Sport

Speedo segir upp samningi við Lochte

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Lochte
Ryan Lochte Vísir/EPA
Lygasaga Ryan Lochte og félaga hans í bandaríska sundliðinu hefur dregið dilk á eftir sér en í dag ákvað íþróttavöruframleiðandinn Speedo að segja upp samningi sínum við Lochte.

Enn fremur ákvað Speedo að verja 50 þúsundum dollara, jafnvirði tæpra sex milljóna króna, í góðgerðarmál fyrir bágstödd börn í Brasilíu.

„Samstarf okkar við Ryan hefur verið sigursælt undanfarinn áratug og hann hefur verið mikilvægur í Speedo-teyminu. Við getum ekki umborið hegðun hans sem er þvert á allt það sem ímynd okkar stendur fyrir,“ sagði í yfirlýsingu Speedo.

Lochte var aðalforkólfurinn meðal fjögurra bandarískra sundkappa sem lugu um að hafa verið rændir á meðan þeir í raun ollu skemmdum á bensínstöð í Ríó.

Málið hefur verið í heimsfréttunum síðustu daga enda var saga Lochte og félaga svakaleg. Lochte baðst svo afsökunar á öllu saman fyrir helgi.


Tengdar fréttir

Lochte biðst afsökunar

Bandaríski sundkappinn Ryan Lochte hefur loksins rofið þögnina en ekkert hefur heyrst í honum síðan hann náði að sleppa frá Ríó til Bandaríkjanna.

Bandaríska Ólympíunefndin biðst afsökunar

Það er nú orðið ljóst að Ryan Lochte og þrír sundfélagar hans lugu um að hafa verið rændir í tilraun til þess að hylma yfir skemmdarverk á bensínstöð.

Lochte neitaði að hlýða ræningjunum

Eins og fram kom á Vísi í gær var bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte rændur snemma sunnudags, þegar hann sneri heim úr samkvæmi í Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×