðrir til þess að prófa fíkniefni. Kannski af því að þeir eru utanveltu og finna sig ekki. Við þurfum að gera skólakerfið betur í stakk búið að taka strax á sérstökum aðstæðum barna eins og Ingibjargar Melkorku. Við þurfum líka að byggja upp sjálfstraust í „sérstökum“ börnum. Eftir nokkur ár þurfum við að geta sagt: dauði hennar var ekki til einskis.Leiðarinn birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Hvaða afleiðingar hefur það í samfélaginu þegar ungt fólk í blóma lífsins deyr vegna óþvingaðrar fíknefnaneyslu? Er dauði þessara barna og ungmenna til einskis og halda meðborgarar þeirra áfram eins og ekkert hafi í skorist? Tilvistarspurningar hafa leitað á manninn í mörg þúsund ár. Til hvers erum við hér? Hvað er mælikvarði á gott líf? Svörin við þessum spurningum eru undirorpin gildismati hvers og eins. Flest viljum við þó að á dánarstundinni sé einhver vissa til staðar um tilgang. Þetta getur verið í formi góðra vina og fjölskyldu, barna, merkilegrar afleifðar, auðs eða í einhverju öðru formi. Það er einhvern veginn betra að deyja með þá tilfinningu í brjóstinu að lífið hafi haft merkingu og maður hafi lifað til góðs. Að maður hafi fullnýtt hæfileika sína og gert eitthvað sem skiptir máli. Á mánudagskvöld fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra sögu Ingibjargar Melkorku Ásgeirsdóttur. Hún lést aðeins 17 ára gömul eftir að hafa tekið inn eina og hálfa ecstasy-töflu. Aldrei áður hefur einstaklingur hér á landi látist eftir að hafa innbyrt jafn lítinn skammt af þessu efni. Venjulega þurfa menn að taka inn nokkrar e-töflur til þess að taka of stóran skammt. Þannig er dauði stúlkunnar í raun ótrúleg óheppni. Hins vegar er sú staðreynd að hún tók þá ákvörðun að neyta eiturlyfja engin óheppni heldur mannlegur harmleikur sem hefði mátt afstýra. Ingibjörgu Melkorku var lýst sem góðhjartaðri og kröftugri stúlku með sterka réttlætiskennd en hún glímdi við ofvirkni og athyglisbrest og varð snemma utanveltu. Það þekkja allir svona krakka úr sínu nærumhverfi. Hvatvísa krakka sem hegða sér á skjön við skólasystkini sín. Nýjar rannsóknir sýna að 5-10 prósent barna og unglinga glíma við ofvirkni sem þýðir að 2-3 börn með þessa röskun gætu verið í hverjum bekk að meðaltali. Samfélagið hefur sem betur fer úrræði til að bregðast við vanda þeirra. Vísbendingar eru hins vegar um að lyfseðilskyld lyf eins og rítalín hafi verið notuð í of ríkum mæli. Mál Ingibjargar Melkorku þarf að vera vegvísir einhverra lærdóma. Svartur markaður með fíkniefni hefur margar hliðarverkanir. Ísland getur ekki tekið forystuskref eitt vestrænna þjóða í átt til aukins frjálslyndis þegar kemur að breytingum á lögum um ávana- og fíkniefni með það fyrir augum að aftengja lífæð sölumanna dauðans. Það þarf að vera liður í alþjóðlegri stefnumörkun í málaflokknum og í samstarfi við aðrar þjóðir. Við getum hins vegar staðið okkur betur í einstaklingsmiðuðum forvörnum. Forvarnarstarfið á ekki bara að miða að því að upplýsa um skaðsemi efnanna heldur á það að snúa að hagsmunum þeirra sem tilheyra áhættuhópnum. Inni í skólakerfinu þurfa að vera til skýrir verkferlar þegar kemur að einstaklingum sem eru líklegri en aðrir til þess að prófa fíkniefni. Kannski af því að þeir eru utanveltu og finna sig ekki. Við þurfum að gera skólakerfið betur í stakk búið að taka strax á sérstökum aðstæðum barna eins og Ingibjargar Melkorku. Við þurfum líka að byggja upp sjálfstraust í „sérstökum“ börnum. Eftir nokkur ár þurfum við að geta sagt: dauði hennar var ekki til einskis.Leiðarinn birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun