Leikkonan Maisie Williams, sem leikur Aryu Stark í Game of Thrones, segir að ekkert muni geta undirbúið okkur fyrir næstu þáttaröð. Hún er nýbúin að lesa handritið að þáttaröðinni og opnaði sig um lesturinn á Twitter í gærkvöldi.
„Heilagar kúlur“. Svo endar Williams mál sitt á Twitter og virðist hún hafa verið nokkuð spennt.
Tökur á þáttaröðinni eru nú nýhafnar en enn liggur ekki fyrir hvenær næsti þátturinn verður frumsýndur. Eins og áður hefur komið fram munu tökur líka fara fram hér á landi og hefjast þær í janúar.
Hægt er að gera ráð fyrir því að Arya Stark muni hafa nóg að gera í næstu þáttaröð þar sem hún er nýkomin aftur til Westeros eftir að hafa verið þjálfuð af hinum andlitslausu í Bravos. Hún byrjaði til dæmis á því að drepa tvo syni Walder Frey og baka þá í köku. Kökuna gaf hún Frey áður en hún drap hann einnig.
Arya er með ákveðinn lista af persónum sem hún vill endilega hitta einnig.
„Ekkert getur undirbúið ykkur“
Tengdar fréttir
Stefna á að koma til Íslands í janúar
Framleiðendur Game of Thrones þurfa á snjó að halda.
Stórskemmtileg mistök frá tökum í sjöttu þáttaröð Game of Thrones
Í tilefni af hátíðinni Comic-Con í San Diego hefur HBO birt myndband með mistökum frá tökum á sjöttu þáttaröð Game of Thrones.
Ný sjónvarpssería úr ævintýraheim GoT í bígerð
Nýju þættirnir myndu gerast mörgum árum fyrir atburði Game of Thrones sjónvarpsþáttanna.
Hefja sýningar næsta sumar
Framleiðendur Game of Thrones staðfesta að Ísland sé meðal tökustaða.
Strax byrjaðir að hita upp fyrir næstu þáttaröð
Undir lok þátttöku Game of Thrones á Comic-Con í San Diego birtu framleiðendur þáttanna tveggja mínútna myndband á Twitter.
Game of Thrones með 23 Emmy-tilnefningar
People V O.J. Simpson fékk 22 tilnefningar.