Tíu hreyfingar bjóða fram til Alþingis í næsta mánuði Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2016 16:51 Ef allar þær hreyfingar sem bjóða fram til Alþingis í næsta mánuði ná fulltrúum á þing, fjölgar flokkum á Alþingi um þrjá. Vísir Útlit er fyrir að minnsta kosti tíu stjórnmálaflokkar og hreyfingar bjóði fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningunum hinn 29. október næst komandi. Formaður Dögunar segir er bjartsýnn og segir kjördæmisráð afgreiða framboðslista fyrir kjördæmin á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Í dag eiga sex stjórnmálasamtök fulltrúa á Alþingi en þrjár aðrar hreyfingar stefna nú á framboð í öllum kjördæmum fyrir næstu alþingiskosningar. Það eru Viðreisn, Alþýðufylkingin og Dögun. Viðreisn er nýtt stjórnmálaafl en Alþýðufylkingin bauð ekki fram í öllum kjördæmum í kosningunum 2013. Það gerði Dögun hins vegar en kom ekki fólki á þing. Helga Þórðardóttir formaður Dögunar segir ganga vel að skipa fólki á lista flokksins. „Sem betur fer er margt heiðarlegt baráttufólk sem vill koma til liðs við okkur. Við erum langt komin með lista í Reykjavíkurkjördæmunum og við erum að leggja fram lista á félagsfundi í kvöld. Þar verða lagðir fram listar með tíu frambjóðendum í báðum Reykjavíkurkjördæmunum sem og í Suðvesturkjördæmi eða Kraganum. Kjördæmaráð Dögunar á Suðurlandi sé langt komið með að raða á framboðslista og útlitið sé gott í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi. „Þetta gengur mjög vel og við erum bjartsýn. Við viljum komast inn á þing til að vinna fyrir fólkið í landinu og til að tryggja réttláta framtíð,“ segir formaðurinn. Helga segir Dögun eiga rætur að rekja til búsáhaldabyltingarinnar og baráttumálin draga keim sinn af því en meðal stefnumála eru breytingar á fjármálakerfinu. „Við erum að berjast fyrir samfélagsbanka og afnámi verðtryggingarinnar og gegn fátæktinni. Við höfnum því að það sé til fátækt í svona ríku landi. Nú og húsnæðismálin, við leggjum gríðarlega mikla áherslu á þau. Þar erum við með lausnir og síðan eru það auðlindamálin og lýðræðismálin. Þannig að það er til verkefnalisti sem við ætlum að ganga í til að tryggja hér réttlátt samfélag,“ segir Helga. Flokkur fólksins, sem aðallega beitir sér fyrir málefnum öryrkja og aldraðra, býður fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum og hefur nú þegar mannað forystusætin í þremur þeirra að sögn talskonu flokksins. Þá hefur varaformaður Alþýðufylkingarinnar staðfest við fréttastofu að að hreyfingin stefni ótrauð á framboð í öllum kjördæmum í fyrsta skipti. Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur heimilanna, og Húministaflokkurinn munu einnig ætla að bjóða fram. Ekki liggur þó fyrir í hvaða kjördæmum það verður. Það er því ljóst að kjósendur munu geta valið á milli fjölmargra stjórnmálaafla í kosningunum hinn 29. október næst komandi. Kosningar 2016 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Útlit er fyrir að minnsta kosti tíu stjórnmálaflokkar og hreyfingar bjóði fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningunum hinn 29. október næst komandi. Formaður Dögunar segir er bjartsýnn og segir kjördæmisráð afgreiða framboðslista fyrir kjördæmin á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Í dag eiga sex stjórnmálasamtök fulltrúa á Alþingi en þrjár aðrar hreyfingar stefna nú á framboð í öllum kjördæmum fyrir næstu alþingiskosningar. Það eru Viðreisn, Alþýðufylkingin og Dögun. Viðreisn er nýtt stjórnmálaafl en Alþýðufylkingin bauð ekki fram í öllum kjördæmum í kosningunum 2013. Það gerði Dögun hins vegar en kom ekki fólki á þing. Helga Þórðardóttir formaður Dögunar segir ganga vel að skipa fólki á lista flokksins. „Sem betur fer er margt heiðarlegt baráttufólk sem vill koma til liðs við okkur. Við erum langt komin með lista í Reykjavíkurkjördæmunum og við erum að leggja fram lista á félagsfundi í kvöld. Þar verða lagðir fram listar með tíu frambjóðendum í báðum Reykjavíkurkjördæmunum sem og í Suðvesturkjördæmi eða Kraganum. Kjördæmaráð Dögunar á Suðurlandi sé langt komið með að raða á framboðslista og útlitið sé gott í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi. „Þetta gengur mjög vel og við erum bjartsýn. Við viljum komast inn á þing til að vinna fyrir fólkið í landinu og til að tryggja réttláta framtíð,“ segir formaðurinn. Helga segir Dögun eiga rætur að rekja til búsáhaldabyltingarinnar og baráttumálin draga keim sinn af því en meðal stefnumála eru breytingar á fjármálakerfinu. „Við erum að berjast fyrir samfélagsbanka og afnámi verðtryggingarinnar og gegn fátæktinni. Við höfnum því að það sé til fátækt í svona ríku landi. Nú og húsnæðismálin, við leggjum gríðarlega mikla áherslu á þau. Þar erum við með lausnir og síðan eru það auðlindamálin og lýðræðismálin. Þannig að það er til verkefnalisti sem við ætlum að ganga í til að tryggja hér réttlátt samfélag,“ segir Helga. Flokkur fólksins, sem aðallega beitir sér fyrir málefnum öryrkja og aldraðra, býður fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum og hefur nú þegar mannað forystusætin í þremur þeirra að sögn talskonu flokksins. Þá hefur varaformaður Alþýðufylkingarinnar staðfest við fréttastofu að að hreyfingin stefni ótrauð á framboð í öllum kjördæmum í fyrsta skipti. Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur heimilanna, og Húministaflokkurinn munu einnig ætla að bjóða fram. Ekki liggur þó fyrir í hvaða kjördæmum það verður. Það er því ljóst að kjósendur munu geta valið á milli fjölmargra stjórnmálaafla í kosningunum hinn 29. október næst komandi.
Kosningar 2016 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira