Sport

Var í vandræðum með að selja miða á kvöld með Conor og Gunnari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kavanagh og Conor glíma á æfingu.
Kavanagh og Conor glíma á æfingu. vísir/getty
Það hefur mikið breyst hjá þjálfaranum John Kavanagh og lærisveinum hans, Conor McGregor og Gunnari Nelson, á fáum árum.

Tvö vinsælustu bardagakvöld í sögu UFC hafa verið með Conor sem aðalstjörnunni. Conor hefur verið stjarnan á þrem af fjórum vinsælustu kvöldunum.

Kavanagh hefur gaman af því að líta til baka og hugsa um hvernig þetta var fyrir svo stuttu síðan.

„Ég hreinlega hlæ stundum þegar ég hugsa um áhugamannakvöldin sem ég stóð fyrir,“ segir Kavanagh er hann spólar aðeins til baka í huganum.

„Ég bauð upp á kvöld sem skartaði Gunnari Nelson, Conor McGregor, Aisling Daly og Paddy Holohan. Það var nánast frítt inn en ég var í vandræðum með að selja miðana.“

Það var þá og núna koma góðir bardagamenn af færibandi út úr SBG-æfingasalnum hans í Dublin. Nú bíður hans BAMMA 26-bardagakvöld þar sem hann á níu bardagamenn í sautjan bardögum. Það í stórum sal og miðarnir rjúka út.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×