Áhyggjur af hríðversnandi rekstrarumhverfi fjölmiðla Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2016 14:07 Engin ein aðferð betri en önnur, segir Illugi sem skrifaði undir læsisátak í dag í samstarfi við Reykjavíkurborg. Visir/Ernir Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir áhyggjuefni að rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi hafi farið hríðversnandi á undanförnum árum. Endurskoða þurfi skattlagningu íslenskra fjölmiðla sem gegni mikilvægu lýðræðishlutverki. Menntamálaráðherra tekur segir nauðsynlegt að mynda þverpólitíska samstöðu um málið. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar gerði stöðu íslenskra fjölmiðla að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.„Sterkir og sjálfstæðir fjölmiðlar eru besta vopn okkar í baráttunni við spillingu. Það er þess vegna verulegt áhyggjuefni að rekstrarumhverfi þeirra hefur farið hríðversnandi. Niðurskurður og halarekstur er staðreyndin bæði á litlum netmiðlum, einkareknum ljósvakamiðlum og á RÚV á undanförnum misserum,“ sagði Helgi. Hann spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort ráðherrann væri tilbúinn til að beita sér fyrir breytingum á skatta- og stuðningsumhverfi fjölmiðlanna til að snúa vörn í sókn. Það væri verulegt áhyggjuefni hvernig tækniþróun og alþjóðleg samkeppni hefðu breytt rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla.Helgi Hjörvar alþingismaður.„Auglýsingamarkaðurinn er að minka í harðri samkeppni við stór alþjóðleg fyrirtæki eins og Google og facebook sem ekki borga skatta hér. En hins vegar eru þungar skattaálögur á miðlana sem eru að reyna að halda úti frétta- og menningarumfjöllun á tungumái sem aðeins 0,3 milljónir manna tala,“ sagði Helgi. Þá færi vilji almennings til að greiða fyrir innihald í fjölmiðlum þverandi, einmitt þegar þörfin fyrir öfluga og gagnrýna fjölmiðlun hefði sjaldan verið mikilvægari.„Til að veita það aðhald sem þarf að veita spillingu í sífellt flóknara samfélagi. Þar sem við glímum við verkefni eins og ofvaxið fjármálakerfi Tortola hneyksli og aðra slíka hluti,“ sagði Helgi.Menntamálaráðherra tók undir áhyggjur hans á stöðu fjölmiðlanna og sagði að í ráðuneyti hans hefðu þessi mál verið til skoðunar.„Í sumar kallaði ég til mín til fundar forystumenn ljósvakamiðlanna þar sem þeir gerðu mér skýra grein fyrir þeirri stöðu sem þeir telja að blasi við ljósvakamiðlunum. Það var mjög í samræmi við þá lýsingu sem háttvirtur þingmaður gaf hér á þeim áskorunum og miklu breytingum sem hafa orðið á fjölmiðlamarkaðnum á undanförnum misserum og árum,“ sagði Illugi.Staðan væri flókin meðal annars vegna þess hvað Ríkisútvarpið væri fyrirferðarmikiðá auglýsingamarkaði.„Það er ekki hægt að horfa framhjáþví aðá Norðurlöndunum eru Ríkisútvörpin ekki á auglýsingamarkaði. Það er því ekki að undra aðþeir sem eru í forystu fyrir fjölmiðlafyrirtækin bendi áþá stöðu og spyrji með hvaða hætti ríkisvaldið hyggist beita sér. Til hvaða ráða það vilji grípa til að jafna þessa stöðu,“ sagði menntamálaráðherra. Athuganir lægju fyrir um skattaumhverfi fjölmiðlanna. Þverpólitísk samstaða ætti að geta náðst um að greina stöðu fjölmiðlanna nákvæmlega á næstu mánuðum„Ég vil varpa hér fram þeirri hugmynd til háttvirts þingmanns að þingið skipi þverpólitískan starfshóp sem hafi til þess þrjá mánuði til að skila einmitt greiningu á þeim þáttum sem þingmaðurinn gerði að umtalsefni í sinni ræðu. Það er að segja breytingum á auglýsingamarkaði, breytingum á tækni, sem gera það að verkum að staðan er að þróast með þeim hætti sem hér er um að ræða,“ sagði Illugi Gunnarsson. Kosningar 2016 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir áhyggjuefni að rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi hafi farið hríðversnandi á undanförnum árum. Endurskoða þurfi skattlagningu íslenskra fjölmiðla sem gegni mikilvægu lýðræðishlutverki. Menntamálaráðherra tekur segir nauðsynlegt að mynda þverpólitíska samstöðu um málið. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar gerði stöðu íslenskra fjölmiðla að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.„Sterkir og sjálfstæðir fjölmiðlar eru besta vopn okkar í baráttunni við spillingu. Það er þess vegna verulegt áhyggjuefni að rekstrarumhverfi þeirra hefur farið hríðversnandi. Niðurskurður og halarekstur er staðreyndin bæði á litlum netmiðlum, einkareknum ljósvakamiðlum og á RÚV á undanförnum misserum,“ sagði Helgi. Hann spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort ráðherrann væri tilbúinn til að beita sér fyrir breytingum á skatta- og stuðningsumhverfi fjölmiðlanna til að snúa vörn í sókn. Það væri verulegt áhyggjuefni hvernig tækniþróun og alþjóðleg samkeppni hefðu breytt rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla.Helgi Hjörvar alþingismaður.„Auglýsingamarkaðurinn er að minka í harðri samkeppni við stór alþjóðleg fyrirtæki eins og Google og facebook sem ekki borga skatta hér. En hins vegar eru þungar skattaálögur á miðlana sem eru að reyna að halda úti frétta- og menningarumfjöllun á tungumái sem aðeins 0,3 milljónir manna tala,“ sagði Helgi. Þá færi vilji almennings til að greiða fyrir innihald í fjölmiðlum þverandi, einmitt þegar þörfin fyrir öfluga og gagnrýna fjölmiðlun hefði sjaldan verið mikilvægari.„Til að veita það aðhald sem þarf að veita spillingu í sífellt flóknara samfélagi. Þar sem við glímum við verkefni eins og ofvaxið fjármálakerfi Tortola hneyksli og aðra slíka hluti,“ sagði Helgi.Menntamálaráðherra tók undir áhyggjur hans á stöðu fjölmiðlanna og sagði að í ráðuneyti hans hefðu þessi mál verið til skoðunar.„Í sumar kallaði ég til mín til fundar forystumenn ljósvakamiðlanna þar sem þeir gerðu mér skýra grein fyrir þeirri stöðu sem þeir telja að blasi við ljósvakamiðlunum. Það var mjög í samræmi við þá lýsingu sem háttvirtur þingmaður gaf hér á þeim áskorunum og miklu breytingum sem hafa orðið á fjölmiðlamarkaðnum á undanförnum misserum og árum,“ sagði Illugi.Staðan væri flókin meðal annars vegna þess hvað Ríkisútvarpið væri fyrirferðarmikiðá auglýsingamarkaði.„Það er ekki hægt að horfa framhjáþví aðá Norðurlöndunum eru Ríkisútvörpin ekki á auglýsingamarkaði. Það er því ekki að undra aðþeir sem eru í forystu fyrir fjölmiðlafyrirtækin bendi áþá stöðu og spyrji með hvaða hætti ríkisvaldið hyggist beita sér. Til hvaða ráða það vilji grípa til að jafna þessa stöðu,“ sagði menntamálaráðherra. Athuganir lægju fyrir um skattaumhverfi fjölmiðlanna. Þverpólitísk samstaða ætti að geta náðst um að greina stöðu fjölmiðlanna nákvæmlega á næstu mánuðum„Ég vil varpa hér fram þeirri hugmynd til háttvirts þingmanns að þingið skipi þverpólitískan starfshóp sem hafi til þess þrjá mánuði til að skila einmitt greiningu á þeim þáttum sem þingmaðurinn gerði að umtalsefni í sinni ræðu. Það er að segja breytingum á auglýsingamarkaði, breytingum á tækni, sem gera það að verkum að staðan er að þróast með þeim hætti sem hér er um að ræða,“ sagði Illugi Gunnarsson.
Kosningar 2016 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira