Skytta Valsmanna nef- og kinnbeinsbrotin eftir fólskulega árás við b5 Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2016 13:00 b5 í Bankastræti er líklega vinsælasti skemmtistaður landsins hjá fólki á þrítugsaldri. Myndin er frá því í vetur. Vísir/KTD Ferðamaður frá Kanada hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fólskulega líkamsárás á handknattleiksmann úr Val við skemmtistaðinn b5 við Bankastræti 5 í Reykjavík um síðustu helgi. Hann þarf að greiða Valsmanninum rúma hálfa milljón króna í skaðabætur. Karlmaðurinn var handtekinn í miðbænum skömmu eftir árásina og í kjölfarið úrskurðaður í tveggja vikna farbann. Dómur var svo kveðinn upp í dag en hann játaði brot sín skýlaust. Hann var sakaður um að hafa slegið Króatann Josip Juric Grgic, sem fenginn var til Valsmanna sem rétthent skytta, hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að Grgic meðal annars nef- og kinnbeinsbrotnaði.Dóminn í heild sinni má lesa hér.Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals.vísir/pjeturFórnarlambið frá í nokkrar vikur Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari handboltaliðsins í Val, segir flest benda til þess að Grgic verði frá næstu vikurnar, en keppni í Olísdeild karla í handknattleik hófst í gærkvöldi. „Hann er mjög illa nefbrotinn þannig að hann verður eitthvað frá, en það er óvíst hversu lengi. Það er alltaf einhver tími, að minnsta kosti tvær vikur myndi ég halda, kannski lengur,“ segir Óskar í samtali við Vísi. Hann bætir við að um sé að ræða afar leiðinlegt atvik fyrir alla aðila. „Þetta er mikið áfall og alltaf leiðinlegt þegar svona gerist, bæði fyrir félagið og hann sjálfan. Þetta er slæmt mál, það verður bara að segjast eins og er:“ Grgic er 21 árs og skrifaði undir samning við Val þann 12. ágúst síðastliðinn. Hann er rétthent skytta sem spilaði í Dubai á síðasta tímabili. Óskar Bjarni segir að Valsmenn muni standa þétt við bak Grgic sem verður frá keppni næstu vikurnar.Mynd af heimasíðu ValsOrðaskipti milli þriggja leikmanna og árásarmannsins Aðspurður um tilefni árásarinnar segist Óskar eiga erfitt með að svara því. Hins vegar viti hann til þess að mennirnir tveir hafi átt í einhverjum stympingum fyrr um kvöldið. „Það voru tveir leikmenn frá okkur með honum þetta kvöld. Í sjálfu sér var enginn svakalegur aðdragandi að þessu, en eitthvað smotterí sem hafði staðið yfir í einhvern smá tíma. Einhver smávægileg rifrildi skilst mér,“ segir Óskar. Þá segir hann Valsmenn koma til með að styðja þétt við bakið á leikmanni sínum. „Þetta er ungur drengur og svona lagað getur gerst. Þetta er mjög óheppilegt, fyrir hann og okkur svona í upphafi móts, en við stöndum við bakið á stráknum. Það er bara þannig,“ segir Óskar Bjarni. Valsmenn sækja FH heim í fyrstu umferð Olísdeildarinnar á sunnudagskvöldið. Þeir binda töluverðar vonir við skyttuna sem var í silfurliði Króata á HM tuttugu ára landsliða. Að neðan má sjá samantekt með tilþrifum Grgic. Olís-deild karla Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Ferðamaður frá Kanada hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fólskulega líkamsárás á handknattleiksmann úr Val við skemmtistaðinn b5 við Bankastræti 5 í Reykjavík um síðustu helgi. Hann þarf að greiða Valsmanninum rúma hálfa milljón króna í skaðabætur. Karlmaðurinn var handtekinn í miðbænum skömmu eftir árásina og í kjölfarið úrskurðaður í tveggja vikna farbann. Dómur var svo kveðinn upp í dag en hann játaði brot sín skýlaust. Hann var sakaður um að hafa slegið Króatann Josip Juric Grgic, sem fenginn var til Valsmanna sem rétthent skytta, hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að Grgic meðal annars nef- og kinnbeinsbrotnaði.Dóminn í heild sinni má lesa hér.Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals.vísir/pjeturFórnarlambið frá í nokkrar vikur Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari handboltaliðsins í Val, segir flest benda til þess að Grgic verði frá næstu vikurnar, en keppni í Olísdeild karla í handknattleik hófst í gærkvöldi. „Hann er mjög illa nefbrotinn þannig að hann verður eitthvað frá, en það er óvíst hversu lengi. Það er alltaf einhver tími, að minnsta kosti tvær vikur myndi ég halda, kannski lengur,“ segir Óskar í samtali við Vísi. Hann bætir við að um sé að ræða afar leiðinlegt atvik fyrir alla aðila. „Þetta er mikið áfall og alltaf leiðinlegt þegar svona gerist, bæði fyrir félagið og hann sjálfan. Þetta er slæmt mál, það verður bara að segjast eins og er:“ Grgic er 21 árs og skrifaði undir samning við Val þann 12. ágúst síðastliðinn. Hann er rétthent skytta sem spilaði í Dubai á síðasta tímabili. Óskar Bjarni segir að Valsmenn muni standa þétt við bak Grgic sem verður frá keppni næstu vikurnar.Mynd af heimasíðu ValsOrðaskipti milli þriggja leikmanna og árásarmannsins Aðspurður um tilefni árásarinnar segist Óskar eiga erfitt með að svara því. Hins vegar viti hann til þess að mennirnir tveir hafi átt í einhverjum stympingum fyrr um kvöldið. „Það voru tveir leikmenn frá okkur með honum þetta kvöld. Í sjálfu sér var enginn svakalegur aðdragandi að þessu, en eitthvað smotterí sem hafði staðið yfir í einhvern smá tíma. Einhver smávægileg rifrildi skilst mér,“ segir Óskar. Þá segir hann Valsmenn koma til með að styðja þétt við bakið á leikmanni sínum. „Þetta er ungur drengur og svona lagað getur gerst. Þetta er mjög óheppilegt, fyrir hann og okkur svona í upphafi móts, en við stöndum við bakið á stráknum. Það er bara þannig,“ segir Óskar Bjarni. Valsmenn sækja FH heim í fyrstu umferð Olísdeildarinnar á sunnudagskvöldið. Þeir binda töluverðar vonir við skyttuna sem var í silfurliði Króata á HM tuttugu ára landsliða. Að neðan má sjá samantekt með tilþrifum Grgic.
Olís-deild karla Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent