António Guterres líklegastur til að taka við af Ban Ki-moon Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2016 09:00 António Guterres gegndi embætti yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna á árunum 2005 til 2015. Vísir/Getty Flest bendir til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna muni mæla með að António Guterres, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals, taki við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna þegar Ban Ki-moon lætur af störfum í árslok. Guterres, sem skipaði embætti yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna á árunum 2005 til 2015, hlaut stuðning ellefu að fimmtán aðildarríkja sem sæti eiga í öryggisráðinu í þriðju óformlegu atkvæðagreiðslunni sem fram fór á mánudag. Hinn 67 ára Guterres, sem er einn af ellefu mögulegum sem koma til greina, hefur í öllum atkvæðagreiðslunum öryggisráðsins mælst með mestan stuðning. Öryggisráðið framkvæmir röð atkvæðagreiðslna, eða svokallaðar straw polls, til að sameinast í afstöðu sinni til þess sem ráðið leggur svo til að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykki og geri að næsta aðalritara. Allsherjarþingið kemur saman þann 13. september næstkomandi.Hóf afskipti af stjórnmálum 1974Guterres fæddist í höfuðborginni Lissabon árið 1949. Hann stundaði nám í eðlisfræði og rafmagnsverkfræði við Instituto Superior Técnico skólann í Lissabon og gekk til liðs við portúgalska Sósíalistaflokkinn árið 1974, þá 25 ára gamall. Eftir að hafa unnið sig upp metorðastigann innan Sósíalistaflokksins tók hann við formannsembætti í flokknum árið 1992 og varð leiðtogi stjórnarandstöðunnar á þingi.Forsætisráðherra árið 1995Sósíalistaflokkurinn vann sigur í þingkosningunum 1995 og tók Guterres þá við embætti forsætisráðherra landsins. Hann vann ötullega að því að koma Heimssýningunni Expo til Lissabon árið 1998 og vann flokkur hans aftur sigur í þingkosningunum 1999. Fyrri hluta ársins 2000 gegndi hann stöðu leiðtoga leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Seinna kjörtímabil hans í stóli forsætisráðherra varð ekki jafn farsælt og það fyrra þar sem innanflokksátök, efnahagsþrengingar og Hintze Ribeiro-harmleikurinn, þar sem 59 manns fórust þegar brú hrundi í bænum Castelo de Paiva, reyndust honum erfið.Sagði af sér embætti forsætisráðherraSósíalistaflokkurinn beið mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningunum 2001 og ákvað Guterres að segja af sér embætti í kjölfarið. Jorge Sampaio, forseti Portúgals, leysti þá upp þing og boðaði til kosninga þar sem Sósíalisaflokkurinn beið ósigur fyrir flokki José Manuel Barroso sem varð nýr forsætisráðherra landsins. Barroso átti síðar eftir að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Eftir afsögnina 2001 sagði Guterres skilið við portúgölsk stjórnmál og tók við forsetaembætti í Alþjóðasamtökum sósíalista.Antonio Guterres, þáverandi forsætisráðherra Portúgals, og Kofi Annan, þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, árið 1998.Vísir/GettyHóf störf hjá Sameinuðu þjóðunumÁrið 2005 var Guterres svo skipaður yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en lét af störfum í árslok 2015. Nokkrum vikum síðar var hann svo tilnefndur til að taka við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Guterres á tvö börn, þau Pedro og Mariana, með fyrstu eiginkonu sinni, Luísa, sem lést úr krabbameini árið 1998. Árið 2001 gekk hann að eiga Catarina Marques de Almeida Vaz Pinto, sem á son úr fyrra hjónabandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Flest bendir til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna muni mæla með að António Guterres, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals, taki við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna þegar Ban Ki-moon lætur af störfum í árslok. Guterres, sem skipaði embætti yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna á árunum 2005 til 2015, hlaut stuðning ellefu að fimmtán aðildarríkja sem sæti eiga í öryggisráðinu í þriðju óformlegu atkvæðagreiðslunni sem fram fór á mánudag. Hinn 67 ára Guterres, sem er einn af ellefu mögulegum sem koma til greina, hefur í öllum atkvæðagreiðslunum öryggisráðsins mælst með mestan stuðning. Öryggisráðið framkvæmir röð atkvæðagreiðslna, eða svokallaðar straw polls, til að sameinast í afstöðu sinni til þess sem ráðið leggur svo til að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykki og geri að næsta aðalritara. Allsherjarþingið kemur saman þann 13. september næstkomandi.Hóf afskipti af stjórnmálum 1974Guterres fæddist í höfuðborginni Lissabon árið 1949. Hann stundaði nám í eðlisfræði og rafmagnsverkfræði við Instituto Superior Técnico skólann í Lissabon og gekk til liðs við portúgalska Sósíalistaflokkinn árið 1974, þá 25 ára gamall. Eftir að hafa unnið sig upp metorðastigann innan Sósíalistaflokksins tók hann við formannsembætti í flokknum árið 1992 og varð leiðtogi stjórnarandstöðunnar á þingi.Forsætisráðherra árið 1995Sósíalistaflokkurinn vann sigur í þingkosningunum 1995 og tók Guterres þá við embætti forsætisráðherra landsins. Hann vann ötullega að því að koma Heimssýningunni Expo til Lissabon árið 1998 og vann flokkur hans aftur sigur í þingkosningunum 1999. Fyrri hluta ársins 2000 gegndi hann stöðu leiðtoga leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Seinna kjörtímabil hans í stóli forsætisráðherra varð ekki jafn farsælt og það fyrra þar sem innanflokksátök, efnahagsþrengingar og Hintze Ribeiro-harmleikurinn, þar sem 59 manns fórust þegar brú hrundi í bænum Castelo de Paiva, reyndust honum erfið.Sagði af sér embætti forsætisráðherraSósíalistaflokkurinn beið mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningunum 2001 og ákvað Guterres að segja af sér embætti í kjölfarið. Jorge Sampaio, forseti Portúgals, leysti þá upp þing og boðaði til kosninga þar sem Sósíalisaflokkurinn beið ósigur fyrir flokki José Manuel Barroso sem varð nýr forsætisráðherra landsins. Barroso átti síðar eftir að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Eftir afsögnina 2001 sagði Guterres skilið við portúgölsk stjórnmál og tók við forsetaembætti í Alþjóðasamtökum sósíalista.Antonio Guterres, þáverandi forsætisráðherra Portúgals, og Kofi Annan, þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, árið 1998.Vísir/GettyHóf störf hjá Sameinuðu þjóðunumÁrið 2005 var Guterres svo skipaður yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en lét af störfum í árslok 2015. Nokkrum vikum síðar var hann svo tilnefndur til að taka við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Guterres á tvö börn, þau Pedro og Mariana, með fyrstu eiginkonu sinni, Luísa, sem lést úr krabbameini árið 1998. Árið 2001 gekk hann að eiga Catarina Marques de Almeida Vaz Pinto, sem á son úr fyrra hjónabandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira