Ejub: Góð viðbrögð við hörmungunum að undanförnu Guðmundur Marinó Ingvarsson á Ólafsvíkurvelli skrifar 21. ágúst 2016 22:20 Ejub og félagar náðu í sitt fyrsta stig síðan 10. júlí. vísir/eyþór Ejub Purisevic þjálfar Víkings Ólafsvíkur var augljóslega létt eftir að lið hans náði að binda enda á fimm leikja taphrinu með 2-2 jafntefli við Fjölni í kvöld. „Það var mjög gott að fá stig og líka gott að eiga góðan leik. Við lékum vel í fyrri hálfleik og líka í seinni miðað við að vera manni færri,“ sagði Ejub fljótlega eftir leikinn. „Við lékum á móti góðu liði manni færri. Við vorum mjög flottir fram að jöfnunarmarki þeirra og þetta voru góð viðbrögð við hörmungunum að undanförnu. „Við höfum verið í holu og erum að grafa okkur upp. Við getum klárlega byggt ofan á þennan leik.“ Fyrir leikinn í kvöld hafði Víkingur tapað fimm leikjum í röð og aðeins náð í eitt stig í sex síðustu leikjum sínum. Nú er uppskeran tvö stig í sjö leikjum og enn mikil vinna fyrir höndum. „Ég hugsa bara um næsta leik. Fyrir fjórum vikum setti ég leik þannig upp að ef við myndum vinna værum við í toppbaráttu. Síðan þá hafa hlutirnir breyst og við sogast niður. „Auðvitað væri maður mikið rólegri ef við myndum tryggja okkur í deildinni. Það er of snemmt að stressa sig á stöðunni,“ sagði Ejub en viðurkenndi þó að stigið í kvöld létti lund manna í Ólafsvík. „Þrjú stig í kvöld hefðu verið frábær og við hefðum getað hugsað lengra fram í tímann en ef þú tapar svona mörgum leikjum þá er stig rosalega gott, sérstaklega á móti svona góðu liði. Það hefur ekkert unnist eða tapast með þessu stigi en vissulega verður betri stemning í klefanum með þessu stigi.“ Ólsarar voru ekki sáttir þegar Þorvaldur Árnason dómari dró upp rauða spjaldið á Emir Dokara undir lok fyrri hálfleiks þrátt fyrir gróft brot hans og háskaleik. Af orðum Ejub að dæma var um uppsafnaðan pirring í garð dómara í sumar að dæma. „Mér finnst allt of kjánalegt að tala um dómgæslu. Það sem ég segi um dómara er að ég vil fá þá hluti með mér sem ég fæ á móti mér. „Við fáum marg oft tækifæri til að fá víti sem við fáum ekki og svo fáum við víti dæmd á okkur sem eru í besta falli vafasöm. „Svo er það þetta sem gerist í kvöld. Okkur finnst nægja gult spjald. Þetta var óhapp. Hann er að sparka boltanum. Auðvitað finnst mér gula spjaldið nægja. Okkur virðist við hvert tækifæri vera grimmilega refsað. „Það getur vel verið að þetta hafi verið rétt. En eins og ég segi fáum við oft á okkur of stranga dóma. „Ég get alls ekki sagt að dómarinn hafi dæmt illa. En þessi atriði telja mjög mikið. „Það vilja allir fá það sem honum ber. Það er enginn að biðja um neitt meira,“ sagði Ejub. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Ejub Purisevic þjálfar Víkings Ólafsvíkur var augljóslega létt eftir að lið hans náði að binda enda á fimm leikja taphrinu með 2-2 jafntefli við Fjölni í kvöld. „Það var mjög gott að fá stig og líka gott að eiga góðan leik. Við lékum vel í fyrri hálfleik og líka í seinni miðað við að vera manni færri,“ sagði Ejub fljótlega eftir leikinn. „Við lékum á móti góðu liði manni færri. Við vorum mjög flottir fram að jöfnunarmarki þeirra og þetta voru góð viðbrögð við hörmungunum að undanförnu. „Við höfum verið í holu og erum að grafa okkur upp. Við getum klárlega byggt ofan á þennan leik.“ Fyrir leikinn í kvöld hafði Víkingur tapað fimm leikjum í röð og aðeins náð í eitt stig í sex síðustu leikjum sínum. Nú er uppskeran tvö stig í sjö leikjum og enn mikil vinna fyrir höndum. „Ég hugsa bara um næsta leik. Fyrir fjórum vikum setti ég leik þannig upp að ef við myndum vinna værum við í toppbaráttu. Síðan þá hafa hlutirnir breyst og við sogast niður. „Auðvitað væri maður mikið rólegri ef við myndum tryggja okkur í deildinni. Það er of snemmt að stressa sig á stöðunni,“ sagði Ejub en viðurkenndi þó að stigið í kvöld létti lund manna í Ólafsvík. „Þrjú stig í kvöld hefðu verið frábær og við hefðum getað hugsað lengra fram í tímann en ef þú tapar svona mörgum leikjum þá er stig rosalega gott, sérstaklega á móti svona góðu liði. Það hefur ekkert unnist eða tapast með þessu stigi en vissulega verður betri stemning í klefanum með þessu stigi.“ Ólsarar voru ekki sáttir þegar Þorvaldur Árnason dómari dró upp rauða spjaldið á Emir Dokara undir lok fyrri hálfleiks þrátt fyrir gróft brot hans og háskaleik. Af orðum Ejub að dæma var um uppsafnaðan pirring í garð dómara í sumar að dæma. „Mér finnst allt of kjánalegt að tala um dómgæslu. Það sem ég segi um dómara er að ég vil fá þá hluti með mér sem ég fæ á móti mér. „Við fáum marg oft tækifæri til að fá víti sem við fáum ekki og svo fáum við víti dæmd á okkur sem eru í besta falli vafasöm. „Svo er það þetta sem gerist í kvöld. Okkur finnst nægja gult spjald. Þetta var óhapp. Hann er að sparka boltanum. Auðvitað finnst mér gula spjaldið nægja. Okkur virðist við hvert tækifæri vera grimmilega refsað. „Það getur vel verið að þetta hafi verið rétt. En eins og ég segi fáum við oft á okkur of stranga dóma. „Ég get alls ekki sagt að dómarinn hafi dæmt illa. En þessi atriði telja mjög mikið. „Það vilja allir fá það sem honum ber. Það er enginn að biðja um neitt meira,“ sagði Ejub.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira