Vinnustöðvun Volkswagen í 6 verksmiðjum Finnur Thorlacius skrifar 23. ágúst 2016 09:13 Í verksmiðju Volkswagen. Enn standa samningaviðræður yfir milli Volkswagen og tveggja birgja þess vegna krafna Volkswagen um lægra verð á íhlutum. Engin niðurstaða fékkst eftir 17 klukkustunda maraþonviðræður í gær og það hefur orðið til þess að lengja þann tíma sem birgjarnir afhenda ekki íhluti til verksmiðja Volkswagen. Vinnustöðvanir hafa þess vegna verið í 6 af 10 verksmiðjum Volkswagen í Þýskalandi og hefur haft áhrif á vinnu 28.000 manna í þeim. Framleiðsla á Golf og Passat bílum hefur verið tímabundið hætt og framleiðsla mun tapast á tugþúsundum bíla með þessum stöðvunum. UBS bankinn hefur áætlað að vikustöðvun í aðalverksmiðju Volkswagen í Wolfsburg muni minnka hagnað Volkswagen um 13,3 milljarða króna, en stöðvunin er þó ekki enn orðin svo löng. Vinnustöðvanir í verksmiðjum Volkswagen hefur ekki einungis áhrif á fyrirtækið sjálft heldur hefur það keðjuverkandi áhrif á aðra birgja Volkswagen, sem fyrir vikið selja minna til fyrirtækisins. Það er því ekki einungis Volkswagen sem hefur áhyggjur af þessu ástandi nú, þau fyrirtæki eru mörg. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent
Enn standa samningaviðræður yfir milli Volkswagen og tveggja birgja þess vegna krafna Volkswagen um lægra verð á íhlutum. Engin niðurstaða fékkst eftir 17 klukkustunda maraþonviðræður í gær og það hefur orðið til þess að lengja þann tíma sem birgjarnir afhenda ekki íhluti til verksmiðja Volkswagen. Vinnustöðvanir hafa þess vegna verið í 6 af 10 verksmiðjum Volkswagen í Þýskalandi og hefur haft áhrif á vinnu 28.000 manna í þeim. Framleiðsla á Golf og Passat bílum hefur verið tímabundið hætt og framleiðsla mun tapast á tugþúsundum bíla með þessum stöðvunum. UBS bankinn hefur áætlað að vikustöðvun í aðalverksmiðju Volkswagen í Wolfsburg muni minnka hagnað Volkswagen um 13,3 milljarða króna, en stöðvunin er þó ekki enn orðin svo löng. Vinnustöðvanir í verksmiðjum Volkswagen hefur ekki einungis áhrif á fyrirtækið sjálft heldur hefur það keðjuverkandi áhrif á aðra birgja Volkswagen, sem fyrir vikið selja minna til fyrirtækisins. Það er því ekki einungis Volkswagen sem hefur áhyggjur af þessu ástandi nú, þau fyrirtæki eru mörg.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent