Innlent

Einar Freyr stefnir á 3. sæti Framsóknar í Suðurkjördæmi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Einar Freyr Elínarson
Einar Freyr Elínarson
Einar Freyr Elínarson býður sig fram í 3. Sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.

Í tilkynningu frá Einari Frey kemur fram að hann hafi lengi tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins, setið mörg kjördæmisþing á Suðurlandi, flokksþing og fundi miðstjórnar flokksins. Þá hefur hann verið gjaldkeri ungra framsóknarmanna og jafnréttisfulltrúi Framsóknarflokksins.

„Seinustu ár, frá því að ég útskrifaðist úr búfræði og fluttist austur, hef ég fylgst náið með þjóðfélagsumræðunni og tekið þátt í henni sjálfur. Ég er ferðaþjónustu- og sauðfjárbóndi í Sólheimahjáleigu í Mýrdal. Ég hef þannig fylgst með og tekið þátt í miklum vexti ferðaþjónustunnar. Á sama tíma hef ég tekið þátt í opinberri umræðu um landbúnaðarmál sem formaður Samtaka ungra bænda seinustu þrjú ár,” segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×