Allir sakborningar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings mættir í Hæstarétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2016 08:35 Úr dómssal í morgun. Á meðal ákærðu eru æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Magnús Guðmundsson sem var forstjóri bankans í Lúxemborg. Vísir/GVA Málflutningur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fyrir Hæstarétti hófst klukkan átta í morgun. Um er að ræða eitt umfangsmesta efnahagsbrotamál sem komið hefur til kasta dómstóla hér á landi en alls eru níu manns ákærðir í málinu, ýmist fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Allir sakborningar eru í sal 1 í Hæstarétti og er því þétt setið á bekkjum dómsalarins. Á meðal ákærðu eru æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Ingólfur Helgason sem var forstjóri bankans á Íslandi. Þremenningarnir hlutu allir óskilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní 2015. Þá hlutu þeir Einar Pálmi Sigmundsson, Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson skilorðsbundna dóma en Bjarki Dieogo var dæmdur í fangelsi. Björk Þórarinsdóttir var sýknuð í málinu. Ákveðnum ákæruliðum á hendur Magnúsi Guðmundssyni, sem var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, var vísað frá, en hann var sýknaður af þeim ákæruliðum sem stóðu eftir.Sjá einnig: Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Meint markaðsmisnotkun í málinu snýst annars vegar um mikil kaup eigin viðskipta Kaupþings á hlutabréfum í bankanum og hins vegar um nokkrar stórar sölur á hlutabréfum í Kaupþingi til þriggja eignarhaldsfélaga, Holt, Mata og Desulo. Að mati ákæruvaldsins voru mikil kaup eigin viðskipta til þess fallin að hægja á eða koma í veg fyrir lækkun hlutabréfaverðs í Kaupþingi. Bankinn þurfti síðan að selja bréfin því stjórnendur vildu ekki fara yfir flöggunarmörk sem voru 5 prósent. Það voru því fundnir álitlegir kaupendur að bréfunum og þeim komið út af veltubók bankans. Telur saksóknari því að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku, þar sem ekki hafi verið raunverulegar viðskiptalegar forsendur fyrir þeim. Á söluhliðinni var svo einnig ákært fyrir lánveitingar bankans vegna kaupanna sem voru að fullu fjármögnuð af Kaupþingi sem tók svo veð í eigin bréfum fyrir lánunum. Vill saksóknari meina að lánveitingarnar séu umboðssvik. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hver var dæmdur fyrir hvað? Sakfellt fyrir markaðsmisnotkun en enginn dæmdur fyrir milljarða lán til Mata Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er tæpar 100 blaðsíður. Vísir fór yfir dóminn og bar hann saman við ákæruna í málinu sem var allítarleg. 1. júlí 2015 11:45 Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15 Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings fer fyrir Hæstarétt Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa báðir áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 27. júlí 2015 16:53 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Málflutningur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fyrir Hæstarétti hófst klukkan átta í morgun. Um er að ræða eitt umfangsmesta efnahagsbrotamál sem komið hefur til kasta dómstóla hér á landi en alls eru níu manns ákærðir í málinu, ýmist fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Allir sakborningar eru í sal 1 í Hæstarétti og er því þétt setið á bekkjum dómsalarins. Á meðal ákærðu eru æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Ingólfur Helgason sem var forstjóri bankans á Íslandi. Þremenningarnir hlutu allir óskilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní 2015. Þá hlutu þeir Einar Pálmi Sigmundsson, Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson skilorðsbundna dóma en Bjarki Dieogo var dæmdur í fangelsi. Björk Þórarinsdóttir var sýknuð í málinu. Ákveðnum ákæruliðum á hendur Magnúsi Guðmundssyni, sem var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, var vísað frá, en hann var sýknaður af þeim ákæruliðum sem stóðu eftir.Sjá einnig: Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Meint markaðsmisnotkun í málinu snýst annars vegar um mikil kaup eigin viðskipta Kaupþings á hlutabréfum í bankanum og hins vegar um nokkrar stórar sölur á hlutabréfum í Kaupþingi til þriggja eignarhaldsfélaga, Holt, Mata og Desulo. Að mati ákæruvaldsins voru mikil kaup eigin viðskipta til þess fallin að hægja á eða koma í veg fyrir lækkun hlutabréfaverðs í Kaupþingi. Bankinn þurfti síðan að selja bréfin því stjórnendur vildu ekki fara yfir flöggunarmörk sem voru 5 prósent. Það voru því fundnir álitlegir kaupendur að bréfunum og þeim komið út af veltubók bankans. Telur saksóknari því að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku, þar sem ekki hafi verið raunverulegar viðskiptalegar forsendur fyrir þeim. Á söluhliðinni var svo einnig ákært fyrir lánveitingar bankans vegna kaupanna sem voru að fullu fjármögnuð af Kaupþingi sem tók svo veð í eigin bréfum fyrir lánunum. Vill saksóknari meina að lánveitingarnar séu umboðssvik.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hver var dæmdur fyrir hvað? Sakfellt fyrir markaðsmisnotkun en enginn dæmdur fyrir milljarða lán til Mata Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er tæpar 100 blaðsíður. Vísir fór yfir dóminn og bar hann saman við ákæruna í málinu sem var allítarleg. 1. júlí 2015 11:45 Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15 Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings fer fyrir Hæstarétt Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa báðir áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 27. júlí 2015 16:53 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Hver var dæmdur fyrir hvað? Sakfellt fyrir markaðsmisnotkun en enginn dæmdur fyrir milljarða lán til Mata Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er tæpar 100 blaðsíður. Vísir fór yfir dóminn og bar hann saman við ákæruna í málinu sem var allítarleg. 1. júlí 2015 11:45
Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15
Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings fer fyrir Hæstarétt Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa báðir áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 27. júlí 2015 16:53