Sport

Fær Gunnar bardaga í Belfast í nóvember?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson. vísir/getty
Gunnar Nelson hefur ekki barist síðan hann vann frækinn sigur á Albert Tumenov í Rotterdam þann 8. maí síðastliðinn en engar fregnir hafa borist af mögulegum bardögum hans á næstunni.

UFC tilkynnti um helgina að haldið verði bardagakvöld í Belfast á Norður-Írlandi þann 19. nóvember en ekki hefur verið tilkynnt hvaða bardagar verði á dagskrá.

Gunnar Nelson er afar vinsæll á Írlandi og hefur barist þar áður. Það mætti því leiða líkur að því að forráðamenn UFC hafi áhuga á að fá Gunnar til Norður-Írlands.

„Við höfum átt í viðræðum við UFC um eitt bardagakvöld en það er ekkert endanlegt,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, í samtali við Vísi í dag. „Það er of snemmt að segja til um hvað gerist en við erum að skoða málin.“

Gunnar er nú í ellefta sæti á styrkleikalista UFC í veltivigt en meira er fjallað um bardagakvöldið í Belfast á vef MMA frétta.

MMA

Tengdar fréttir

Barist um titilinn í þyngdarflokki Gunnars í nótt

Það verður barist um veltivigtartitilinn í nótt á UFC 201. Meistarinn Robbie Lawler mun freista þess að verja titilinn sinn í þriðja sinn þegar hann mætir Tyron Woodley í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×