Saksóknari harðorður: „Enn stærri skellur fyrir þjóðfélagið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2016 09:52 Björn Þorvaldssons hjá héraðssaksókanra flytur málið fyrir hönd embættisins. Hér er hann að gera allt klárt í Hæstarétti í morgun. Vísir/GVA Björn Þorvaldsson saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fer fram á að allir ákærðu verði sakfelldir í málinu og að þeir sem sakfelldir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur hljóti þyngri refsingu í Hæstarétti. Þá krefst hann þess að Hæstiréttur taki til efnismeðferðar þá ákæruliðum á hendur Magnúsi Guðmundssyni sem vísað var frá í héraði þegar dómur var kveðinn upp þar síðastliðið sumar.Þetta kom fram í máli Björns í morgun þegar málflutningur í einhverju umfangsmesta efnahagsbrotamáli Íslandssögunnar hófst í Hæstarétti. Alls eru níu manns ákærðir í málinu, þar á meðal æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, og Ingólfur Helgason, sem var forstjóri Kaupþings á Íslandi. Þremenningarnir hlutu alla óskilorðsbundna dóma í héraði en þeir voru ákærðir fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna viðskipta með hlutabréf í Kaupþingi á tímabilinu nóvember 2007 til október 2008. Að mati ákæruvaldsins miðuðu viðskiptin að því að halda hlutabréfaverði í Kaupþingi stöðugu. Af því hafi ákærðu haft augljósan hag, meðal annars vegna kaupréttar og bónusa stjórnenda bankans.Ósammála Hreiðari um kröfu um aðgang Björn byrjaði á að reifa hvers vegna taka ætti mál Magnúsar til efnismeðferðar. Byggir héraðsdómur á því að Fjármálaeftirlitið hafi ekki kært brot Magnúsar til lögreglu. Sagði Björn það einkennilega stöðu ef lögregla gæti ekki rannsakað og svo ákært fyrir brot nema senda þau fyrst til FME, og sagði ekki sömu lög og reglur um það eftirlit eins og til að mynda Samkeppniseftirlitið. Saksóknari hafnaði jafnframt þeim röksemdum sem Hreiðar Már setur fram í greinargerð sinni en hann fer fram á ómerkingu málsins og frávísun, meðal annars vegna þess að hann telur sig ekki hafa fengið aðgang að öllum gögnum málsins og þá hafi verið hlustað á símtöl hans við verjanda sinn hjá rannsakendum málsins. „Hann telur sig eiga rétt á aðgangi að tækjabúnaði lögreglu en því er ákæruvaldið ósammála. Þá það að símtöl við verjanda hafi verið hlustuð þá er það röng fullyrðing. Það var þvert á móti brýnt fyrir rannsakendum að hætta strax hlustun þegar ljóst var að sakborningar ræddu við verjendur sína. Þau voru því ekki hlustuð en vissulega voru þau tekin upp,” sagði Björn. Þá sagði hann það rétt hjá Hreiðari Má að fjórum símtölum hans við verjanda sinn hafi ekki verið eytt eins og skylt er. Þetta hafi hins vegar legið fyrir þegar Al Thani-málið var tekið fyrir í Hæstarétti og vísaði Björn í þann dóm þegar hann sagði að frávísunarkrafa á þessum grundvelli hefði ekki verið tekin til greina í því máli.Vill að refsiramminn verði fullnýttur Um málsatvik sagði Björn meðal annars að meint markaðsmisnotkun ákærðu hafi falið í sér „langvarandi, stórfellda og ólögmæta íhlutun á verðbréfamarkaðnum.“ Þannig hafi hlutabréf í Kaupþingi ekki lotið markaðslögmálum þar sem meint markaðsmisnotkun hafi miðað að því að halda verðinu á hlutabréfum í Kaupþingi stöðugum. Meint háttsemi ákærðu hefði orðið til þess að það varð „enn stærri skellur fyrir þjóðfélagið í heild sinni þegar spilaborgin hrundi eins og hún hlaut að gera,” sagði Björn. Þá sagði hann jafnframt að brotin væru fordæmalaus bæði að stærð og umfangi. Í því ljósi gerði saksóknari þá kröfu að Hæstiréttur myndi nýta heimild í hegningarlögum til að fullnýta refsirammann fyrir þá Hreiðar, Sigurð, Magnús og Ingólf Helgason og benti á heimild til að þyngja refsingu eftir því sem við á en við meintum brotum þeirra liggur allt að sex ára fangelsi. Sé heimild til refsiþyngingar þó fullnýtt má dæma menn í allt að níu ára fangelsi. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Allir sakborningar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings mættir í Hæstarétt Alls eru níu manns ákærðir í málinu, ýmist fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember til 8. október 2008. 9. september 2016 08:35 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Björn Þorvaldsson saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fer fram á að allir ákærðu verði sakfelldir í málinu og að þeir sem sakfelldir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur hljóti þyngri refsingu í Hæstarétti. Þá krefst hann þess að Hæstiréttur taki til efnismeðferðar þá ákæruliðum á hendur Magnúsi Guðmundssyni sem vísað var frá í héraði þegar dómur var kveðinn upp þar síðastliðið sumar.Þetta kom fram í máli Björns í morgun þegar málflutningur í einhverju umfangsmesta efnahagsbrotamáli Íslandssögunnar hófst í Hæstarétti. Alls eru níu manns ákærðir í málinu, þar á meðal æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, og Ingólfur Helgason, sem var forstjóri Kaupþings á Íslandi. Þremenningarnir hlutu alla óskilorðsbundna dóma í héraði en þeir voru ákærðir fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna viðskipta með hlutabréf í Kaupþingi á tímabilinu nóvember 2007 til október 2008. Að mati ákæruvaldsins miðuðu viðskiptin að því að halda hlutabréfaverði í Kaupþingi stöðugu. Af því hafi ákærðu haft augljósan hag, meðal annars vegna kaupréttar og bónusa stjórnenda bankans.Ósammála Hreiðari um kröfu um aðgang Björn byrjaði á að reifa hvers vegna taka ætti mál Magnúsar til efnismeðferðar. Byggir héraðsdómur á því að Fjármálaeftirlitið hafi ekki kært brot Magnúsar til lögreglu. Sagði Björn það einkennilega stöðu ef lögregla gæti ekki rannsakað og svo ákært fyrir brot nema senda þau fyrst til FME, og sagði ekki sömu lög og reglur um það eftirlit eins og til að mynda Samkeppniseftirlitið. Saksóknari hafnaði jafnframt þeim röksemdum sem Hreiðar Már setur fram í greinargerð sinni en hann fer fram á ómerkingu málsins og frávísun, meðal annars vegna þess að hann telur sig ekki hafa fengið aðgang að öllum gögnum málsins og þá hafi verið hlustað á símtöl hans við verjanda sinn hjá rannsakendum málsins. „Hann telur sig eiga rétt á aðgangi að tækjabúnaði lögreglu en því er ákæruvaldið ósammála. Þá það að símtöl við verjanda hafi verið hlustuð þá er það röng fullyrðing. Það var þvert á móti brýnt fyrir rannsakendum að hætta strax hlustun þegar ljóst var að sakborningar ræddu við verjendur sína. Þau voru því ekki hlustuð en vissulega voru þau tekin upp,” sagði Björn. Þá sagði hann það rétt hjá Hreiðari Má að fjórum símtölum hans við verjanda sinn hafi ekki verið eytt eins og skylt er. Þetta hafi hins vegar legið fyrir þegar Al Thani-málið var tekið fyrir í Hæstarétti og vísaði Björn í þann dóm þegar hann sagði að frávísunarkrafa á þessum grundvelli hefði ekki verið tekin til greina í því máli.Vill að refsiramminn verði fullnýttur Um málsatvik sagði Björn meðal annars að meint markaðsmisnotkun ákærðu hafi falið í sér „langvarandi, stórfellda og ólögmæta íhlutun á verðbréfamarkaðnum.“ Þannig hafi hlutabréf í Kaupþingi ekki lotið markaðslögmálum þar sem meint markaðsmisnotkun hafi miðað að því að halda verðinu á hlutabréfum í Kaupþingi stöðugum. Meint háttsemi ákærðu hefði orðið til þess að það varð „enn stærri skellur fyrir þjóðfélagið í heild sinni þegar spilaborgin hrundi eins og hún hlaut að gera,” sagði Björn. Þá sagði hann jafnframt að brotin væru fordæmalaus bæði að stærð og umfangi. Í því ljósi gerði saksóknari þá kröfu að Hæstiréttur myndi nýta heimild í hegningarlögum til að fullnýta refsirammann fyrir þá Hreiðar, Sigurð, Magnús og Ingólf Helgason og benti á heimild til að þyngja refsingu eftir því sem við á en við meintum brotum þeirra liggur allt að sex ára fangelsi. Sé heimild til refsiþyngingar þó fullnýtt má dæma menn í allt að níu ára fangelsi.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Allir sakborningar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings mættir í Hæstarétt Alls eru níu manns ákærðir í málinu, ýmist fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember til 8. október 2008. 9. september 2016 08:35 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Allir sakborningar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings mættir í Hæstarétt Alls eru níu manns ákærðir í málinu, ýmist fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember til 8. október 2008. 9. september 2016 08:35
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent