António Guterres líklegastur til að taka við af Ban Ki-moon Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2016 09:00 António Guterres gegndi embætti yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna á árunum 2005 til 2015. Vísir/Getty Flest bendir til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna muni mæla með að António Guterres, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals, taki við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna þegar Ban Ki-moon lætur af störfum í árslok. Guterres, sem skipaði embætti yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna á árunum 2005 til 2015, hlaut stuðning ellefu að fimmtán aðildarríkja sem sæti eiga í öryggisráðinu í þriðju óformlegu atkvæðagreiðslunni sem fram fór á mánudag. Hinn 67 ára Guterres, sem er einn af ellefu mögulegum sem koma til greina, hefur í öllum atkvæðagreiðslunum öryggisráðsins mælst með mestan stuðning. Öryggisráðið framkvæmir röð atkvæðagreiðslna, eða svokallaðar straw polls, til að sameinast í afstöðu sinni til þess sem ráðið leggur svo til að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykki og geri að næsta aðalritara. Allsherjarþingið kemur saman þann 13. september næstkomandi.Hóf afskipti af stjórnmálum 1974Guterres fæddist í höfuðborginni Lissabon árið 1949. Hann stundaði nám í eðlisfræði og rafmagnsverkfræði við Instituto Superior Técnico skólann í Lissabon og gekk til liðs við portúgalska Sósíalistaflokkinn árið 1974, þá 25 ára gamall. Eftir að hafa unnið sig upp metorðastigann innan Sósíalistaflokksins tók hann við formannsembætti í flokknum árið 1992 og varð leiðtogi stjórnarandstöðunnar á þingi.Forsætisráðherra árið 1995Sósíalistaflokkurinn vann sigur í þingkosningunum 1995 og tók Guterres þá við embætti forsætisráðherra landsins. Hann vann ötullega að því að koma Heimssýningunni Expo til Lissabon árið 1998 og vann flokkur hans aftur sigur í þingkosningunum 1999. Fyrri hluta ársins 2000 gegndi hann stöðu leiðtoga leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Seinna kjörtímabil hans í stóli forsætisráðherra varð ekki jafn farsælt og það fyrra þar sem innanflokksátök, efnahagsþrengingar og Hintze Ribeiro-harmleikurinn, þar sem 59 manns fórust þegar brú hrundi í bænum Castelo de Paiva, reyndust honum erfið.Sagði af sér embætti forsætisráðherraSósíalistaflokkurinn beið mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningunum 2001 og ákvað Guterres að segja af sér embætti í kjölfarið. Jorge Sampaio, forseti Portúgals, leysti þá upp þing og boðaði til kosninga þar sem Sósíalisaflokkurinn beið ósigur fyrir flokki José Manuel Barroso sem varð nýr forsætisráðherra landsins. Barroso átti síðar eftir að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Eftir afsögnina 2001 sagði Guterres skilið við portúgölsk stjórnmál og tók við forsetaembætti í Alþjóðasamtökum sósíalista.Antonio Guterres, þáverandi forsætisráðherra Portúgals, og Kofi Annan, þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, árið 1998.Vísir/GettyHóf störf hjá Sameinuðu þjóðunumÁrið 2005 var Guterres svo skipaður yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en lét af störfum í árslok 2015. Nokkrum vikum síðar var hann svo tilnefndur til að taka við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Guterres á tvö börn, þau Pedro og Mariana, með fyrstu eiginkonu sinni, Luísa, sem lést úr krabbameini árið 1998. Árið 2001 gekk hann að eiga Catarina Marques de Almeida Vaz Pinto, sem á son úr fyrra hjónabandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Flest bendir til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna muni mæla með að António Guterres, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals, taki við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna þegar Ban Ki-moon lætur af störfum í árslok. Guterres, sem skipaði embætti yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna á árunum 2005 til 2015, hlaut stuðning ellefu að fimmtán aðildarríkja sem sæti eiga í öryggisráðinu í þriðju óformlegu atkvæðagreiðslunni sem fram fór á mánudag. Hinn 67 ára Guterres, sem er einn af ellefu mögulegum sem koma til greina, hefur í öllum atkvæðagreiðslunum öryggisráðsins mælst með mestan stuðning. Öryggisráðið framkvæmir röð atkvæðagreiðslna, eða svokallaðar straw polls, til að sameinast í afstöðu sinni til þess sem ráðið leggur svo til að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykki og geri að næsta aðalritara. Allsherjarþingið kemur saman þann 13. september næstkomandi.Hóf afskipti af stjórnmálum 1974Guterres fæddist í höfuðborginni Lissabon árið 1949. Hann stundaði nám í eðlisfræði og rafmagnsverkfræði við Instituto Superior Técnico skólann í Lissabon og gekk til liðs við portúgalska Sósíalistaflokkinn árið 1974, þá 25 ára gamall. Eftir að hafa unnið sig upp metorðastigann innan Sósíalistaflokksins tók hann við formannsembætti í flokknum árið 1992 og varð leiðtogi stjórnarandstöðunnar á þingi.Forsætisráðherra árið 1995Sósíalistaflokkurinn vann sigur í þingkosningunum 1995 og tók Guterres þá við embætti forsætisráðherra landsins. Hann vann ötullega að því að koma Heimssýningunni Expo til Lissabon árið 1998 og vann flokkur hans aftur sigur í þingkosningunum 1999. Fyrri hluta ársins 2000 gegndi hann stöðu leiðtoga leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Seinna kjörtímabil hans í stóli forsætisráðherra varð ekki jafn farsælt og það fyrra þar sem innanflokksátök, efnahagsþrengingar og Hintze Ribeiro-harmleikurinn, þar sem 59 manns fórust þegar brú hrundi í bænum Castelo de Paiva, reyndust honum erfið.Sagði af sér embætti forsætisráðherraSósíalistaflokkurinn beið mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningunum 2001 og ákvað Guterres að segja af sér embætti í kjölfarið. Jorge Sampaio, forseti Portúgals, leysti þá upp þing og boðaði til kosninga þar sem Sósíalisaflokkurinn beið ósigur fyrir flokki José Manuel Barroso sem varð nýr forsætisráðherra landsins. Barroso átti síðar eftir að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Eftir afsögnina 2001 sagði Guterres skilið við portúgölsk stjórnmál og tók við forsetaembætti í Alþjóðasamtökum sósíalista.Antonio Guterres, þáverandi forsætisráðherra Portúgals, og Kofi Annan, þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, árið 1998.Vísir/GettyHóf störf hjá Sameinuðu þjóðunumÁrið 2005 var Guterres svo skipaður yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en lét af störfum í árslok 2015. Nokkrum vikum síðar var hann svo tilnefndur til að taka við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Guterres á tvö börn, þau Pedro og Mariana, með fyrstu eiginkonu sinni, Luísa, sem lést úr krabbameini árið 1998. Árið 2001 gekk hann að eiga Catarina Marques de Almeida Vaz Pinto, sem á son úr fyrra hjónabandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent