Innlent

Sigurður Hólm stefnir á 2.-3. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sigurður Hólm Gunnarsson
Sigurður Hólm Gunnarsson
Sigurður Hólm Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurði.

Sigurður, sem er fæddur árið 1976, er iðjuþjálfi að mennt en starfar sem forstöðumaður hjá Barnavernd Reykjavíkur. Sigurður segist vilja stuðla að því að Samfylkingin berjist af fullum krafti gegn uppgangi fordóma og hatursorðræðu.

„Ég býð mig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar því ég vil stuðla að því að jafnaðarmannaflokkur Íslands tali af festu og heilum hug fyrir jafnaðarstefnunni. Mér finnst mikilvægt að við sem samfélag tökum ákvörðun um hvort við ætlum að skapa samfélag fyrir alla eða fyrir fáa útvalda,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×